43 marka tvíeyki ekki með Argentínu á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 16:00 Mauro Icardi fagnar marki með Internazionale. Vísir/Getty Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, telur ólíklegt að markahrókarnir Paulo Dybala og Mauro Icardi fái að fara með á HM í Rússlandi þar sem Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik. Sampaoli valdi hvorki Dybala né Icardi í hópinn sem mætir Ítölum og Spánverjum í vináttulandsleikjum í þessu landsleikjahléi og sagði það verða erfitt fyrir tvíeykið að koma sér inn í hópinn fyrir HM. Hann sagði þó að það væri ekki vegna skorts á hæfileikum heldur vegna þess að þeir passi ekki inn í liðið. „Það er erfitt fyrir Dybala að venjast skipulaginu hjá okkur,“ sagði Sampaoli. „Við gátum ekki bætt úr frammistöðum hans og þurftum að meta það hvort þeir leikmenn sem eru í hópnum séu betri en Paulo eða hvort við eigum að halda áfram að reyna að bæta frammsitöðu hans.“ Dybala hefur skorað 21 mark fyrir Juventus í vetur en á aðeins 12 landsleiki að baki fyrir Argentínu. Icardi hefur sett 22 mörk í 26 leikjum fyrir Inter Milan á tímabilinu en bara náð fjórum landsleikjum á tæpum fimm árum. „Icardi er í svipaðri stöðu og Dybala. Hann náði ekki að skila frammistöðum sínum með Inter inn í argentíska landsliðið.“ „Við höfum ekki nægan tíma til þess að aðlaga þá að liðinu. Ég verð að einbeita mér að frammistöðum leikmanna á vellinum fyrir landsliðið,“ sagði Jorge Sampaoli. Argentína mætir Ítalíu í vináttulandsleik í kvöld og Spáni á þriðjudaginn. Liðið mætir svo Íslandi á HM þann 16. júní í Moskvu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfari Argentínu ósáttur með undirbúningsleiki liðsins fyrir Íslandsleikinn Jorge Sampoli, þjálfari argentínska landsliðsins, fékk ekki ósk sína uppfyllta þegar kom að undirbúningi liðsins fyrir HM í Rússlandi í sumar en þar verður einmitt fyrsti leikur argentínska liðsins á móti Íslandi 16. júní næstkomandi. 5. mars 2018 12:00 Raðar inn mörkum á Ítalíu en íslensku strákarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum á HM Argentínski framherjinn Mauro Icardi fær ekki að fara með á HM ef marka má nýjustu fréttirnir frá Argentínu. 1. mars 2018 10:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, telur ólíklegt að markahrókarnir Paulo Dybala og Mauro Icardi fái að fara með á HM í Rússlandi þar sem Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik. Sampaoli valdi hvorki Dybala né Icardi í hópinn sem mætir Ítölum og Spánverjum í vináttulandsleikjum í þessu landsleikjahléi og sagði það verða erfitt fyrir tvíeykið að koma sér inn í hópinn fyrir HM. Hann sagði þó að það væri ekki vegna skorts á hæfileikum heldur vegna þess að þeir passi ekki inn í liðið. „Það er erfitt fyrir Dybala að venjast skipulaginu hjá okkur,“ sagði Sampaoli. „Við gátum ekki bætt úr frammistöðum hans og þurftum að meta það hvort þeir leikmenn sem eru í hópnum séu betri en Paulo eða hvort við eigum að halda áfram að reyna að bæta frammsitöðu hans.“ Dybala hefur skorað 21 mark fyrir Juventus í vetur en á aðeins 12 landsleiki að baki fyrir Argentínu. Icardi hefur sett 22 mörk í 26 leikjum fyrir Inter Milan á tímabilinu en bara náð fjórum landsleikjum á tæpum fimm árum. „Icardi er í svipaðri stöðu og Dybala. Hann náði ekki að skila frammistöðum sínum með Inter inn í argentíska landsliðið.“ „Við höfum ekki nægan tíma til þess að aðlaga þá að liðinu. Ég verð að einbeita mér að frammistöðum leikmanna á vellinum fyrir landsliðið,“ sagði Jorge Sampaoli. Argentína mætir Ítalíu í vináttulandsleik í kvöld og Spáni á þriðjudaginn. Liðið mætir svo Íslandi á HM þann 16. júní í Moskvu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfari Argentínu ósáttur með undirbúningsleiki liðsins fyrir Íslandsleikinn Jorge Sampoli, þjálfari argentínska landsliðsins, fékk ekki ósk sína uppfyllta þegar kom að undirbúningi liðsins fyrir HM í Rússlandi í sumar en þar verður einmitt fyrsti leikur argentínska liðsins á móti Íslandi 16. júní næstkomandi. 5. mars 2018 12:00 Raðar inn mörkum á Ítalíu en íslensku strákarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum á HM Argentínski framherjinn Mauro Icardi fær ekki að fara með á HM ef marka má nýjustu fréttirnir frá Argentínu. 1. mars 2018 10:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Þjálfari Argentínu ósáttur með undirbúningsleiki liðsins fyrir Íslandsleikinn Jorge Sampoli, þjálfari argentínska landsliðsins, fékk ekki ósk sína uppfyllta þegar kom að undirbúningi liðsins fyrir HM í Rússlandi í sumar en þar verður einmitt fyrsti leikur argentínska liðsins á móti Íslandi 16. júní næstkomandi. 5. mars 2018 12:00
Raðar inn mörkum á Ítalíu en íslensku strákarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum á HM Argentínski framherjinn Mauro Icardi fær ekki að fara með á HM ef marka má nýjustu fréttirnir frá Argentínu. 1. mars 2018 10:30