Karembeu segir Ísland geta náð langt á HM: „Kem og fagna með ykkur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2018 19:15 Christian Karembeu, fyrrum heimsmeistari í fótbolta, segir allt geta gerst á HM í Rússlandi í sumar og hefur fulla trú á að Íslendingar geti náð langt. Karembeu kom til Íslands í morgun í vel myndskreyttri flugvél, en með í för var hin eina sanna HM stytta, verðlaunagripurinn sem Karembeu lyfti í Frakklandi 1998.Flugvélin sem ber styttuna og Karembeu um heiminn er einkar glæsilegvísir/friðrikSíðan árið 2006 hefur FIFA í samstarfi við Coca cola flutt HM bikarinn um allan heim í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótin. Á þessu ári er Ísland í fyrsta skipti á meðal áfangastaða, sem er við hæfi í ljósi þess að Ísland er á leið á HM í fyrsta skipti. Karembeu var hluti af franska landsliðinu sem vann á heimavelli árið 1998, fyrir 20 árum síðan. „Það er ein af mínum uppáhalds minningum. Sem fótboltamaður er aðal markmiðið að ná í verðlaun og þarna rættist draumur okkar allra,“ sagði Karembeu í viðtali við íþróttadeild í dag. Karembeu afhjúpaði verðlaunagripinn, sem er 6kg og 18 karöt af gulli, með viðhöfn inni í flugvélinni sem flutti þá báða, Karembeu og gripinn, til landsins í dag. „Ég er ótrúlega heppin að hafa spilað með svona frábæru liði sem gaf mér tækifæri á að lyfta bikarnum. Það er töfrum líkast og lifir með manni að eilífu.“ Aðeins einn maður á Íslandi má lyfta bikarnum, Guðni Th. Jóhannesson forseti, því aðeins æðstu ráðamenn hvers lands og leikmenn sem hafa unnið keppnina mega lyfta styttunni.Carlos Cruz, Klara Bjartmarz og Karembeu við styttuna eftirsóttu eftir að hulunni hafði verið lyft af verðlaunagripnum.vísir/friðrikNokkrum mánuðum eftir að Karembeu og félagar unnu HM í Frakklandi mættu þeir til Íslands og spiluðu við íslenska landsliðið í undankeppni EM 2000. Leikurinn er einn stærsti sigur íslenskrar fótboltasögu, að undanskildum síðustu árum, en liðin skildu jöfn 1-1. „Að sjálfsögðu man ég eftir þeim leik. Við vorum heimsmeistarar, mættum hingað og héldum að þetta yrði auðvelt. En ekkert fór eins og við bjuggumst við.“ „Ísland skoraði fyrsta markið [Ríkharður Daðason skoraði með laglegum skalla] og við þurftum að hlaupa og berjast til að ná jafnteflinu. Þetta var ekki auðveldur leikur og þeir stóðu sig vel.“ Ísland var ekki hátt skrifað í fótboltaheiminum á þeim tíma en hefur eins og alþjóð veit risið hátt á síðustu árum og hefur það ekki farið framhjá Karembeu. Hann taldi íslensku strákana geta náð langt í Rússlandi. „Margt getur komið á óvart í Rússlandi. Senegal komst langt árið 2002, Gana 2010, svo afhverju ekki? Ísland getur náð langt.“ „Ég mun koma hingað ef þið fagnið aftur eins og eftir EM.“ „Allir geta unnið bikarinn. Auðvitað eru menn eins og Messi hjá Argentínu, Neymar í Brasilíu og Özil og fleiri í þýska liðinu, við erum með Pogba og Griezmann, en þetta er mjög opin keppni,“ sagði fyrrum heimsmeistarinn Christian Karembeu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Christian Karembeu, fyrrum heimsmeistari í fótbolta, segir allt geta gerst á HM í Rússlandi í sumar og hefur fulla trú á að Íslendingar geti náð langt. Karembeu kom til Íslands í morgun í vel myndskreyttri flugvél, en með í för var hin eina sanna HM stytta, verðlaunagripurinn sem Karembeu lyfti í Frakklandi 1998.Flugvélin sem ber styttuna og Karembeu um heiminn er einkar glæsilegvísir/friðrikSíðan árið 2006 hefur FIFA í samstarfi við Coca cola flutt HM bikarinn um allan heim í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótin. Á þessu ári er Ísland í fyrsta skipti á meðal áfangastaða, sem er við hæfi í ljósi þess að Ísland er á leið á HM í fyrsta skipti. Karembeu var hluti af franska landsliðinu sem vann á heimavelli árið 1998, fyrir 20 árum síðan. „Það er ein af mínum uppáhalds minningum. Sem fótboltamaður er aðal markmiðið að ná í verðlaun og þarna rættist draumur okkar allra,“ sagði Karembeu í viðtali við íþróttadeild í dag. Karembeu afhjúpaði verðlaunagripinn, sem er 6kg og 18 karöt af gulli, með viðhöfn inni í flugvélinni sem flutti þá báða, Karembeu og gripinn, til landsins í dag. „Ég er ótrúlega heppin að hafa spilað með svona frábæru liði sem gaf mér tækifæri á að lyfta bikarnum. Það er töfrum líkast og lifir með manni að eilífu.“ Aðeins einn maður á Íslandi má lyfta bikarnum, Guðni Th. Jóhannesson forseti, því aðeins æðstu ráðamenn hvers lands og leikmenn sem hafa unnið keppnina mega lyfta styttunni.Carlos Cruz, Klara Bjartmarz og Karembeu við styttuna eftirsóttu eftir að hulunni hafði verið lyft af verðlaunagripnum.vísir/friðrikNokkrum mánuðum eftir að Karembeu og félagar unnu HM í Frakklandi mættu þeir til Íslands og spiluðu við íslenska landsliðið í undankeppni EM 2000. Leikurinn er einn stærsti sigur íslenskrar fótboltasögu, að undanskildum síðustu árum, en liðin skildu jöfn 1-1. „Að sjálfsögðu man ég eftir þeim leik. Við vorum heimsmeistarar, mættum hingað og héldum að þetta yrði auðvelt. En ekkert fór eins og við bjuggumst við.“ „Ísland skoraði fyrsta markið [Ríkharður Daðason skoraði með laglegum skalla] og við þurftum að hlaupa og berjast til að ná jafnteflinu. Þetta var ekki auðveldur leikur og þeir stóðu sig vel.“ Ísland var ekki hátt skrifað í fótboltaheiminum á þeim tíma en hefur eins og alþjóð veit risið hátt á síðustu árum og hefur það ekki farið framhjá Karembeu. Hann taldi íslensku strákana geta náð langt í Rússlandi. „Margt getur komið á óvart í Rússlandi. Senegal komst langt árið 2002, Gana 2010, svo afhverju ekki? Ísland getur náð langt.“ „Ég mun koma hingað ef þið fagnið aftur eins og eftir EM.“ „Allir geta unnið bikarinn. Auðvitað eru menn eins og Messi hjá Argentínu, Neymar í Brasilíu og Özil og fleiri í þýska liðinu, við erum með Pogba og Griezmann, en þetta er mjög opin keppni,“ sagði fyrrum heimsmeistarinn Christian Karembeu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira