Bollywood-ofurstjarnan Sridevi látin Þórdís Valsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 09:40 Sridevi átti glæstan leiklistarferil að baki. Hún lést 54 ára gömul. Vísir/getty Indverska Bollywood-ofurstjarnan Sridevi Kapoor lést í gærkvöldi af völdum hjartaáfalls. Stjarnan, sem er betur þekkt sem Sridevi, var 54 ára gömul þegar hún lést. BBC greindi frá andláti hennar. Hún var stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar hún lést þar sem hún var viðstödd brúðkaup frænda síns. Sridevi hóf leiklistarferil sinn einungis fjögurra ára gömul og á ferli sínum lék hún í fleiri en 150 Bollywood-myndum, á fimm indverskum tungumálum. Hún var sögð vera ein af örfáum kvenkyns bollywood-stjörnum sem gátu tryggt velgengni Bollywood-mynda án þess að karlkyns söguhetja kæmi við sögu. Hér fyrir neðan má sjá líflegt atriði úr myndinni Banjaran frá árinu 1991 þar sem Sridevi fer með aðalhlutverk.Eftir að fregnir bárust af andláti Sridevi hafa fjöldi fólks komið saman fyrir utan heimili hennar í Mumbai og þá hafa stjórnmálamenn ásamt Bollywood-stjörnum tjáð sig um dauða hennar. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, tjáði sig um andlát Sridevi á Twitter-síðu sinni og sagði að hann „harmaði ótímabæran dauða hinnar annáluðu Sridevi“. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hefur einnig tjáð sig um andlát Sridevi á Twitter, en hann hitti ofurstjörnuna á Indlandi nýverið. „Það er sorglegt að heyra af andláti þessarar ofboðslega hæfileikaríku leikkonu, skemmtikrafts og framleiðanda,“ sagði Khan á Twitter-síðu sinni.Saddened by the untimely demise of noted actor Sridevi. She was a veteran of the film industry, whose long career included diverse roles and memorable performances. My thoughts are with her family and admirers in this hour of grief. May her soul rest in peace: PM @narendramodi— PMO India (@PMOIndia) February 25, 2018 Andlát Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Indverska Bollywood-ofurstjarnan Sridevi Kapoor lést í gærkvöldi af völdum hjartaáfalls. Stjarnan, sem er betur þekkt sem Sridevi, var 54 ára gömul þegar hún lést. BBC greindi frá andláti hennar. Hún var stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar hún lést þar sem hún var viðstödd brúðkaup frænda síns. Sridevi hóf leiklistarferil sinn einungis fjögurra ára gömul og á ferli sínum lék hún í fleiri en 150 Bollywood-myndum, á fimm indverskum tungumálum. Hún var sögð vera ein af örfáum kvenkyns bollywood-stjörnum sem gátu tryggt velgengni Bollywood-mynda án þess að karlkyns söguhetja kæmi við sögu. Hér fyrir neðan má sjá líflegt atriði úr myndinni Banjaran frá árinu 1991 þar sem Sridevi fer með aðalhlutverk.Eftir að fregnir bárust af andláti Sridevi hafa fjöldi fólks komið saman fyrir utan heimili hennar í Mumbai og þá hafa stjórnmálamenn ásamt Bollywood-stjörnum tjáð sig um dauða hennar. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, tjáði sig um andlát Sridevi á Twitter-síðu sinni og sagði að hann „harmaði ótímabæran dauða hinnar annáluðu Sridevi“. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hefur einnig tjáð sig um andlát Sridevi á Twitter, en hann hitti ofurstjörnuna á Indlandi nýverið. „Það er sorglegt að heyra af andláti þessarar ofboðslega hæfileikaríku leikkonu, skemmtikrafts og framleiðanda,“ sagði Khan á Twitter-síðu sinni.Saddened by the untimely demise of noted actor Sridevi. She was a veteran of the film industry, whose long career included diverse roles and memorable performances. My thoughts are with her family and admirers in this hour of grief. May her soul rest in peace: PM @narendramodi— PMO India (@PMOIndia) February 25, 2018
Andlát Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira