Hinrik prins kvaddur með látlausri athöfn Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 12:56 Útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar fór fram frá Hallarkirkjunni við Cristiansborgarhöll í morgun að viðstöddum nánustu ættingjum, vinum og samstarfsfólki. Að ósk Hinriks var útförin látlaus. Útförin hófst klukkan ellefu að að dönskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum tíma með því að klukkum í öllum kirkjum í Danmörku var hringt. Sextíu manns voru gestir við útförina að konungsfjölskyldunni meðtalinni, Margréti Þórhildi drottningu, Friðriki krónprins og Maríu krónprinsessu, Jóakim Prins og eiginkonu hans Maríu prinsessu ásamt börnum þeirra. Vísir/EPA Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims var einnig við útförina. Þá voru systur drottningar og Kostatín konungur Grikklands við athöfnina ásamt níu manns út fjölskyldu Hinriks í Frakklandi, þeirra á meðal systur hans og bræður. Fyrir hönd stjórnvalda voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Þá vakti athygli að þjónustufólk Hinriks var meðal gesta, meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörutíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Vísir/EPA Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu og haldið í franskar hefðir og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hann hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð og gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur „Hinrik naut þess að deila list sinni með drottningunni og síðar með almenningi. En þau þýddu síðan saman skáldsögu Simone De Beauvoir, Allir menn eru dauðlegir,“ sagði Sr. Svendsen. Vísir/EPA Drengjakór Kaupmannahafnar söng m.a. við athöfnina en prinsinn var verndari kórsins í 45 ár. Liðsmenn í lífvarðarsveit drottningar báru kistu Hinriks úr kirkju en lík hans verður brennt. Helmingi öskunnar verður dreift í hafið við strendur Danmerkur en hinn helmingurinn jarðsettur í einkagrafreit konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Fulltrúar út öllum deildum danska hersins stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna en prinsinn var bæði generáll og aðmíráll í danska hernum. Danska ríkissjónvarpið var með beina útsendingu frá útförinni nema frá síðustu mínútum hennar þar sem fjölskyldan fékk að kveðja prinsinn í friði fyrir myndavélum. Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15 Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar fór fram frá Hallarkirkjunni við Cristiansborgarhöll í morgun að viðstöddum nánustu ættingjum, vinum og samstarfsfólki. Að ósk Hinriks var útförin látlaus. Útförin hófst klukkan ellefu að að dönskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum tíma með því að klukkum í öllum kirkjum í Danmörku var hringt. Sextíu manns voru gestir við útförina að konungsfjölskyldunni meðtalinni, Margréti Þórhildi drottningu, Friðriki krónprins og Maríu krónprinsessu, Jóakim Prins og eiginkonu hans Maríu prinsessu ásamt börnum þeirra. Vísir/EPA Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims var einnig við útförina. Þá voru systur drottningar og Kostatín konungur Grikklands við athöfnina ásamt níu manns út fjölskyldu Hinriks í Frakklandi, þeirra á meðal systur hans og bræður. Fyrir hönd stjórnvalda voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Þá vakti athygli að þjónustufólk Hinriks var meðal gesta, meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörutíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Vísir/EPA Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu og haldið í franskar hefðir og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hann hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð og gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur „Hinrik naut þess að deila list sinni með drottningunni og síðar með almenningi. En þau þýddu síðan saman skáldsögu Simone De Beauvoir, Allir menn eru dauðlegir,“ sagði Sr. Svendsen. Vísir/EPA Drengjakór Kaupmannahafnar söng m.a. við athöfnina en prinsinn var verndari kórsins í 45 ár. Liðsmenn í lífvarðarsveit drottningar báru kistu Hinriks úr kirkju en lík hans verður brennt. Helmingi öskunnar verður dreift í hafið við strendur Danmerkur en hinn helmingurinn jarðsettur í einkagrafreit konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Fulltrúar út öllum deildum danska hersins stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna en prinsinn var bæði generáll og aðmíráll í danska hernum. Danska ríkissjónvarpið var með beina útsendingu frá útförinni nema frá síðustu mínútum hennar þar sem fjölskyldan fékk að kveðja prinsinn í friði fyrir myndavélum.
Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15 Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. 14. febrúar 2018 20:15
Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. 15. febrúar 2018 13:47
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10