Óvenjuleg undirtegund af inflúensu sem ekki var gert ráð fyrir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2018 22:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. VÍSIR/STEFÁN „Inflúensan í ár hefur verið frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár að því leytinu til að hún hefur dregist á langinn dálítið miðað við undanfarin ár,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Miðað við þær tölur sem við höfum þá hefur hún kannski ekki verið eins útbreidd og oft áður en margir hafa veikst frekar illa og þurft að leggjast inn. Það sem er líka óvenjulegt er það að þetta er óvenjuleg undirtegund af inflúensunni sem hefur verið að ganga núna, þessi svokallaða B-tegund sem er fremur óvenjulegt.“ Þórólfur segir að þessi B-tegund af inflúensu hafi einnig verið algengari í Evrópu og öðrum vestrænum ríkjum í ár. „Það svo sem kann enginn neinar almennilegar skýringar á því. Það sem er fremur óvenjulegt er það að nákvæmlega þessi tegund af B virðist ekki vera í bóluefninu sem var boðið upp á núna í ár.“ Bóluefnaframleiðendur fá tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í byrjun árs um hvaða tegundir eigi að vera í bóluefninu og segir Þórólfur að þá séu menn að giska á það hvaða tegundir muni ganga. „Oftast nær hittist rétt á, nokkuð vel, en núna hefur ekki hist vel á. Þetta eru svona spádómar sem stundum rætast og stundum ekki.“Það leita ekki allir til læknis Þórólfur segir að það séu ýmsar hræringar á markaðnum núna varðandi ný bóluefni sem innihalda fleiri tegundir. „Vonandi getum við nálgast slíkt en það þarf að skoða það betur.“ Erfitt er að vera með nákvæma tölfræði yfir inflúensutilfelli hér á landi þar sem það leita ekki allir til læknis vegna veikindanna og eru greindir þar. „Við höfum svona áætlað að þetta er svona svipað hlutfall á milli ára, hverjir fara til lækna. Við teljum að samanburður milli ára sé nokkuð áreiðanlegur. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hversu margir veikjast.“ Einnig eru aðrar veirutegundir í gangi sem geta valdið skæðum einkennum, sem að fólk misskilur og heldur að sé inflúensan. „Flestir sem veikjast eru heima og fara ekki til læknis.“ Þórólfur hvetur fólk sem liggur veikt heima núna til að taka því rólega og láta sér batna almennilega. Ef þetta er ekki farið að lagast eftir viku ætti það að leita til læknis. „Þá getur verið að eitthvað annað hafi fylgt í kjölfarið, annars konar sýkingar.“ Hann ráðleggur fólki sem er byrjað að finna flensueinkenni að reyna að forðast að umgangast einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, gamalt fólk og lítil börn. Inflúensan byrjar að vera smitandi daginn áður en fólk veikist. „Og svo gæta vel hreinlætis og þvo sér um hendur.“Viðtalið við Þórólf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42 Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41 Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Inflúensan í ár hefur verið frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár að því leytinu til að hún hefur dregist á langinn dálítið miðað við undanfarin ár,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Miðað við þær tölur sem við höfum þá hefur hún kannski ekki verið eins útbreidd og oft áður en margir hafa veikst frekar illa og þurft að leggjast inn. Það sem er líka óvenjulegt er það að þetta er óvenjuleg undirtegund af inflúensunni sem hefur verið að ganga núna, þessi svokallaða B-tegund sem er fremur óvenjulegt.“ Þórólfur segir að þessi B-tegund af inflúensu hafi einnig verið algengari í Evrópu og öðrum vestrænum ríkjum í ár. „Það svo sem kann enginn neinar almennilegar skýringar á því. Það sem er fremur óvenjulegt er það að nákvæmlega þessi tegund af B virðist ekki vera í bóluefninu sem var boðið upp á núna í ár.“ Bóluefnaframleiðendur fá tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í byrjun árs um hvaða tegundir eigi að vera í bóluefninu og segir Þórólfur að þá séu menn að giska á það hvaða tegundir muni ganga. „Oftast nær hittist rétt á, nokkuð vel, en núna hefur ekki hist vel á. Þetta eru svona spádómar sem stundum rætast og stundum ekki.“Það leita ekki allir til læknis Þórólfur segir að það séu ýmsar hræringar á markaðnum núna varðandi ný bóluefni sem innihalda fleiri tegundir. „Vonandi getum við nálgast slíkt en það þarf að skoða það betur.“ Erfitt er að vera með nákvæma tölfræði yfir inflúensutilfelli hér á landi þar sem það leita ekki allir til læknis vegna veikindanna og eru greindir þar. „Við höfum svona áætlað að þetta er svona svipað hlutfall á milli ára, hverjir fara til lækna. Við teljum að samanburður milli ára sé nokkuð áreiðanlegur. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hversu margir veikjast.“ Einnig eru aðrar veirutegundir í gangi sem geta valdið skæðum einkennum, sem að fólk misskilur og heldur að sé inflúensan. „Flestir sem veikjast eru heima og fara ekki til læknis.“ Þórólfur hvetur fólk sem liggur veikt heima núna til að taka því rólega og láta sér batna almennilega. Ef þetta er ekki farið að lagast eftir viku ætti það að leita til læknis. „Þá getur verið að eitthvað annað hafi fylgt í kjölfarið, annars konar sýkingar.“ Hann ráðleggur fólki sem er byrjað að finna flensueinkenni að reyna að forðast að umgangast einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, gamalt fólk og lítil börn. Inflúensan byrjar að vera smitandi daginn áður en fólk veikist. „Og svo gæta vel hreinlætis og þvo sér um hendur.“Viðtalið við Þórólf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42 Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41 Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42
Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41
Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00