Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. mars 2018 08:00 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Vísir/Gva „Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina.Sjá einnig: Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuðiStærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafastefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 prósent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmdastjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvarsmönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekkert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina.Sjá einnig: Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuðiStærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafastefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 prósent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmdastjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvarsmönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekkert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57