Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. mars 2018 20:00 Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. Dæmi eru um að fólk í geðrofi og undir áhrifum vímuefna fái ekki viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins og sé því vistað í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk sem er í geðrofi og undir áhrifum vímuefna en tilfellum fer fjölgandi þar sem fólk í slíku ástandi er sett í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi, heldur frekar innan heilbrigðisstofnunar að hans sögn. Fréttastofan veit um að minnsta kosti þrjú tilfelli á skömmum tíma þar sem fólk í geðrofi hafi ætlað eða náð að skaða sig illa á meðan það var vistað í fangageymslu. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, sem við teljum að að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki að vera hjá okkur, sem er þá einstaklingur sem að er í einhverskonar rofi en er í vímu, þá tekur heilbrigðiskerfið ekki við honum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fólk í þessu ástandi er sagt með tvíþættan vanda. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Ásgeirs um úrræðaleysi. „Við höfum fengið ábendingar um það að það sé tekið mis vel á móti fólki. Sífellt fleiri ábendingar varðandi þetta og í framhaldi af því þá höfum við sent erindi til beggja stóru spítalanna, bæði á Akureyri og hér í Reykjavík, og spurt hreinlega út í það hvernig sé tekið á móti fólki með tvíþættan vanda,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar.Vísir/Anton BrinkSé bráðavandi til staðar, til dæmis sjálfsvígshætta er fólk öllu jafna tekið inn á bráðageðdeild. „Ef það getur ekki tjáð sig almennilega og sé ekki í bráðahættu, er það sent heim,“ segir Anna. Það verður að teljast undarlegt því hvernig er hægt að meta einstakling sem getur ekki tjáð sig. Anna segir að í svörum spítalanna tveggja komi fram að í undantekningar tilfellum sé óskað aðstoðar lögreglu til að vista einstaklinga í geðrofi vegna sjálfskaðahættu og hættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Hins vegar segja dæmin að tilfellum fer fjölgandi, að þessi hópur fólks sé vistað í fangaklefa. Hún segir mikið af ungu fólki sem eigi við tvíþættan vanda að stríða í dag sökum geðrofs og fíkniefna og að vandamálið stækki hratt. „Við þekkjum því miður dæmi um það þetta að fólk sem á heima innan heilbrigðiskerfisins lendir í fangaklefa og þetta er mjög slæmt og brýtur algjörlega í bága við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði varðandi aðgengi að heilsu og vernd gegn grimmúðlegri meðferð,“ segir Anna. Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. Dæmi eru um að fólk í geðrofi og undir áhrifum vímuefna fái ekki viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins og sé því vistað í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk sem er í geðrofi og undir áhrifum vímuefna en tilfellum fer fjölgandi þar sem fólk í slíku ástandi er sett í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi, heldur frekar innan heilbrigðisstofnunar að hans sögn. Fréttastofan veit um að minnsta kosti þrjú tilfelli á skömmum tíma þar sem fólk í geðrofi hafi ætlað eða náð að skaða sig illa á meðan það var vistað í fangageymslu. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, sem við teljum að að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki að vera hjá okkur, sem er þá einstaklingur sem að er í einhverskonar rofi en er í vímu, þá tekur heilbrigðiskerfið ekki við honum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fólk í þessu ástandi er sagt með tvíþættan vanda. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Ásgeirs um úrræðaleysi. „Við höfum fengið ábendingar um það að það sé tekið mis vel á móti fólki. Sífellt fleiri ábendingar varðandi þetta og í framhaldi af því þá höfum við sent erindi til beggja stóru spítalanna, bæði á Akureyri og hér í Reykjavík, og spurt hreinlega út í það hvernig sé tekið á móti fólki með tvíþættan vanda,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar.Vísir/Anton BrinkSé bráðavandi til staðar, til dæmis sjálfsvígshætta er fólk öllu jafna tekið inn á bráðageðdeild. „Ef það getur ekki tjáð sig almennilega og sé ekki í bráðahættu, er það sent heim,“ segir Anna. Það verður að teljast undarlegt því hvernig er hægt að meta einstakling sem getur ekki tjáð sig. Anna segir að í svörum spítalanna tveggja komi fram að í undantekningar tilfellum sé óskað aðstoðar lögreglu til að vista einstaklinga í geðrofi vegna sjálfskaðahættu og hættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Hins vegar segja dæmin að tilfellum fer fjölgandi, að þessi hópur fólks sé vistað í fangaklefa. Hún segir mikið af ungu fólki sem eigi við tvíþættan vanda að stríða í dag sökum geðrofs og fíkniefna og að vandamálið stækki hratt. „Við þekkjum því miður dæmi um það þetta að fólk sem á heima innan heilbrigðiskerfisins lendir í fangaklefa og þetta er mjög slæmt og brýtur algjörlega í bága við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði varðandi aðgengi að heilsu og vernd gegn grimmúðlegri meðferð,“ segir Anna.
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37