Stóra leyndarmál Rússa á ÓL 2018 er nú komið fram í dagsljósið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 11:00 Rússarnir Evgenia Medvedeva og Alina Zagitova með verðlaun sín og með nú "fræga“ trefilinn um hálsinn. Vísir/Getty Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar. Rússar þurftu nefnilega að taka út refsingu vegna víðtækar og skipulagðar lyfjamisnotkunnar innan rússneska sambandsins sem náði hámarki í tengslum við vetrarólympíuleikanna í Sotsjí 2014. Rússneski fáninn var bannaður á leikunum og rússneska íþróttafólkið mátti ekki koma með hann inn á setningar- eða lokahátíðina eða vera merkt honum á einhvern hátt. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að rússneska íþróttafólkið hefur sitt þjóðarstolt og verðlaunahafar Rússa fengu góðar móttökur þegar þeir koma til baka til Rússlands. Í flugferðinni heim til Rússlands kom líka annað í ljós. Rússneski hátíðargallinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang var ekki alveg allur þar sem hann er séður. Rússarnir földu nefnilega rússneska fánann á bak við stóra trefilinn sem var fastur við úlpuna. Rússneski skautdansarinn Evgenia Medvedeva sagði aðdáendum sínum og heiminum frá þessu á Instagram en myndbandið tók hún upp í fluginu á leiðinni heim til Rússlands. Секрет странного, белого шарфа раскрыт!! A post shared by Evgenia Medvedevа (@jmedvedevaj) on Mar 3, 2018 at 3:51am PST „Núna vita allir leyndamálið,“ sagði Evgenia Medvedeva í færslu sinni á Instagram. „Nú þegar við erum á leiðinni heim þá getum við sýnt ykkur þetta. Okkur hafði lengi dreymt um að gera þetta. Nú vita allir leyndamál hvíta tefilsins. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ skrifaði Evgenia Medvedeva. Hún sagði á sínum tíma á leikunum sjálfum að þetta skipti ekki máli því allir vissu hvaðan hún kemur. Evgenia Medvedeva vann silfur í listdansi kvenna en landa hennar Alina Zagitova tók gullið. Þetta var eina greinin á leikunum þar sem Rússar unnu tvöfalt. Þær unnu líka silfur saman í liðakeppnini og komu því með tvenn verðlaun heim til Rússlands.Evgenia Medvedeva.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira
Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar. Rússar þurftu nefnilega að taka út refsingu vegna víðtækar og skipulagðar lyfjamisnotkunnar innan rússneska sambandsins sem náði hámarki í tengslum við vetrarólympíuleikanna í Sotsjí 2014. Rússneski fáninn var bannaður á leikunum og rússneska íþróttafólkið mátti ekki koma með hann inn á setningar- eða lokahátíðina eða vera merkt honum á einhvern hátt. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að rússneska íþróttafólkið hefur sitt þjóðarstolt og verðlaunahafar Rússa fengu góðar móttökur þegar þeir koma til baka til Rússlands. Í flugferðinni heim til Rússlands kom líka annað í ljós. Rússneski hátíðargallinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang var ekki alveg allur þar sem hann er séður. Rússarnir földu nefnilega rússneska fánann á bak við stóra trefilinn sem var fastur við úlpuna. Rússneski skautdansarinn Evgenia Medvedeva sagði aðdáendum sínum og heiminum frá þessu á Instagram en myndbandið tók hún upp í fluginu á leiðinni heim til Rússlands. Секрет странного, белого шарфа раскрыт!! A post shared by Evgenia Medvedevа (@jmedvedevaj) on Mar 3, 2018 at 3:51am PST „Núna vita allir leyndamálið,“ sagði Evgenia Medvedeva í færslu sinni á Instagram. „Nú þegar við erum á leiðinni heim þá getum við sýnt ykkur þetta. Okkur hafði lengi dreymt um að gera þetta. Nú vita allir leyndamál hvíta tefilsins. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ skrifaði Evgenia Medvedeva. Hún sagði á sínum tíma á leikunum sjálfum að þetta skipti ekki máli því allir vissu hvaðan hún kemur. Evgenia Medvedeva vann silfur í listdansi kvenna en landa hennar Alina Zagitova tók gullið. Þetta var eina greinin á leikunum þar sem Rússar unnu tvöfalt. Þær unnu líka silfur saman í liðakeppnini og komu því með tvenn verðlaun heim til Rússlands.Evgenia Medvedeva.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira