Eiður Smári hittir Carlos Tevez í Buenos Aires | Heimsækir mótherja Íslands á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 11:45 Eiður Smári Guðjohnsen og Carlos Tevez. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki aðeins vinna við heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar hann verður einnig upptekinn við sjónvarpsvinnslu í aðdraganda mótsins. Eiður Smári Guðjohnsen er einn af sérfræðingum RÚV á HM í sumar en markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er líka að fara að gera þætti um þjóðirnar sem Ísland mætir í riðlakeppninni í Rússlandi. Eiður Smári var í íslenska landsliðinu sem fór á EM í Frakklandi sumarið 2016 en nú verður hann hinum megin við borðið. Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV sagði frá því í viðtali á K100 í gær eins og kemur fram á fótbolti.net. „Hann mun ásamt okkar teymi framleiða þrjá þætti um andstæðinga Íslands. Hann er að fara til Nígeríu, Argentínu og Króatíu og kynna sér landið og fólkið," sagði Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV í viðtali á K100. Eiður Smári mun þar reyna að komast að því hvað fólk í þessum þremur löndum veit um Íslands og stefnan er að hann hitti gamlar stjörnur. Eiður Smári spilaði á sínum tíma með fyrirliðum allra þjóðanna þriggja, þeim Lionel Messi (hjá Barcelona), John Obi Mikel (hjá Chelsea) og Luka Modrić (hjá Tottenham).Í fréttinni á fótbolti.net kemur ennfremur fram að Eiður Smári sé á leiðinni til Buenos Aires í Argentínu þann 4. apríl næstkomandi þar sem hann mun hitta bæði Carlos Tevez, framherja Boca Juniors og fyrrum leikmann Manchester United, sem og leikmenn sem urðu heimsmeistarar með argentínska landsliðinu á heimavelli fyrir 40 árum. 1978 er einmitt fæðingarár Eiðs Smára. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30 Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki aðeins vinna við heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar hann verður einnig upptekinn við sjónvarpsvinnslu í aðdraganda mótsins. Eiður Smári Guðjohnsen er einn af sérfræðingum RÚV á HM í sumar en markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er líka að fara að gera þætti um þjóðirnar sem Ísland mætir í riðlakeppninni í Rússlandi. Eiður Smári var í íslenska landsliðinu sem fór á EM í Frakklandi sumarið 2016 en nú verður hann hinum megin við borðið. Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV sagði frá því í viðtali á K100 í gær eins og kemur fram á fótbolti.net. „Hann mun ásamt okkar teymi framleiða þrjá þætti um andstæðinga Íslands. Hann er að fara til Nígeríu, Argentínu og Króatíu og kynna sér landið og fólkið," sagði Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV í viðtali á K100. Eiður Smári mun þar reyna að komast að því hvað fólk í þessum þremur löndum veit um Íslands og stefnan er að hann hitti gamlar stjörnur. Eiður Smári spilaði á sínum tíma með fyrirliðum allra þjóðanna þriggja, þeim Lionel Messi (hjá Barcelona), John Obi Mikel (hjá Chelsea) og Luka Modrić (hjá Tottenham).Í fréttinni á fótbolti.net kemur ennfremur fram að Eiður Smári sé á leiðinni til Buenos Aires í Argentínu þann 4. apríl næstkomandi þar sem hann mun hitta bæði Carlos Tevez, framherja Boca Juniors og fyrrum leikmann Manchester United, sem og leikmenn sem urðu heimsmeistarar með argentínska landsliðinu á heimavelli fyrir 40 árum. 1978 er einmitt fæðingarár Eiðs Smára.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30 Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30
Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00