Vinstri græn á grillteini Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. mars 2018 07:00 Hugsjónir eru níðþungur farangur. Þegar allt er með kyrrum kjörum er auðvelt að ýta honum á undan sér en þegar stormur strýkur vanga er freistandi að skilja hlassið eftir svo hægt sé að hlaupa sem skjótast í næsta skjól. Ekki veit ég hvort Vinstri græn hafi skilið sinn farangur eftir í síðustu viku eða hvort hugmyndafræði þeirra hefur virkilega húmor fyrir embættisfærslum Sigríðar. En Sigríður er líklega ekki vandamál vinstri manna heldur hitt að þeir sem eru í pólitík til að grilla og græða eru svo vissir í sinni sök meðan þeir sem hafa einhvern metnað fyrir sómasamlegra samfélagi vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga, jafnvel þó þeir hafi ekki nema einn vinstri fót. Þannig að þeir liggja hver um annan þveran meðan grillveislan marserar yfir þá einsog herinn í Pyongyang. Hér á Spáni er þetta kokhreysti með ólíkindum. Lýðflokksmenn, sem eru við stjórn og hafa líka gaman af því að grilla, eru einmitt að taka til í réttarsölum svona rétt á meðan meðlimirnir sverja af sér rán og svívirðilega spillingu. Síðan mæta þeir svo sjarmerandi fyrir framan alþjóð að þorri þjóðarinnar getur ekki beðið eftir því að kjósa þá næst. Reyndar hefur aðeins dregið úr þeirri þrá eftir að í ljós kom að þeir eru búnir með eftirlaunasjóðinn og hvetja fólk nú til að borga í einkarekna lífeyrissjóði. Rétt einsog íslenskir hægrimenn syngja þeir síðan sönginn um hagsældina meðan innviðirnir visna. En þar sem búið er að bjóða Vinstri grænum til grillveislu vil ég hafa yfir varnaðarorðin sem hver ferðalangur heyrir svo oft: Vinsamlegast hafið auga með handfarangri ykkar í hvívetna, annars verður boðið upp á vinstri græn á grillteini í næstu kosningavöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Hugsjónir eru níðþungur farangur. Þegar allt er með kyrrum kjörum er auðvelt að ýta honum á undan sér en þegar stormur strýkur vanga er freistandi að skilja hlassið eftir svo hægt sé að hlaupa sem skjótast í næsta skjól. Ekki veit ég hvort Vinstri græn hafi skilið sinn farangur eftir í síðustu viku eða hvort hugmyndafræði þeirra hefur virkilega húmor fyrir embættisfærslum Sigríðar. En Sigríður er líklega ekki vandamál vinstri manna heldur hitt að þeir sem eru í pólitík til að grilla og græða eru svo vissir í sinni sök meðan þeir sem hafa einhvern metnað fyrir sómasamlegra samfélagi vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga, jafnvel þó þeir hafi ekki nema einn vinstri fót. Þannig að þeir liggja hver um annan þveran meðan grillveislan marserar yfir þá einsog herinn í Pyongyang. Hér á Spáni er þetta kokhreysti með ólíkindum. Lýðflokksmenn, sem eru við stjórn og hafa líka gaman af því að grilla, eru einmitt að taka til í réttarsölum svona rétt á meðan meðlimirnir sverja af sér rán og svívirðilega spillingu. Síðan mæta þeir svo sjarmerandi fyrir framan alþjóð að þorri þjóðarinnar getur ekki beðið eftir því að kjósa þá næst. Reyndar hefur aðeins dregið úr þeirri þrá eftir að í ljós kom að þeir eru búnir með eftirlaunasjóðinn og hvetja fólk nú til að borga í einkarekna lífeyrissjóði. Rétt einsog íslenskir hægrimenn syngja þeir síðan sönginn um hagsældina meðan innviðirnir visna. En þar sem búið er að bjóða Vinstri grænum til grillveislu vil ég hafa yfir varnaðarorðin sem hver ferðalangur heyrir svo oft: Vinsamlegast hafið auga með handfarangri ykkar í hvívetna, annars verður boðið upp á vinstri græn á grillteini í næstu kosningavöku.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun