Hinrik prins kvaddur með látlausri athöfn Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 12:56 Útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar fór fram frá Hallarkirkjunni við Cristiansborgarhöll í morgun að viðstöddum nánustu ættingjum, vinum og samstarfsfólki. Að ósk Hinriks var útförin látlaus. Útförin hófst klukkan ellefu að að dönskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum tíma með því að klukkum í öllum kirkjum í Danmörku var hringt. Sextíu manns voru gestir við útförina að konungsfjölskyldunni meðtalinni, Margréti Þórhildi drottningu, Friðriki krónprins og Maríu krónprinsessu, Jóakim Prins og eiginkonu hans Maríu prinsessu ásamt börnum þeirra. Vísir/EPA Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims var einnig við útförina. Þá voru systur drottningar og Kostatín konungur Grikklands við athöfnina ásamt níu manns út fjölskyldu Hinriks í Frakklandi, þeirra á meðal systur hans og bræður. Fyrir hönd stjórnvalda voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Þá vakti athygli að þjónustufólk Hinriks var meðal gesta, meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörutíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Vísir/EPA Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu og haldið í franskar hefðir og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hann hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð og gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur „Hinrik naut þess að deila list sinni með drottningunni og síðar með almenningi. En þau þýddu síðan saman skáldsögu Simone De Beauvoir, Allir menn eru dauðlegir,“ sagði Sr. Svendsen. Vísir/EPA Drengjakór Kaupmannahafnar söng m.a. við athöfnina en prinsinn var verndari kórsins í 45 ár. Liðsmenn í lífvarðarsveit drottningar báru kistu Hinriks úr kirkju en lík hans verður brennt. Helmingi öskunnar verður dreift í hafið við strendur Danmerkur en hinn helmingurinn jarðsettur í einkagrafreit konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Fulltrúar út öllum deildum danska hersins stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna en prinsinn var bæði generáll og aðmíráll í danska hernum. Danska ríkissjónvarpið var með beina útsendingu frá útförinni nema frá síðustu mínútum hennar þar sem fjölskyldan fékk að kveðja prinsinn í friði fyrir myndavélum. Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15 Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar fór fram frá Hallarkirkjunni við Cristiansborgarhöll í morgun að viðstöddum nánustu ættingjum, vinum og samstarfsfólki. Að ósk Hinriks var útförin látlaus. Útförin hófst klukkan ellefu að að dönskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum tíma með því að klukkum í öllum kirkjum í Danmörku var hringt. Sextíu manns voru gestir við útförina að konungsfjölskyldunni meðtalinni, Margréti Þórhildi drottningu, Friðriki krónprins og Maríu krónprinsessu, Jóakim Prins og eiginkonu hans Maríu prinsessu ásamt börnum þeirra. Vísir/EPA Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims var einnig við útförina. Þá voru systur drottningar og Kostatín konungur Grikklands við athöfnina ásamt níu manns út fjölskyldu Hinriks í Frakklandi, þeirra á meðal systur hans og bræður. Fyrir hönd stjórnvalda voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Þá vakti athygli að þjónustufólk Hinriks var meðal gesta, meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörutíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Vísir/EPA Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu og haldið í franskar hefðir og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hann hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð og gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur „Hinrik naut þess að deila list sinni með drottningunni og síðar með almenningi. En þau þýddu síðan saman skáldsögu Simone De Beauvoir, Allir menn eru dauðlegir,“ sagði Sr. Svendsen. Vísir/EPA Drengjakór Kaupmannahafnar söng m.a. við athöfnina en prinsinn var verndari kórsins í 45 ár. Liðsmenn í lífvarðarsveit drottningar báru kistu Hinriks úr kirkju en lík hans verður brennt. Helmingi öskunnar verður dreift í hafið við strendur Danmerkur en hinn helmingurinn jarðsettur í einkagrafreit konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Fulltrúar út öllum deildum danska hersins stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna en prinsinn var bæði generáll og aðmíráll í danska hernum. Danska ríkissjónvarpið var með beina útsendingu frá útförinni nema frá síðustu mínútum hennar þar sem fjölskyldan fékk að kveðja prinsinn í friði fyrir myndavélum.
Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15 Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15
Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“