R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2018 10:40 Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly. Vísir/Getty Fyrrverandi kærasta bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly segir hann hafa reynt að búa 14 ára stúlku undir að verða kynlífsþrællinn hans. Kærastan fyrrverandi heitir Kitti Jones en rætt er við hana í væntanlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC3. Söngvarinn er þar sakaður af Jones um að hafa brotið kynferðislega á stúlku síðan hún var fjórtán ára gömul.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að um sé að ræða nýja ásökun í röð ásakanna á hendur tónlistarmanninum fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum.R. Kelly svaraði ekki fyrirspurnum BBC né Guardian um málið.Vísir/GettyHeimildarmyndin ber heitið R Kelly: Sex, Girls and Videotapes. Þar er segir Jones frá því hvernig hún og Kelly byrjuðu saman árið 2011, en sambandið stóð yfir í tvö ár. Jones, sem er 34 ára í dag, segir Kelly hafa reynt að hafa mikla stjórn á henni og var hún að eigin sögn neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í það minnsta tíu sinnum í kynlífsdýflissu. „Ég var kynnt fyrir einni af stúlkunum sem hann sagðist hafa þjálfað frá því hún var fjórtán ára gömul. Þetta sagði hann. Hún var klædd eins og ég og sagði hluti á sama hátt og ég myndi segja þá. Það var þá sem ég fattaði að Kelly hafði verið að búa mig undir að verða eitt af gæludýrum hans. Hann kallar þær gæludýr.“ Guardian segir Kelly hvorki hafa svarað fyrirspurnum BBC né Guardian um málið. Hann hefur hins vegar áður neitað ásökunum um kynferðisbrot gegn konum. Árið 2008 var hann sýknaður af ásökunum um að framleiða barnaníðsefni. Var hann sakaður um að hafa myndað þegar hann hafði samræði við fjórtán ára gamla stúlku. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi fyrir utan dómstóla um greiðslur á bótum til kvenna. Þar á meðal var Tiffany Hawkings en Kelly var sakaður um að hafa brotið gegn henni í þrjú ár frá því hún var fimmtán ára gömul. Guardian segir Kitti Jones hafa áður talað opinberlega um R Kelly. Þar á meðal í viðtali við Rolling Stone tímaritið í október árið 2017 þar sem hún sagði hann hafa veist að sér með ofbeldi eftir að hún ræddi við hann um barnaníðsefni.R. Kelly hefur komist að samkomulagi utan dómsal við fjölda kvenna um greiðslu bóta.Vísir/Getty Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Fyrrverandi kærasta bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly segir hann hafa reynt að búa 14 ára stúlku undir að verða kynlífsþrællinn hans. Kærastan fyrrverandi heitir Kitti Jones en rætt er við hana í væntanlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC3. Söngvarinn er þar sakaður af Jones um að hafa brotið kynferðislega á stúlku síðan hún var fjórtán ára gömul.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að um sé að ræða nýja ásökun í röð ásakanna á hendur tónlistarmanninum fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum.R. Kelly svaraði ekki fyrirspurnum BBC né Guardian um málið.Vísir/GettyHeimildarmyndin ber heitið R Kelly: Sex, Girls and Videotapes. Þar er segir Jones frá því hvernig hún og Kelly byrjuðu saman árið 2011, en sambandið stóð yfir í tvö ár. Jones, sem er 34 ára í dag, segir Kelly hafa reynt að hafa mikla stjórn á henni og var hún að eigin sögn neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í það minnsta tíu sinnum í kynlífsdýflissu. „Ég var kynnt fyrir einni af stúlkunum sem hann sagðist hafa þjálfað frá því hún var fjórtán ára gömul. Þetta sagði hann. Hún var klædd eins og ég og sagði hluti á sama hátt og ég myndi segja þá. Það var þá sem ég fattaði að Kelly hafði verið að búa mig undir að verða eitt af gæludýrum hans. Hann kallar þær gæludýr.“ Guardian segir Kelly hvorki hafa svarað fyrirspurnum BBC né Guardian um málið. Hann hefur hins vegar áður neitað ásökunum um kynferðisbrot gegn konum. Árið 2008 var hann sýknaður af ásökunum um að framleiða barnaníðsefni. Var hann sakaður um að hafa myndað þegar hann hafði samræði við fjórtán ára gamla stúlku. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi fyrir utan dómstóla um greiðslur á bótum til kvenna. Þar á meðal var Tiffany Hawkings en Kelly var sakaður um að hafa brotið gegn henni í þrjú ár frá því hún var fimmtán ára gömul. Guardian segir Kitti Jones hafa áður talað opinberlega um R Kelly. Þar á meðal í viðtali við Rolling Stone tímaritið í október árið 2017 þar sem hún sagði hann hafa veist að sér með ofbeldi eftir að hún ræddi við hann um barnaníðsefni.R. Kelly hefur komist að samkomulagi utan dómsal við fjölda kvenna um greiðslu bóta.Vísir/Getty
Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira