Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2018 11:16 Vladimir Pútín hefur verið við völd í Rússlandi, meira og minna frá árinu 2000. Vísir/AFP Leiðtogar víða um heim hafa óskað Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum þar í landi. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna. BBC greinir frá. Sigur Pútín var afgerandi og hlaut hann 76 prósent atvæða í kosningunum. Vakið hefur athygli að sigur Pútín nú er stærri en árið 2012 þegar síðast var kosið. Þá hlaut hann 64 prósent atkvæða. Xi Jinping, forseti Kína, óskaði kollega sínum í Rússlandi innilega til hamingju með sigurinn og lagði áherslu á að samband Kína og Rússland hafi aldrei verið betra en nú. Leiðtogar Hvíta-Rússlands, Bolívíu, Venesúela, og Kúbu óskuðu Pútín einnig til hamingju með sigurinn. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa sem fyrr ekki tjáð sig um úrslitin en vaxandi spenna er í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland, ekki síst eftir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Þá hafa Rússar einnig verið sakaðir um að hafa staðið að baki taugaeitursárás á Sergei Skripal, og dóttur hans, en Skripal starfaði á árum áður sem rússneskur njósnari.Vísir/GraphicnewsFederica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, vildi ekki tjá sig um úrslit kosninganna er hún mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í dag. Þess í stað fordæmdi hún taugaeitursárásina á Skripal og dóttur hans. Úrslit kosninganna í Rússlandi koma ekki á óvart en fastlega var gert ráð fyrir öruggum sigri Pútín. Næsti andstæðingur hans hlaut þrettán prósent. Lögmæti kosninganna hefur verið dregin í efa en myndbönd frá kjörstöðum gefa til kynna að ekki hafi allt verið með felldu. Golos, sjálfstæður eftirlitsaðili með kosningunum, hefur bent á hundruð dæma sem þykja sýna að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Meðal þess er þetta myndband sem tekið var á kjörstað þar sem sjá má blöðrur fara fyrir myndavél sem beint var að talningarmönnum á kjörstað. Ella Pamfilova, formaður yfirkjörstjórnar Rússlands, segir þó að fjöldi kvartanna sé helmingi færri en síðast þegar kosið var, og enginn þeirra teljist alvarleg.Комиссия №268 в Кемерово решила, что шарики - хороший способ закрыть видеокамеру и спокойно приступить к подсчету https://t.co/zJSNxoH8i5 pic.twitter.com/qMwJCkTZO1— Движение Голос (@golosinfo) March 18, 2018 Kína Kúba Tengdar fréttir Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Leiðtogar víða um heim hafa óskað Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum þar í landi. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna. BBC greinir frá. Sigur Pútín var afgerandi og hlaut hann 76 prósent atvæða í kosningunum. Vakið hefur athygli að sigur Pútín nú er stærri en árið 2012 þegar síðast var kosið. Þá hlaut hann 64 prósent atkvæða. Xi Jinping, forseti Kína, óskaði kollega sínum í Rússlandi innilega til hamingju með sigurinn og lagði áherslu á að samband Kína og Rússland hafi aldrei verið betra en nú. Leiðtogar Hvíta-Rússlands, Bolívíu, Venesúela, og Kúbu óskuðu Pútín einnig til hamingju með sigurinn. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa sem fyrr ekki tjáð sig um úrslitin en vaxandi spenna er í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland, ekki síst eftir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Þá hafa Rússar einnig verið sakaðir um að hafa staðið að baki taugaeitursárás á Sergei Skripal, og dóttur hans, en Skripal starfaði á árum áður sem rússneskur njósnari.Vísir/GraphicnewsFederica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, vildi ekki tjá sig um úrslit kosninganna er hún mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í dag. Þess í stað fordæmdi hún taugaeitursárásina á Skripal og dóttur hans. Úrslit kosninganna í Rússlandi koma ekki á óvart en fastlega var gert ráð fyrir öruggum sigri Pútín. Næsti andstæðingur hans hlaut þrettán prósent. Lögmæti kosninganna hefur verið dregin í efa en myndbönd frá kjörstöðum gefa til kynna að ekki hafi allt verið með felldu. Golos, sjálfstæður eftirlitsaðili með kosningunum, hefur bent á hundruð dæma sem þykja sýna að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Meðal þess er þetta myndband sem tekið var á kjörstað þar sem sjá má blöðrur fara fyrir myndavél sem beint var að talningarmönnum á kjörstað. Ella Pamfilova, formaður yfirkjörstjórnar Rússlands, segir þó að fjöldi kvartanna sé helmingi færri en síðast þegar kosið var, og enginn þeirra teljist alvarleg.Комиссия №268 в Кемерово решила, что шарики - хороший способ закрыть видеокамеру и спокойно приступить к подсчету https://t.co/zJSNxoH8i5 pic.twitter.com/qMwJCkTZO1— Движение Голос (@golosinfo) March 18, 2018
Kína Kúba Tengdar fréttir Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29