Tók vitlausa beygju og missti af verðlaunum á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 13:00 Teresa Stadlober er hér á undan Marit Björgen. Vísir/Getty Austurríska skíðagöngukonan Teresa Stadlober var í fínni stöðu í 30 kílómetra göngunni á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu en þetta var síðasta grein leikanna. Gangan byrjaði mjög vel hjá Teresu og hún hélt í við hina mögnuðu norsku skíðagöngukonu Marit Björgen í upphafi. Stadlober var í öðru sæti í göngunni en varð þá á þau mistök að taka vitlausa beygju. Hún þurfti að ganga lengra en keppinautarnir og endaði að lokum níunda.Blackout kostet #Stadlober Medaille – 30-km-Gold an #Björgen! #Olympics#PyeongChang2018https://t.co/1KlcQxIMcr — Sky Sport Austria (@SkySportAustria) February 25, 2018 Það má segja að þessi vitlausa beygja hafi kostað hana verðlaunasæti en verðlaunin tóku Marit Björgen frá Noregi (gull), Krista Pärmäkoski frá Finnlandi (silfur) og Stina Nilsson frá Svíþjóð (brons). „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég tók vitlausa beyju og fór hluta leiðarinnar tvisvar. Í seinna skiptið var ég orðin alveg rugluð. Ég sá bara svart,“ sagði Teresa Stadlober vandræðaleg í viðtali við Associated Press. Teresa Stadlober hafði þegar klárað 23 kílómetra af kílómetrunum 30 þegar hún fór útaf brautinni og silfurverðlaunin voru því í sjónmáli.Co-Kommentator sein, wenn die Tochter eine #Olympia-Medaille vergeigt... Genau das widerfährt bei ORF Alois #Stadlober. #srfpyeongchanghttps://t.co/QCpTRJSau1pic.twitter.com/5fceqFuyW7 — SRF Sport (@srfsport) February 25, 2018 „Ég er bara mjög leið og vonsvikin að þetta hafi gerst því ég fann mig mjög vel. Formið mitt var gott og ég vissi að ég ætti fína möguleika. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að berjast um verðlaun,“ sagði Teresa Stadlober en faðir hennar gat lítið annað en faðmað hana þegar hún kom í mark. „Ég bara grét. Hann sagði bara: Þetta var ekki þinn dagur en þú verður að þekkja keppnisbrautina ef þú ætlar að vinna verðlaun,“ sagði Stadlober.Ein og yfirgefin.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Austurríska skíðagöngukonan Teresa Stadlober var í fínni stöðu í 30 kílómetra göngunni á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu en þetta var síðasta grein leikanna. Gangan byrjaði mjög vel hjá Teresu og hún hélt í við hina mögnuðu norsku skíðagöngukonu Marit Björgen í upphafi. Stadlober var í öðru sæti í göngunni en varð þá á þau mistök að taka vitlausa beygju. Hún þurfti að ganga lengra en keppinautarnir og endaði að lokum níunda.Blackout kostet #Stadlober Medaille – 30-km-Gold an #Björgen! #Olympics#PyeongChang2018https://t.co/1KlcQxIMcr — Sky Sport Austria (@SkySportAustria) February 25, 2018 Það má segja að þessi vitlausa beygja hafi kostað hana verðlaunasæti en verðlaunin tóku Marit Björgen frá Noregi (gull), Krista Pärmäkoski frá Finnlandi (silfur) og Stina Nilsson frá Svíþjóð (brons). „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég tók vitlausa beyju og fór hluta leiðarinnar tvisvar. Í seinna skiptið var ég orðin alveg rugluð. Ég sá bara svart,“ sagði Teresa Stadlober vandræðaleg í viðtali við Associated Press. Teresa Stadlober hafði þegar klárað 23 kílómetra af kílómetrunum 30 þegar hún fór útaf brautinni og silfurverðlaunin voru því í sjónmáli.Co-Kommentator sein, wenn die Tochter eine #Olympia-Medaille vergeigt... Genau das widerfährt bei ORF Alois #Stadlober. #srfpyeongchanghttps://t.co/QCpTRJSau1pic.twitter.com/5fceqFuyW7 — SRF Sport (@srfsport) February 25, 2018 „Ég er bara mjög leið og vonsvikin að þetta hafi gerst því ég fann mig mjög vel. Formið mitt var gott og ég vissi að ég ætti fína möguleika. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að berjast um verðlaun,“ sagði Teresa Stadlober en faðir hennar gat lítið annað en faðmað hana þegar hún kom í mark. „Ég bara grét. Hann sagði bara: Þetta var ekki þinn dagur en þú verður að þekkja keppnisbrautina ef þú ætlar að vinna verðlaun,“ sagði Stadlober.Ein og yfirgefin.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira