Í þágu hinna fáu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:00 Þegar valið stendur á milli sérhagsmuna fárra og hagsmuna heildarinnar er það segin saga að kjarklausir stjórnmálamenn velja fyrri kostinn. Ástæðan er efalaust sú að á meðan hagsmunir fjöldans eru léttvægir fyrir hvern og einn eru hagsmunir hinna fáu miklir og þess virði að berjast fyrir. Gott dæmi um sérhagsmunagæslu af þessu tagi er sú ákvörðun Donalds Trump að leggja tolla á innflutt ál og stál. Rökin eru sögð þau að verja þurfi hnignandi bandarískan iðnað í samkeppni við erlendan iðnað. Störf tuga þúsunda séu í húfi. Það sem gleymist er að tollmúrarnir skaða samkeppnishæfni þeirra bandarísku fyrirtækja sem reiða sig á ódýrt, innflutt ál og stál. 140 þúsund manns starfa við stálframleiðslu í landinu en 6,5 milljónir hjá fyrirtækjum sem reiða sig á innflutt stál. Fyrir hvert nýtt starf sem tollarnir skapa í stáliðnaðinum er talið að átján önnur glatist. Dæmi um viðlíka sérhagsmunagæslu má einnig finna hér á landi. Sama dag og Trump tilkynnti um áform sín hvöttu samtök bænda þingmenn til þess að hækka tolla á landbúnaðarvörur. Rökin eru þau sömu: að verja þurfi innlendan landbúnað fyrir erlendri samkeppni. Tollmúrinn hefur hins vegar leitt til þess að íslenskir neytendur greiða eina hæstu landbúnaðarstyrki í heimi til þess að geta keypt einhverjar dýrustu búvörur í heimi. Engu að síður eru bændur ein tekjulægsta stétt landsins. Tollvernd getur þjónað sérhagsmunum fárra til skamms tíma en til lengri tíma þjónar hún ekki hag neins. Bandaríski stáliðnaðurinn stendur ekki betur að vígi ef alls konar framleiðsla sem reiðir sig á stál flyst úr landi. Það sama gildir um íslenskan landbúnað. Hann mun ekki blómstra á meðan hann byggir tilvist sína á verri kjörum almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Þegar valið stendur á milli sérhagsmuna fárra og hagsmuna heildarinnar er það segin saga að kjarklausir stjórnmálamenn velja fyrri kostinn. Ástæðan er efalaust sú að á meðan hagsmunir fjöldans eru léttvægir fyrir hvern og einn eru hagsmunir hinna fáu miklir og þess virði að berjast fyrir. Gott dæmi um sérhagsmunagæslu af þessu tagi er sú ákvörðun Donalds Trump að leggja tolla á innflutt ál og stál. Rökin eru sögð þau að verja þurfi hnignandi bandarískan iðnað í samkeppni við erlendan iðnað. Störf tuga þúsunda séu í húfi. Það sem gleymist er að tollmúrarnir skaða samkeppnishæfni þeirra bandarísku fyrirtækja sem reiða sig á ódýrt, innflutt ál og stál. 140 þúsund manns starfa við stálframleiðslu í landinu en 6,5 milljónir hjá fyrirtækjum sem reiða sig á innflutt stál. Fyrir hvert nýtt starf sem tollarnir skapa í stáliðnaðinum er talið að átján önnur glatist. Dæmi um viðlíka sérhagsmunagæslu má einnig finna hér á landi. Sama dag og Trump tilkynnti um áform sín hvöttu samtök bænda þingmenn til þess að hækka tolla á landbúnaðarvörur. Rökin eru þau sömu: að verja þurfi innlendan landbúnað fyrir erlendri samkeppni. Tollmúrinn hefur hins vegar leitt til þess að íslenskir neytendur greiða eina hæstu landbúnaðarstyrki í heimi til þess að geta keypt einhverjar dýrustu búvörur í heimi. Engu að síður eru bændur ein tekjulægsta stétt landsins. Tollvernd getur þjónað sérhagsmunum fárra til skamms tíma en til lengri tíma þjónar hún ekki hag neins. Bandaríski stáliðnaðurinn stendur ekki betur að vígi ef alls konar framleiðsla sem reiðir sig á stál flyst úr landi. Það sama gildir um íslenskan landbúnað. Hann mun ekki blómstra á meðan hann byggir tilvist sína á verri kjörum almennings.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun