Hótelstjóri segir lögum breytt eftir séróskalista Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir í Fossatúni telja sig hafa orðið af milljónaviðskiptum vegna sölu Veiðifélags Grímsár og Tunguár á gistingu. Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir, sem reka hótel á jörð sinni Fossatúni við Grímsá í Borgarfirði, segja Alþingi hafa stuðst við sjónarmið sem Hæstiréttur hafi áður hafnað er lögum um veiðifélög var breytt. Á vefsíðu sinni segja Steinar og Ingibjörg að sé sértækum hagsmunum framfylgt af „valinkunnum“ einstaklingum eða hagsmunasamtökum geti þeir farið í gegnum stjórnsýsluna og Alþingi og orðið að lögum. „Af hverju, Sigurður Ingi, útilokaðir þú sjónarmið og þekkingu okkar við vinnu lagagerðarinnar í ráðuneyti þínu þegar þú varst í raun að undirbúa lög til höfuðs okkur ábúendum í Fossatúni?“ spyrja Steinar og Ingibjörg í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannessonar, áður landbúnaðarráðherra og nú samgönguráðherra Steinar og Ingibjörg keyptu Fossatún á árinu 2001. Með fylgja veiðiréttindi í Grímsá og þar með skylduaðild að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Á vefsíðu þeirra sveitasaga.com segir að skömmu áður en þau hófu rekstur ferðaþjónustu í Fossatúni árið 2005 hafi stjórn veiðifélagsins ákveðið að leigja veiðihúsið að Fossási út sem sveitahótel utan laxveiðitímans. „Okkur ábúendum í Fossatúni þótti sérkennilegt að standa í samkeppni við veiðifélagið og svarta atvinnustarfsemi í skjóli þess,“ segir á vefsíðunni. Þau hafi leitað réttar síns og Hæstiréttur dæmt að veiðifélaginu væri óheimilt að leigja veiðihúsið út til samkeppnislegrar starfsemi utan veiðitíma án samþykkis allra félagsmanna. „Skömmu eftir dóminn gekk formaður Landssambands veiðifélaga á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fullyrti að Hæstiréttur hefði komist að rangri niðurstöðu og að það þyrfti að uppfæra lögin. Honum var falið að vinna að lagabreytingu ásamt starfsmönnum ráðuneytisins,“ rekja hjónin. Helsta stuðningsgagn lagabreytingarinnar hafi verið álitsgerð sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann og Landssamband veiðifélaga greiddi fyrir í tengslum við ágreining ábúenda Fossatúns og veiðifélagsinsSegja breytinguna andstæða stjórnarskrá „Hæstiréttur hafnaði niðurstöðu álitsgerðarinnar og því hlýtur það að teljast óeðlilegt og öfugsnúið að hún sé síðan helsta stoð Alþingis fyrir lagabreytingunni,“ segir á síðu Steinars og Ingibjargar. Komin sé ný skilgreining á hlutverki veiðifélaga. „Við bætist markmið um að taka þátt í almennum hótel- og veitingarekstri til að hámarka arðsemi. Spurning hvort hægt sé að skylda fólk til þátttöku í slíku félagi með lögum og víkja þannig til hliðar félagafrelsi stjórnarskrárinnar?“ Hjónin segjast ítrekað hafa leitað til ráðuneytisins sem vann lögin og til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og beðið um fundi. „Því miður hafa bæði ráðuneytið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sniðgengið þær óskir eða hafnað þeim,“ segja þau. Í opna bréfinu segja hjónin að lagabreytingin sé andstæð stjórnarskrá. „Eða teljið þið að hægt sé að skylda fólk til að vera í félagi sem hefur það að markmiði að standa í eignaumsýslu og hámarka arðsemi félagsmanna?“ spyrja þau ráðherrana. „Af hverju samþykktuð þið, Katrín og Bjarni, þessi illa ígrunduðu lög 30. júní 2015? Réð sannfæring ykkar því eða meðvirkni?“ Ennfremur segja þau eina forsendu lagabreytingarinnar hafa verið að hún hefði aðeins áhrif á veiðifélög. „Það er firra. Spyrjið Samtök ferðaþjónustunnar! Við hjón höfum og liðið fyrir þetta fjárhagslega og félagslega.“ Steinar kveðst hafa dreift bæklingum um málið til alþingismanna. Hann kveðst bjartsýnn á jákvæðar undirtektir. „Það hlýtur að vera tilefni til þess að ræða málin,“ segir vertinn í Fossatúni við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir, sem reka hótel á jörð sinni Fossatúni við Grímsá í Borgarfirði, segja Alþingi hafa stuðst við sjónarmið sem Hæstiréttur hafi áður hafnað er lögum um veiðifélög var breytt. Á vefsíðu sinni segja Steinar og Ingibjörg að sé sértækum hagsmunum framfylgt af „valinkunnum“ einstaklingum eða hagsmunasamtökum geti þeir farið í gegnum stjórnsýsluna og Alþingi og orðið að lögum. „Af hverju, Sigurður Ingi, útilokaðir þú sjónarmið og þekkingu okkar við vinnu lagagerðarinnar í ráðuneyti þínu þegar þú varst í raun að undirbúa lög til höfuðs okkur ábúendum í Fossatúni?“ spyrja Steinar og Ingibjörg í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannessonar, áður landbúnaðarráðherra og nú samgönguráðherra Steinar og Ingibjörg keyptu Fossatún á árinu 2001. Með fylgja veiðiréttindi í Grímsá og þar með skylduaðild að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Á vefsíðu þeirra sveitasaga.com segir að skömmu áður en þau hófu rekstur ferðaþjónustu í Fossatúni árið 2005 hafi stjórn veiðifélagsins ákveðið að leigja veiðihúsið að Fossási út sem sveitahótel utan laxveiðitímans. „Okkur ábúendum í Fossatúni þótti sérkennilegt að standa í samkeppni við veiðifélagið og svarta atvinnustarfsemi í skjóli þess,“ segir á vefsíðunni. Þau hafi leitað réttar síns og Hæstiréttur dæmt að veiðifélaginu væri óheimilt að leigja veiðihúsið út til samkeppnislegrar starfsemi utan veiðitíma án samþykkis allra félagsmanna. „Skömmu eftir dóminn gekk formaður Landssambands veiðifélaga á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fullyrti að Hæstiréttur hefði komist að rangri niðurstöðu og að það þyrfti að uppfæra lögin. Honum var falið að vinna að lagabreytingu ásamt starfsmönnum ráðuneytisins,“ rekja hjónin. Helsta stuðningsgagn lagabreytingarinnar hafi verið álitsgerð sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann og Landssamband veiðifélaga greiddi fyrir í tengslum við ágreining ábúenda Fossatúns og veiðifélagsinsSegja breytinguna andstæða stjórnarskrá „Hæstiréttur hafnaði niðurstöðu álitsgerðarinnar og því hlýtur það að teljast óeðlilegt og öfugsnúið að hún sé síðan helsta stoð Alþingis fyrir lagabreytingunni,“ segir á síðu Steinars og Ingibjargar. Komin sé ný skilgreining á hlutverki veiðifélaga. „Við bætist markmið um að taka þátt í almennum hótel- og veitingarekstri til að hámarka arðsemi. Spurning hvort hægt sé að skylda fólk til þátttöku í slíku félagi með lögum og víkja þannig til hliðar félagafrelsi stjórnarskrárinnar?“ Hjónin segjast ítrekað hafa leitað til ráðuneytisins sem vann lögin og til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og beðið um fundi. „Því miður hafa bæði ráðuneytið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sniðgengið þær óskir eða hafnað þeim,“ segja þau. Í opna bréfinu segja hjónin að lagabreytingin sé andstæð stjórnarskrá. „Eða teljið þið að hægt sé að skylda fólk til að vera í félagi sem hefur það að markmiði að standa í eignaumsýslu og hámarka arðsemi félagsmanna?“ spyrja þau ráðherrana. „Af hverju samþykktuð þið, Katrín og Bjarni, þessi illa ígrunduðu lög 30. júní 2015? Réð sannfæring ykkar því eða meðvirkni?“ Ennfremur segja þau eina forsendu lagabreytingarinnar hafa verið að hún hefði aðeins áhrif á veiðifélög. „Það er firra. Spyrjið Samtök ferðaþjónustunnar! Við hjón höfum og liðið fyrir þetta fjárhagslega og félagslega.“ Steinar kveðst hafa dreift bæklingum um málið til alþingismanna. Hann kveðst bjartsýnn á jákvæðar undirtektir. „Það hlýtur að vera tilefni til þess að ræða málin,“ segir vertinn í Fossatúni við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira