Minister Magnús Guðmundsson skrifar 7. mars 2018 07:00 „Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skilaboð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmálaráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttaróvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valdamestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skilaboð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmálaráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttaróvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valdamestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein.
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar