Aftur í vagninn! Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Þegar ég var að alast upp í Vogahverfinu í Reykjavík á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar tókum við flestöll strætó til að fara á milli borgarhluta. Við sátum hvert með öðru, krakkar og forstjórar, fiskverkafólk og erindrekar, skósmiðir og fulltrúar, húsmæður og tannlæknar – og borgarfulltrúar: Kristján Benediktsson sá góði fulltrúi Framsóknarflokksins var alltaf í Vogavagninum á morgnana. Í strætó var maður innan um fólk, maður sá fólk, fékk tilfinningu fyrir öðru fólki og sjálfum sér í samhengi við það. Reglulega vorum við beðin af vagnstjóra að gjörasvovelog færa okkur aftar í vagninn, svo að fleiri kæmust fyrir. Það efldi félagsandann og tillitssemina og tilfinninguna fyrir því að búa í borg með öðru fólki. Frá þessum árum hefur höfuðborgarsvæðið færst fjær því að standa undir nafni sem borg, hvað varðar þjónustu og mannlíf í hverfunum, sem eru mörg bara samsafn af svefnherbergjum. Almenningssamgöngur sem hafa um árabil mátt þoka fyrir sífellt aukinni notkun einkabíla, en eins og kunnugt er líta margir Íslendingar á bíla sem nokkurs konar úlpu, skrifstofu á hjólum eða vélknúinn hest sem rati sjálfur meðan bílstjórinn er í símanum, og telja það til marks um meiriháttar ósigur í lífinu að þurfa að deila rými með öðru fólki meðan farið er milli bæjarhluta. Nú stendur til að gera stórátak í almenningssamgöngum með svokallaðri Borgarlínu, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um að byggja upp með atbeina ríkisins. Takist þetta átak er þess jafnvel að vænta að almenningssamgöngur komist í svipað horf og var á uppvaxtarárum mínum. Það er verðugt markmið. Samt virðast sumir frambjóðendur ætla að bjóða fram undir kjörorðinu: Enginn í strætó! Við þurfum öll að færa okkur aftar í vagninn ef við eigum að komast hér öll fyrir. Það er óskiljanlegt að á því herrans ári 2018, sé deilt um það hvort raunhæfar og áreiðanlegar almenningssamgöngur – eins og tíðkast um allan heim – skuli vera hluti grunnþjónustu sveitarfélaganna.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var að alast upp í Vogahverfinu í Reykjavík á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar tókum við flestöll strætó til að fara á milli borgarhluta. Við sátum hvert með öðru, krakkar og forstjórar, fiskverkafólk og erindrekar, skósmiðir og fulltrúar, húsmæður og tannlæknar – og borgarfulltrúar: Kristján Benediktsson sá góði fulltrúi Framsóknarflokksins var alltaf í Vogavagninum á morgnana. Í strætó var maður innan um fólk, maður sá fólk, fékk tilfinningu fyrir öðru fólki og sjálfum sér í samhengi við það. Reglulega vorum við beðin af vagnstjóra að gjörasvovelog færa okkur aftar í vagninn, svo að fleiri kæmust fyrir. Það efldi félagsandann og tillitssemina og tilfinninguna fyrir því að búa í borg með öðru fólki. Frá þessum árum hefur höfuðborgarsvæðið færst fjær því að standa undir nafni sem borg, hvað varðar þjónustu og mannlíf í hverfunum, sem eru mörg bara samsafn af svefnherbergjum. Almenningssamgöngur sem hafa um árabil mátt þoka fyrir sífellt aukinni notkun einkabíla, en eins og kunnugt er líta margir Íslendingar á bíla sem nokkurs konar úlpu, skrifstofu á hjólum eða vélknúinn hest sem rati sjálfur meðan bílstjórinn er í símanum, og telja það til marks um meiriháttar ósigur í lífinu að þurfa að deila rými með öðru fólki meðan farið er milli bæjarhluta. Nú stendur til að gera stórátak í almenningssamgöngum með svokallaðri Borgarlínu, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um að byggja upp með atbeina ríkisins. Takist þetta átak er þess jafnvel að vænta að almenningssamgöngur komist í svipað horf og var á uppvaxtarárum mínum. Það er verðugt markmið. Samt virðast sumir frambjóðendur ætla að bjóða fram undir kjörorðinu: Enginn í strætó! Við þurfum öll að færa okkur aftar í vagninn ef við eigum að komast hér öll fyrir. Það er óskiljanlegt að á því herrans ári 2018, sé deilt um það hvort raunhæfar og áreiðanlegar almenningssamgöngur – eins og tíðkast um allan heim – skuli vera hluti grunnþjónustu sveitarfélaganna.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun