Stríðið í Sýrlandi Víetnamstríð Rússlands Ingvar Þór Björnsson skrifar 4. mars 2018 11:40 Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum Vísir/HAG Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, segir að stríðið í Sýrlandi sé að breytast í Víetnamstríð Rússlands. Þá telur hann stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu vera einkennilega og afskiptaleysið boða nýja hugsjón. Magnús var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er óljóst hvað Rússar vilja í raun og veru. Í upphafi studdu þeir sýrlensku stjórnina vegna þess að þeir voru með bækistöðvar í Sýrlandi. Þar sem þeir eru búnir að missa mikið af austur Evrópu litu þeir á þetta sem síðasta hálmstráið. Síðan voru þeir kannski að hugsa sér að vera milliliður milli austurs og vesturs og tryggja aðstöðu sína að því leyti,“ segir Magnús. Þá segir hann að Rússar kunnu að hafa misreiknað sig verulega. „Núna erum við kannski að sjá að þeir hafa misreiknað sig og þetta hafi breyst í Víetnamstríðið þeirra. Þetta er að verða óvinsælt og þeir leggja óvenju mikið af peningum í að styðja þennan einræðisherra í Sýrlandi. Upphaflega snerist þetta um efnahagslega hagsmuni en nú hefur þetta breyst í sálfræðilega stöðu. Staðan er orðin flókin og þeir eru komnir í sjálfheldu og búnir að mála sig út í horn. Það er erfitt að átta sig á hvaða útgönguleið Rússar nota og hvort að þessi fjárfesting sem þeir hafa lagt í þetta stríð skili sér.“Bandaríkin hafi lært af fyrri stríðumMagnús bendir á afskiptaleysi Bandaríkjanna og Vesturlanda í stríðinu. „Vesturlöndin halda að sér höndum opinberlega en á bak við tjöldin er heilmikið að gerast. Til að mynda vopnaflutningar og upplýsingamiðlun. Það er eitt af því sem einkennir þetta stríð. Það er svo margt sem við sjáum ekki sem er að gerast. Stefna Bandaríkjanna hefur verið mjög einkennileg og afskiptaleysið hefur verið mikið,“ segir hann. „Fólk hefur oft gagnrýnt afskipti Bandaríkjanna þarna en nú er farið að gagnrýna afskiptaleysi þeirra. Það er spurning hvort þeir treysti sér ekki í þetta verkefni eftir Afganistan og Írak. Þeir sjá að helstu óvinir þeirra hafa grætt einna mest á afskiptum þeirra þar og að hugsanlega muni þeir græða meira á að skipta sér minna af stríðinu,“ segir MagnúsStríðið snúist um hver komi til með að stjórna Asíu á 21. öldinniÞá segir hann að Sýrland sé í eðli sínu ekki merkilegt land og að það sé ekki mikið af auðlindum í Sýrlandi. Staðsetningin sé hins vegar góð. „Sýrland er á milli austurs og vesturs og auk þess við Miðjarðarhafið. Sýrland snýst núna um hver kemur til með að stjórna Asíu á 21. öldinni. Þeir sem taka þátt í þessum bardaga sjá að verðlaunaféð er það.“ Um er að ræða algjörlega nýja tegund stríðs að hans mati. „Nýir leikendur eru farnir að beita harkalegum aðferðum og við erum að sjá nýja tegund stríðs. Leikreglurnar eru virtar að vettugi og þetta er stjórnlaust stríð,“ segir Magnús. „Það má segja að það sé verið að berjast til síðasta manns. Við erum orðin mjög góð í að finna leiðir til að drepa hvort annað og birtingarmyndir þess eru einmitt þarna í Sýrlandi. Þetta er orðin tilraunastofa í tækniþekkingu og hæfileikum í að drepa hvort annað.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, segir að stríðið í Sýrlandi sé að breytast í Víetnamstríð Rússlands. Þá telur hann stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu vera einkennilega og afskiptaleysið boða nýja hugsjón. Magnús var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er óljóst hvað Rússar vilja í raun og veru. Í upphafi studdu þeir sýrlensku stjórnina vegna þess að þeir voru með bækistöðvar í Sýrlandi. Þar sem þeir eru búnir að missa mikið af austur Evrópu litu þeir á þetta sem síðasta hálmstráið. Síðan voru þeir kannski að hugsa sér að vera milliliður milli austurs og vesturs og tryggja aðstöðu sína að því leyti,“ segir Magnús. Þá segir hann að Rússar kunnu að hafa misreiknað sig verulega. „Núna erum við kannski að sjá að þeir hafa misreiknað sig og þetta hafi breyst í Víetnamstríðið þeirra. Þetta er að verða óvinsælt og þeir leggja óvenju mikið af peningum í að styðja þennan einræðisherra í Sýrlandi. Upphaflega snerist þetta um efnahagslega hagsmuni en nú hefur þetta breyst í sálfræðilega stöðu. Staðan er orðin flókin og þeir eru komnir í sjálfheldu og búnir að mála sig út í horn. Það er erfitt að átta sig á hvaða útgönguleið Rússar nota og hvort að þessi fjárfesting sem þeir hafa lagt í þetta stríð skili sér.“Bandaríkin hafi lært af fyrri stríðumMagnús bendir á afskiptaleysi Bandaríkjanna og Vesturlanda í stríðinu. „Vesturlöndin halda að sér höndum opinberlega en á bak við tjöldin er heilmikið að gerast. Til að mynda vopnaflutningar og upplýsingamiðlun. Það er eitt af því sem einkennir þetta stríð. Það er svo margt sem við sjáum ekki sem er að gerast. Stefna Bandaríkjanna hefur verið mjög einkennileg og afskiptaleysið hefur verið mikið,“ segir hann. „Fólk hefur oft gagnrýnt afskipti Bandaríkjanna þarna en nú er farið að gagnrýna afskiptaleysi þeirra. Það er spurning hvort þeir treysti sér ekki í þetta verkefni eftir Afganistan og Írak. Þeir sjá að helstu óvinir þeirra hafa grætt einna mest á afskiptum þeirra þar og að hugsanlega muni þeir græða meira á að skipta sér minna af stríðinu,“ segir MagnúsStríðið snúist um hver komi til með að stjórna Asíu á 21. öldinniÞá segir hann að Sýrland sé í eðli sínu ekki merkilegt land og að það sé ekki mikið af auðlindum í Sýrlandi. Staðsetningin sé hins vegar góð. „Sýrland er á milli austurs og vesturs og auk þess við Miðjarðarhafið. Sýrland snýst núna um hver kemur til með að stjórna Asíu á 21. öldinni. Þeir sem taka þátt í þessum bardaga sjá að verðlaunaféð er það.“ Um er að ræða algjörlega nýja tegund stríðs að hans mati. „Nýir leikendur eru farnir að beita harkalegum aðferðum og við erum að sjá nýja tegund stríðs. Leikreglurnar eru virtar að vettugi og þetta er stjórnlaust stríð,“ segir Magnús. „Það má segja að það sé verið að berjast til síðasta manns. Við erum orðin mjög góð í að finna leiðir til að drepa hvort annað og birtingarmyndir þess eru einmitt þarna í Sýrlandi. Þetta er orðin tilraunastofa í tækniþekkingu og hæfileikum í að drepa hvort annað.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23
Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30