Meðvirkni og ótti við breytingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 16:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. Vísir/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni að ástæðurnar fyrir því að flokkurinn færi ekki með himinskautum frá fyrsta degi séu meðvirkni og ótti við breytingar. „En hvers vegna er það þá sem Viðreisn, ungur flokkur sem skuldar engum hagsmunaöflum nokkurn skapaðan hlut, frjálslyndur velferðarflokkur, alþjóðasinnaður jafnréttisflokkur sem hefur fólk raunverulega í fyrirrúmi, styður við heilbrigt umhverfi fyrirtækja og segir úreltum viðhorfum stríð á hendur, fer ekki með himinskautum frá fyrsta degi? Í mínum huga er svarið tvíþætt. Annars vegar það sem margir telja einn hættulegasta lífsstílssjúkdóm hins vestræna heims – meðvirkni. Hins vegar það sem er svo ríkt og skiljanlegt í mannlegu eðli – ótti við breytingar. Þú veist hvað þú hefur en ekki endilega hvað þú færð.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín, sem í ræðu sinni, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu á öðrum degi Landsþings Viðreisnar sem fer fram um helgina í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.Krónan fín ef þú átt hanaÞorgerður Katrín sagði að íslenska krónan væri stærsta áskorunin sem blasir við þjóðinni. „Íslenskri þjóð þykir vænt um krónuna sína, það á hana jú enginn annar í heiminum. Hún er líka fín meðan þú átt hana og allt er í lukkunnar velstandi. Um leið og þú skuldar hana er hún hins vegar slóttug og jafnvel ofbeldisfull,“ segir formaður Viðreisnar. Krónan hafi valdið meiri efnahagslegum mismun milli þeirra sem hafa aðstöðu til að standa utan krónuhagkerfisins og hinna sem séu bundnir innan þess. „Óstöðugleiki hennar bitnar á víxl á launafólki og atvinnufyrirtækjum. Hann veldur því að vöxturinn í þjóðarbúskapnum er í láglaunastörfum fremur en hærra launuðum störfum á sviði tækniþekkingar og nýsköpunar,“ segir Þorgerður Katrín sem segir aðild að evrópska myntbandalaginu hljóta, við aðstæður sem þessar, að vera brennandi spurning. Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á stefnuræðu formanns Viðreisnar í heild. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni að ástæðurnar fyrir því að flokkurinn færi ekki með himinskautum frá fyrsta degi séu meðvirkni og ótti við breytingar. „En hvers vegna er það þá sem Viðreisn, ungur flokkur sem skuldar engum hagsmunaöflum nokkurn skapaðan hlut, frjálslyndur velferðarflokkur, alþjóðasinnaður jafnréttisflokkur sem hefur fólk raunverulega í fyrirrúmi, styður við heilbrigt umhverfi fyrirtækja og segir úreltum viðhorfum stríð á hendur, fer ekki með himinskautum frá fyrsta degi? Í mínum huga er svarið tvíþætt. Annars vegar það sem margir telja einn hættulegasta lífsstílssjúkdóm hins vestræna heims – meðvirkni. Hins vegar það sem er svo ríkt og skiljanlegt í mannlegu eðli – ótti við breytingar. Þú veist hvað þú hefur en ekki endilega hvað þú færð.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín, sem í ræðu sinni, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu á öðrum degi Landsþings Viðreisnar sem fer fram um helgina í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.Krónan fín ef þú átt hanaÞorgerður Katrín sagði að íslenska krónan væri stærsta áskorunin sem blasir við þjóðinni. „Íslenskri þjóð þykir vænt um krónuna sína, það á hana jú enginn annar í heiminum. Hún er líka fín meðan þú átt hana og allt er í lukkunnar velstandi. Um leið og þú skuldar hana er hún hins vegar slóttug og jafnvel ofbeldisfull,“ segir formaður Viðreisnar. Krónan hafi valdið meiri efnahagslegum mismun milli þeirra sem hafa aðstöðu til að standa utan krónuhagkerfisins og hinna sem séu bundnir innan þess. „Óstöðugleiki hennar bitnar á víxl á launafólki og atvinnufyrirtækjum. Hann veldur því að vöxturinn í þjóðarbúskapnum er í láglaunastörfum fremur en hærra launuðum störfum á sviði tækniþekkingar og nýsköpunar,“ segir Þorgerður Katrín sem segir aðild að evrópska myntbandalaginu hljóta, við aðstæður sem þessar, að vera brennandi spurning. Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á stefnuræðu formanns Viðreisnar í heild.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira