Í vörn Hörður Ægisson skrifar 16. mars 2018 08:00 Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfirlýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skuldabréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxtafarveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undanfarin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðishöftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbendingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar innviðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfafjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðlabankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfirlýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skuldabréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxtafarveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undanfarin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðishöftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbendingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar innviðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfafjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðlabankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar