Marta tekur við Leikfélagi Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2018 13:16 Marta Nordal er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Mörtu Nordal í starf leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. Marta snýr því aftur í Samkomuhúsið, en hún lék fyrir LA á árum áður. Auk þess hefur hún verið leikkona hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, en undanfarin ár hefur hún alfarið einbeitt sér að leikstjórn. Árið 2010 stofnaði Marta, ásamt Eddu Björgu Eyjólfsdóttur, leikhópinn Aldrei óstelandi og hefur hópurinn framleitt fimm sýningar sem hafa vakið mikla athygli; Fjalla-Eyvind, Sjöundá, Lúkas, Ofsa og Natan. Auk þess hefur Marta leikstýrt fjölda verka fyrir útvarp. Um þessar mundir leikstýrir hún söngleiknum Rocky Horror sem verður frumsýndur síðar í mánuðinum í Borgarleikhúsinu. Marta er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í leiklist frá The Bristol Old Vic Theatre School. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa innan sviðslista, en m.a. sat hún um langt skeið í stjórn Leikfélags Reykjavíkur og í stjórn Íslenska dansflokksins, auk þess sem hún var forseti Sviðslistasambands Íslands 2013-2017. „Marta kemur til Menningarfélags Akureyrar á spennandi tímapunkti, en fyrir helgi var skrifað undir nýjan samning Akureyrarbæjar og MAk um stuðning sveitarfélagsins við starfsemi félagsins næstu þrjú árin,“ segir í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar. Vistaskipti Tengdar fréttir Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25 Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Mörtu Nordal í starf leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. Marta snýr því aftur í Samkomuhúsið, en hún lék fyrir LA á árum áður. Auk þess hefur hún verið leikkona hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, en undanfarin ár hefur hún alfarið einbeitt sér að leikstjórn. Árið 2010 stofnaði Marta, ásamt Eddu Björgu Eyjólfsdóttur, leikhópinn Aldrei óstelandi og hefur hópurinn framleitt fimm sýningar sem hafa vakið mikla athygli; Fjalla-Eyvind, Sjöundá, Lúkas, Ofsa og Natan. Auk þess hefur Marta leikstýrt fjölda verka fyrir útvarp. Um þessar mundir leikstýrir hún söngleiknum Rocky Horror sem verður frumsýndur síðar í mánuðinum í Borgarleikhúsinu. Marta er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í leiklist frá The Bristol Old Vic Theatre School. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa innan sviðslista, en m.a. sat hún um langt skeið í stjórn Leikfélags Reykjavíkur og í stjórn Íslenska dansflokksins, auk þess sem hún var forseti Sviðslistasambands Íslands 2013-2017. „Marta kemur til Menningarfélags Akureyrar á spennandi tímapunkti, en fyrir helgi var skrifað undir nýjan samning Akureyrarbæjar og MAk um stuðning sveitarfélagsins við starfsemi félagsins næstu þrjú árin,“ segir í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar.
Vistaskipti Tengdar fréttir Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25 Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25
Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55