Sjúklingar flýja biðlista Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. mars 2018 08:00 Sjúklingum sem flýja biðlista fer fjölgandi milli ára. NordicPhotos/GettyImages Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerðirnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunarmörk um hvenær dráttur er óhóflegur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjátíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar„Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta biðlista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að framkvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkrahús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í samræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerðirnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunarmörk um hvenær dráttur er óhóflegur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjátíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar„Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta biðlista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að framkvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkrahús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í samræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira