Mengun frá skógareldum í Norður-Ameríku jafnaðist á við eldgos Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2018 15:39 Reykurinn frá eldunum í Kaliforníu í desember blöstu við úr geimnum eins og sést á þessari mynd Sentinel-2-gervitunglsins. Litir hafa verið ýktir á myndinni. Vísir/AFP Eldarnir sem brunnu í skógum Norður-Ameríku í fyrra voru svo umfangsmiklir að þeir höfðu áhrif á heiðhvolfið á öllu norðurhveli jarðar. Vísindamenn sem rannsökuðu eldanna segja að mengunin frá eldunum hafi jafnast á við eldgos. Tugir þúsunda ferkílómetra skóga brunnu á skógareldatímabilinu í Norður-Ameríku á síðasta ári og ollu þeir mannskaða og verulegu eignatjóni. Þeir brunnu meðal annars í Kaliforníu, Oregon og Montana í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters loguðu eldarnir svo glatt að reykurinn barst alla leið upp í heiðhvolfið. Í heiðhvolfinu barst reykurinn hringinn í kringum norðurhvelið á um tveimur vikum. Agnir úr honum mældust í heiðhvolfinu í fleiri mánuði, að því er segir í grein á vefsíðu Jarðfræðisambands Bandaríkjanna (AGU). „Þessi viðburður var svo stór og eldarnir voru svo öflugir að þeir dældu ekki aðeins efni upp í heiðhvolfið heldur dældu þeir svo miklu af því að heiðhvolfið mengaðist yfir allt jarðarhvelið. Áhrif jöfnuðust virkilega á við hóflega stórt eldgos,“ segir Sergei Khaykin, loftslagsvísindamaður við Háskólanum í Versölum í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar.Ná yfirleitt ekki alla leið upp í heiðhvolfiðLíkt og í eldgosum berast rykagnir frá skógareldum út í andrúmsloftið. Í eldgosum geta rykagnir hátt í lofthjúpnum endurvarpaði sólarljósi og valdið kólnun við yfirborð jarðar tímabundið. Eldarnir eru hins vegar sjaldnast nógu öflugir til þess að agnirnar berist alla leið upp í heiðhvolfið, hluta lofthjúps jarðar sem nær frá um tíu kílómetra hæð yfir yfirborðinu upp í um fimmtíu kílómetra hæð. Því hafa skógareldar yfirleitt ekki eins mikil áhrif á staðbundið loftslag og eldgos. Skógareldatímabilið í Norður-Ameríku hefur verið að lengjast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar nú gætu þýtt að vísindamenn þurfi að taka meira tillit til áhrifa mengunar frá skógareldum á loftslag jarðar eftir því sem þeir verða tíðari og skæðari. Kanada Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Eldarnir sem brunnu í skógum Norður-Ameríku í fyrra voru svo umfangsmiklir að þeir höfðu áhrif á heiðhvolfið á öllu norðurhveli jarðar. Vísindamenn sem rannsökuðu eldanna segja að mengunin frá eldunum hafi jafnast á við eldgos. Tugir þúsunda ferkílómetra skóga brunnu á skógareldatímabilinu í Norður-Ameríku á síðasta ári og ollu þeir mannskaða og verulegu eignatjóni. Þeir brunnu meðal annars í Kaliforníu, Oregon og Montana í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters loguðu eldarnir svo glatt að reykurinn barst alla leið upp í heiðhvolfið. Í heiðhvolfinu barst reykurinn hringinn í kringum norðurhvelið á um tveimur vikum. Agnir úr honum mældust í heiðhvolfinu í fleiri mánuði, að því er segir í grein á vefsíðu Jarðfræðisambands Bandaríkjanna (AGU). „Þessi viðburður var svo stór og eldarnir voru svo öflugir að þeir dældu ekki aðeins efni upp í heiðhvolfið heldur dældu þeir svo miklu af því að heiðhvolfið mengaðist yfir allt jarðarhvelið. Áhrif jöfnuðust virkilega á við hóflega stórt eldgos,“ segir Sergei Khaykin, loftslagsvísindamaður við Háskólanum í Versölum í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar.Ná yfirleitt ekki alla leið upp í heiðhvolfiðLíkt og í eldgosum berast rykagnir frá skógareldum út í andrúmsloftið. Í eldgosum geta rykagnir hátt í lofthjúpnum endurvarpaði sólarljósi og valdið kólnun við yfirborð jarðar tímabundið. Eldarnir eru hins vegar sjaldnast nógu öflugir til þess að agnirnar berist alla leið upp í heiðhvolfið, hluta lofthjúps jarðar sem nær frá um tíu kílómetra hæð yfir yfirborðinu upp í um fimmtíu kílómetra hæð. Því hafa skógareldar yfirleitt ekki eins mikil áhrif á staðbundið loftslag og eldgos. Skógareldatímabilið í Norður-Ameríku hefur verið að lengjast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar nú gætu þýtt að vísindamenn þurfi að taka meira tillit til áhrifa mengunar frá skógareldum á loftslag jarðar eftir því sem þeir verða tíðari og skæðari.
Kanada Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32
Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25