Engin komugjöld á þessu ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. mars 2018 20:32 Komugjöld verða ekki að veruleika á þessu ári, segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála. Greiningarvinna og samráð við ferðþjónustuna eigi eftir að fara fram. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að samtökin hafi alltaf verið tilbúin að skoða slík gjöld, einkum yfir háönn ferðaþjónustunnar, en hins vegar sé afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið í allri ákvörðunartöku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu verði kannaðar í samráði við greinina, m.a. möguleikar á álagningu komu eða brottfarargjalds. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hnykkti á þessu á flokksþingi Framsóknarmanna um síðustu helgi og sagði: „Á sama tíma er einnig verið að vinna að því að koma á komugjöldum, í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra hagaðila.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að formlegar viðræður við ferðaþjónustuna séu ekki hafnar, greiningarvinna fari nú fram í ráðuneytinu. „Samtalið við greinina svona formlega á eftir að eiga sér stað og ekki hægt að segja til hvenær fyrsta útfærsla á komugjaldinu verði lögð fram. Hún verði ekki tilbúin á þessu ári.“ Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að komast að niðurstöðu sem fyrst. „Ég vona að við förum að geta sett punkt aftan við umræðuna um komugjöldin, verkefnið er að komast að niðurstöðu og klára málið.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið. „Við höfum alltaf verið tilbúin til að skoða komugjöld sérílagi yfir háönnina, við erum ennþá að byggja upp vetrarmánuðina en auðvitað eru annmarkar á komugjöldum eins og öðrum gjaldtökuhugmyndum sem hafa verið viðraðar.“ Helga segir að ef gjöldin verði að veruleika sé brýnt að þau fari í uppbyggingu innviða. Við ákvörðunartöku um gjaldtökuna þurfi að horfa til allra þátta. „Menn verða að horfa á stóru myndina, átta sig á hvaða áhrif þessi gjaldtaka hefur hvað varðar samkeppnishæfni og svo framvegis og taka ákvarðanir út frá því.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Komugjöld verða ekki að veruleika á þessu ári, segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála. Greiningarvinna og samráð við ferðþjónustuna eigi eftir að fara fram. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að samtökin hafi alltaf verið tilbúin að skoða slík gjöld, einkum yfir háönn ferðaþjónustunnar, en hins vegar sé afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið í allri ákvörðunartöku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu verði kannaðar í samráði við greinina, m.a. möguleikar á álagningu komu eða brottfarargjalds. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hnykkti á þessu á flokksþingi Framsóknarmanna um síðustu helgi og sagði: „Á sama tíma er einnig verið að vinna að því að koma á komugjöldum, í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra hagaðila.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að formlegar viðræður við ferðaþjónustuna séu ekki hafnar, greiningarvinna fari nú fram í ráðuneytinu. „Samtalið við greinina svona formlega á eftir að eiga sér stað og ekki hægt að segja til hvenær fyrsta útfærsla á komugjaldinu verði lögð fram. Hún verði ekki tilbúin á þessu ári.“ Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að komast að niðurstöðu sem fyrst. „Ég vona að við förum að geta sett punkt aftan við umræðuna um komugjöldin, verkefnið er að komast að niðurstöðu og klára málið.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið. „Við höfum alltaf verið tilbúin til að skoða komugjöld sérílagi yfir háönnina, við erum ennþá að byggja upp vetrarmánuðina en auðvitað eru annmarkar á komugjöldum eins og öðrum gjaldtökuhugmyndum sem hafa verið viðraðar.“ Helga segir að ef gjöldin verði að veruleika sé brýnt að þau fari í uppbyggingu innviða. Við ákvörðunartöku um gjaldtökuna þurfi að horfa til allra þátta. „Menn verða að horfa á stóru myndina, átta sig á hvaða áhrif þessi gjaldtaka hefur hvað varðar samkeppnishæfni og svo framvegis og taka ákvarðanir út frá því.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30