Sigmundur segir verðandi þjóðarsjúkrahús frægast af mygluhúsum Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 10:26 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fer yfir sýnMiðflokksins á byggingu nýs Landspítala. Sigmundur stillir málinu upp í tvo valkosti, annars vegar valkost A og hins vegar kost M. Valkostur A er hreint ekki góður að mati Sigmundar, en í honum felst að halda sig við gamlar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem þarf að flytja mikið af jarðefnum um Hringbraut þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Hann segir að ef valkostur A yrði fyrir valinu þyrfti að reyna að samþætta fjölda gamalla bygginga, skafa úr þeim myglu og treysta á að aðeins fjórðungur starfsfólks og sjúklinga spítalans komi þangað á bílum. Svo er það valkostur M, sem er stefna Miðflokksins, að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað á skemmri tíma en það tekur að byggja nýjan spítala við Hringbraut. „Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænum,“ skrifar Sigmundur.„Ævintýralega órökrétt“ Hann segir að valið virðist auðvelt en kerfið haldi áfram að vinna að valkosti A. „Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt,“ skrifar Sigmundur.Flestir yfirgefa myglu, nema Landspítalinn Hann bendir á að nú sé til skoðunar að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli hafi verið skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust og nú eigi að rífa hann. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð og húsið standi nú autt og bíði örlaga sinna. Húsnæði Tryggingastofnunar var nýverið yfirgefið vegna gruns um myglu og ráðuneyti heilbrigðismála starfi nú í bráðabirgðahúsnæði vegna myglu. „En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands,“ skrifar Sigmundur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00 Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fer yfir sýnMiðflokksins á byggingu nýs Landspítala. Sigmundur stillir málinu upp í tvo valkosti, annars vegar valkost A og hins vegar kost M. Valkostur A er hreint ekki góður að mati Sigmundar, en í honum felst að halda sig við gamlar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem þarf að flytja mikið af jarðefnum um Hringbraut þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Hann segir að ef valkostur A yrði fyrir valinu þyrfti að reyna að samþætta fjölda gamalla bygginga, skafa úr þeim myglu og treysta á að aðeins fjórðungur starfsfólks og sjúklinga spítalans komi þangað á bílum. Svo er það valkostur M, sem er stefna Miðflokksins, að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað á skemmri tíma en það tekur að byggja nýjan spítala við Hringbraut. „Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænum,“ skrifar Sigmundur.„Ævintýralega órökrétt“ Hann segir að valið virðist auðvelt en kerfið haldi áfram að vinna að valkosti A. „Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt,“ skrifar Sigmundur.Flestir yfirgefa myglu, nema Landspítalinn Hann bendir á að nú sé til skoðunar að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli hafi verið skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust og nú eigi að rífa hann. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð og húsið standi nú autt og bíði örlaga sinna. Húsnæði Tryggingastofnunar var nýverið yfirgefið vegna gruns um myglu og ráðuneyti heilbrigðismála starfi nú í bráðabirgðahúsnæði vegna myglu. „En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands,“ skrifar Sigmundur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00 Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00
Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11