Skylt verði að dagforeldrar starfi að lágmarki tveir saman Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Tuttugu mánaða gömlu stúlka var flutt með sjúkrabíl eftir að hafa hlotið áverka á meðan hún var í umsjá dagmóður í októbermánuði 2016. Dagmóðirin hefur verið fundin sek um að hafa veitt barninu áverkana. Vísir/Heiða Reykjavíkurborg hefur eindregið hvatt til þess að reglugerð um daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Samkvæmt núverandi reglugerð, sem er gefin út af félagsmálaráðherra, geta dagforeldrar starfað einstæðir. „Þetta er byggt á reglugerð og við höfum eindregið hvatt til þess að þeirri reglugerð verði breytt, þannig að það séu að lágmarki tveir sem starfi saman. Sú reglugerð er í endurskoðun og við tökum þátt í þeirri vinnu. Það hafa verið okkar skilaboð í mörg ár að við teljum mjög mikilvægt að þessu sé breytt,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn dagmóður í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður. Umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut.Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikilvægt að núverandi kerfi sé breytt.vísir/vilhelmKvaðst dagmóðirin ekki hafa séð þegar barnið datt. Réttarmeinafræðingur, sem lögreglan leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hefði fallið. Undir þá skoðun tók dómkvaddur réttarmeinafræðingur og læknirinn sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómsniðurstöðu að þeir sérfræðingar sem hafi komið fyrir dóminn telji allir að áverkar á barninu samræmist því að hún hafi verið beitt einhvers konar ofbeldi, en áverkar á andliti gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá séu áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Dómurinn telur að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veitt brotaþola þá áverka sem lýst er í ákærunni. Fréttablaðið spurði Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslu og frístundasviðs Mosfellsbæjar, hvort til greina kæmi af hálfu bæjarins að skylda dagforeldra til þess að vera að minnsta kosti tveir saman. Í svari frá Mosfellsbæ segir að bærinn fylgi gildandi reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Á vegum velferðarráðuneytisins er starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða reglugerðina. Fréttablaðið óskaði svara frá félagsmálaráðherra um vinnu við reglugerðarbreytinguna. Þau svör hafa ekki borist. Í svörum frá Mosfellsbæ segir að fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessari nefnd sé starfsmaður Mosfellsbæjar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04 Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur eindregið hvatt til þess að reglugerð um daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Samkvæmt núverandi reglugerð, sem er gefin út af félagsmálaráðherra, geta dagforeldrar starfað einstæðir. „Þetta er byggt á reglugerð og við höfum eindregið hvatt til þess að þeirri reglugerð verði breytt, þannig að það séu að lágmarki tveir sem starfi saman. Sú reglugerð er í endurskoðun og við tökum þátt í þeirri vinnu. Það hafa verið okkar skilaboð í mörg ár að við teljum mjög mikilvægt að þessu sé breytt,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn dagmóður í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður. Umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut.Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikilvægt að núverandi kerfi sé breytt.vísir/vilhelmKvaðst dagmóðirin ekki hafa séð þegar barnið datt. Réttarmeinafræðingur, sem lögreglan leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hefði fallið. Undir þá skoðun tók dómkvaddur réttarmeinafræðingur og læknirinn sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómsniðurstöðu að þeir sérfræðingar sem hafi komið fyrir dóminn telji allir að áverkar á barninu samræmist því að hún hafi verið beitt einhvers konar ofbeldi, en áverkar á andliti gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá séu áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Dómurinn telur að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veitt brotaþola þá áverka sem lýst er í ákærunni. Fréttablaðið spurði Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslu og frístundasviðs Mosfellsbæjar, hvort til greina kæmi af hálfu bæjarins að skylda dagforeldra til þess að vera að minnsta kosti tveir saman. Í svari frá Mosfellsbæ segir að bærinn fylgi gildandi reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Á vegum velferðarráðuneytisins er starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða reglugerðina. Fréttablaðið óskaði svara frá félagsmálaráðherra um vinnu við reglugerðarbreytinguna. Þau svör hafa ekki borist. Í svörum frá Mosfellsbæ segir að fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessari nefnd sé starfsmaður Mosfellsbæjar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04 Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04
Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25