Elstu tré Hafnarfjarðar felld til að bjarga Siggubæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Lerkitrjánum við suðurgafl Siggubæjar mun hafa verið plantað árið 1926. Hafnarfjarðarbær „Þetta er eiginlega spurning um hvort það sé hægt að viðhalda húsinu eða hvort trén eigi að fá að vera,“ segir Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, um tvö af elstu trjám bæjarins sem til stendur að fella. Um er að ræða tvö lerkitré sem standa við suðurgafl Siggubæjar, eins elsta húss Hafnarfjarðar, sem heyrir undir byggðasafn bæjarins. Í greinargerð garðyrkjustjóra segir að lerkið hafi „í áratugi verið hægt og bítandi að berja húsið og þá þakkantinn“ þannig að verulega sjái á. „Til að hægt sé að lagfæra bæinn neyðumst við til að fjarlægja trén.“ Upphaflega vildi Steinar að trjánum yrði hlíft. „Er algerlega á móti því að fella þau,“ sagði hann í tölvupósti er bæjarskrifstofurnar inntu hann álits á málinu. Benti hann á að trén væru með þeim elstu sem vitað sé um í Hafnarfirði. Á lóðinni sé jafnframt heggur sem sé elsta tré bæjarins svo vitað sé. Heggurinn sé væntanlega rótarskot frá tré sem plantað hafi verið árið 1913. „Það ætti í raun að friða þessi tré!“ lagði Steinar áherslu á. Nú segist Steinar hafa kynnt sér málið nánar. „Ég sagði að mér fyndist sögunnar vegna að það ætti að friða þau en nú er ég búinn að skoða aðstæður betur,“ segir Steinar og bendir á að lerkitrén hafi á sínum tíma verið sett alveg upp við suðurgafl hússins, sennilega til að tryggja þeim skjól. Að auki sé klöpp undir þeim og því séu þau fremur lítil. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Þetta er eiginlega spurning um hvort það sé hægt að viðhalda húsinu eða hvort trén eigi að fá að vera,“ segir Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, um tvö af elstu trjám bæjarins sem til stendur að fella. Um er að ræða tvö lerkitré sem standa við suðurgafl Siggubæjar, eins elsta húss Hafnarfjarðar, sem heyrir undir byggðasafn bæjarins. Í greinargerð garðyrkjustjóra segir að lerkið hafi „í áratugi verið hægt og bítandi að berja húsið og þá þakkantinn“ þannig að verulega sjái á. „Til að hægt sé að lagfæra bæinn neyðumst við til að fjarlægja trén.“ Upphaflega vildi Steinar að trjánum yrði hlíft. „Er algerlega á móti því að fella þau,“ sagði hann í tölvupósti er bæjarskrifstofurnar inntu hann álits á málinu. Benti hann á að trén væru með þeim elstu sem vitað sé um í Hafnarfirði. Á lóðinni sé jafnframt heggur sem sé elsta tré bæjarins svo vitað sé. Heggurinn sé væntanlega rótarskot frá tré sem plantað hafi verið árið 1913. „Það ætti í raun að friða þessi tré!“ lagði Steinar áherslu á. Nú segist Steinar hafa kynnt sér málið nánar. „Ég sagði að mér fyndist sögunnar vegna að það ætti að friða þau en nú er ég búinn að skoða aðstæður betur,“ segir Steinar og bendir á að lerkitrén hafi á sínum tíma verið sett alveg upp við suðurgafl hússins, sennilega til að tryggja þeim skjól. Að auki sé klöpp undir þeim og því séu þau fremur lítil.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira