Rummenigge: Hundrað prósent öruggt að Lewandowski spilar með Bayern á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 10:15 Robert Lewandowski. Vísir/Getty Robert Lewandowski er ekki á leiðinni til Real Madrid í sumar. Það héldu margir en nú hefur framkvæmdastjóri Bayern München útilokað það að pólski framherjinn sé á förum frá þýska félaginu. Lewandowski er með samning við Bayern München til 30. júní 2021 og á því þrjú tímabil eftir af þessum samningi. Það er því engin pressa á Bæjurum að selja leikmanninn. Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, lítur svo á að Pólverjinn sé of mikilvægur fyrir liðið til að láta hann fara. „Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkar lið og kannski besta nían í Evrópu,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge í viðtali við Kicker.Rummenigge bekräftigt: Lewandowski unverkäuflich - Bayerns Vorstandsboss erinnert an den Fall Ribery 2008 #BLhttps://t.co/KgCgYylj9L — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 26, 2018 Robert Lewandowski hefur spilað með Bayern frá 2014 og hefur skorað 142 mörk í 184 leikjum fyrir félagið. Lewandowski ermeð 32 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og skoraði yfir 40 mörk á tveimur tímabilum þar á undan. „Það er hundrað prósent öruggt að Robert Lewandowski spilar með Bayern München á næsta tímabili. Það getur ekkert félag keypt leikmann Bayern München ef félagið vill ekki selja,“ sagði Rummenigge og nefnir dæmi um það þegar Bayern seldi ekki Franck Ribery til Chelsea árið 2008 þrátt fyrir risatilboð. „Það tilboð var algjört brjálæði,“ sagði Rummenigge en félagið seldi ekki franska leikmanninn sem er ennþá í herbúðum félagsins. „Okkar hugarfar hefur ekkert breyst á þessum tíu árum,“ sagði Rummenigge. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Robert Lewandowski er ekki á leiðinni til Real Madrid í sumar. Það héldu margir en nú hefur framkvæmdastjóri Bayern München útilokað það að pólski framherjinn sé á förum frá þýska félaginu. Lewandowski er með samning við Bayern München til 30. júní 2021 og á því þrjú tímabil eftir af þessum samningi. Það er því engin pressa á Bæjurum að selja leikmanninn. Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, lítur svo á að Pólverjinn sé of mikilvægur fyrir liðið til að láta hann fara. „Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkar lið og kannski besta nían í Evrópu,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge í viðtali við Kicker.Rummenigge bekräftigt: Lewandowski unverkäuflich - Bayerns Vorstandsboss erinnert an den Fall Ribery 2008 #BLhttps://t.co/KgCgYylj9L — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 26, 2018 Robert Lewandowski hefur spilað með Bayern frá 2014 og hefur skorað 142 mörk í 184 leikjum fyrir félagið. Lewandowski ermeð 32 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og skoraði yfir 40 mörk á tveimur tímabilum þar á undan. „Það er hundrað prósent öruggt að Robert Lewandowski spilar með Bayern München á næsta tímabili. Það getur ekkert félag keypt leikmann Bayern München ef félagið vill ekki selja,“ sagði Rummenigge og nefnir dæmi um það þegar Bayern seldi ekki Franck Ribery til Chelsea árið 2008 þrátt fyrir risatilboð. „Það tilboð var algjört brjálæði,“ sagði Rummenigge en félagið seldi ekki franska leikmanninn sem er ennþá í herbúðum félagsins. „Okkar hugarfar hefur ekkert breyst á þessum tíu árum,“ sagði Rummenigge.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira