Heimir um meiðsli Gylfa: „Kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson ætti að vera klár fyrir HM. Sem betur fer. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var að horfa á leik Everton og Brighton þegar að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist en meiðslin settu íslensku þjóðin á hliðina enda stutt í HM í Rússlandi. Meiðslin voru ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið, en eins og greint var frá í gærkvöldi hittir Gylfi Þór sérfræðing í kvöld þar sem vonast er eftir góðum fréttum af besta leikmanni íslenska landsliðsins.Sjá einnig:Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir var spurður í hlaðvarpinu Men in Blazers hvar hann var þegar að hann fékk fréttirnar af meiðslunum og hver voru hans viðbrögð við þessu öllu saman. Aðeins nokkrir mánuðir í stóru stundina og aðalmaðurinn meiddur.Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.Vísir/GettyTölum ekki um stjörnuleikmann „Ég var að horfa á leikinn. Það kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila og það er kannski ástæðan fyrir því að hann verður þetta lengur frá. Hann spilaði, að ég held, í 60 mínútur meiddur,“ segir Heimir í hlaðvarpinu sem heyra má hér. „Ég hef, aftur á móti, lært það, að ég get ekki verið að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna. Núna erum við án Gylfa og þá fer maður að hugsa hvernig maður spilar án hans þannig að það hafi ekki áhrif á liðið.“ Heimir hefur miklar mætur á Gylfa, eðlilega, en ekki bara vegna þess hversu góður hann er í fótbolta heldur vegna þess hversu ósérhlífinn hann er á vellinum. Hafnfirðingurinn er leiðtogi á meðal manna. „Við viljum aldrei tala um hver er stjörnuleikmaðurinn okkar. Bandaríkjamenn elska orðið stjörnuleikmaður. Fyrir mér er Gylfi eins og Aron. Hann er stærsta nafnið okkar þar sem hann spilar fyrir stærsta félagið af leikmönnum íslenska landsliðsins,“ segir Heimir. „Ég lít á Gylfa sem fyrirmynd því þrátt fyrir að hann sé stærsta nafnið í liðinu er hann einnig vinnusamasti leikmaður þess. Hver í liðinu dirfist að vera latur þegar að svo ber undir. Hann er líka leiðtogi á vellinum. Hann talar ekki mikið og er illa við viðtöl en hann lætur verkin tala inn á vellinum,“ segir Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var að horfa á leik Everton og Brighton þegar að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist en meiðslin settu íslensku þjóðin á hliðina enda stutt í HM í Rússlandi. Meiðslin voru ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið, en eins og greint var frá í gærkvöldi hittir Gylfi Þór sérfræðing í kvöld þar sem vonast er eftir góðum fréttum af besta leikmanni íslenska landsliðsins.Sjá einnig:Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir var spurður í hlaðvarpinu Men in Blazers hvar hann var þegar að hann fékk fréttirnar af meiðslunum og hver voru hans viðbrögð við þessu öllu saman. Aðeins nokkrir mánuðir í stóru stundina og aðalmaðurinn meiddur.Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.Vísir/GettyTölum ekki um stjörnuleikmann „Ég var að horfa á leikinn. Það kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila og það er kannski ástæðan fyrir því að hann verður þetta lengur frá. Hann spilaði, að ég held, í 60 mínútur meiddur,“ segir Heimir í hlaðvarpinu sem heyra má hér. „Ég hef, aftur á móti, lært það, að ég get ekki verið að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna. Núna erum við án Gylfa og þá fer maður að hugsa hvernig maður spilar án hans þannig að það hafi ekki áhrif á liðið.“ Heimir hefur miklar mætur á Gylfa, eðlilega, en ekki bara vegna þess hversu góður hann er í fótbolta heldur vegna þess hversu ósérhlífinn hann er á vellinum. Hafnfirðingurinn er leiðtogi á meðal manna. „Við viljum aldrei tala um hver er stjörnuleikmaðurinn okkar. Bandaríkjamenn elska orðið stjörnuleikmaður. Fyrir mér er Gylfi eins og Aron. Hann er stærsta nafnið okkar þar sem hann spilar fyrir stærsta félagið af leikmönnum íslenska landsliðsins,“ segir Heimir. „Ég lít á Gylfa sem fyrirmynd því þrátt fyrir að hann sé stærsta nafnið í liðinu er hann einnig vinnusamasti leikmaður þess. Hver í liðinu dirfist að vera latur þegar að svo ber undir. Hann er líka leiðtogi á vellinum. Hann talar ekki mikið og er illa við viðtöl en hann lætur verkin tala inn á vellinum,“ segir Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30