Sextán ára Maradona lék sinn fyrsta landsleik fyrir nákvæmlega 41 ári síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 16:30 Diego Armando Maradona með heimsbikarinn 1986. Vísir/Getty Diego Armando Maradona afrekaði það sem marga fótboltamenn dreymir um en fáir fái að upplifa. Hann leiddi þjóð sína til heimsmeistaratitils og fékk síðan að taka við heimsbikarnum fyrir hönd þjóðar sinnar í leikslok. Landsliðsævintýri Maradona hófst á þessum degi fyrir 41 ári síðan eða 27. febrúar 1977. Mardadona var þá aðeins sextán ára gamall og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Ungverjalandi.ON THIS DAY: In 1977, a 16-year-old Diego Maradona made his debut for Argentina. He turned out to be quite good. pic.twitter.com/8FhwBDQXa9 — Squawka Football (@Squawka) February 27, 2018 Maradona var þó ekki valinn í HM-hóp Argentínumanna þegar þeir unnu heimsmeistaratitilinn á heimavelli sumarið 1978. Maradona fór hinsvegar með á HM á Spáni 1982 þar sem hann var ítrekað sparkaður niður þar til að hann missti stjórn á sér og fékk rauða spjaldið í tapi á móti Brasilíu. Það var 23 sinnum brotið á Maradona í leik Argentínu og verðandi heimsmeisturum Ítala. Hápunktur landsliðsferils hans var hinsvegar á HM í Mexíkó 1986 þegar hann öðrum fremur sá til þess að Argentínumenn fóru alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Það hefur oft verið talað um að tveir leikmenn hafi unnið heimsmeistaratitil í knattspyrnu karla nánast upp á eigin spýtur en það eru Brasilíumaðurinn Garrincha á HM í Síle 1962 og svo Maradona í Mexíkó 1986. Maradona var með 5 mörk og 5 stoðsendingar í heimsmeistarakeppnini 1986 þar af bæðin mörkin á móti Englandi í átta liða úrslitunum (þar af mark með hendi guðs og besta mark aldarinnar) og bæði mörkin á móti Belgíu í undanúrslitunum. Mardona lagði síðan upp sigurmark Jorge Burruchaga í úrslitaleiknum.#OTD in 1977, Diego Maradona made his international debut @Argentina after coming in the 65th minute for Leopoldo Luque in a friendly against Hungary. He was only 16 years old then. He went on to have a decent career for both club & country. pic.twitter.com/L5v9fDNoL3 — Sivan John (@SivanJohn_) February 27, 2018 Maradona fór líka í úrslitaleikinn á HM á Ítalíu 1990 en á allt öðrum forsendum. Þar tapaði liðið líka á móti Þýskalandi í úrslitaleiknum. Maradona lék sinn síðasta leik á HM í Bandaríkjunum 1994 en hann féll þar á lyfjaprófi og var dæmdur í bann. Síðasti leikurinn var 2-1 sigurleikur á Nígeríu en síðasta landsliðsmarkið kom í 4-0 sigri á Grikklandi í leiknum á undan.Certainly a player we'd want in our #FIFA18 Ultimate Team. Diego Maradona was one of the most gifted footballers of all-time - a fearsome dribbler who could make any defender look lost. Can you guess his overall stats between 1982, 1986, and 1989? #FUT18pic.twitter.com/AcRpMioLgW — SK Entertainment (@SterEnt) January 28, 2018 Diego Armando Maradona var alls í sautján ár í argentínska landsliðinu og skoraði 34 mörk í 91 landsleik. Hann var í byrjunarliði Argentínu í 21 leik í röð á fjórum heimsmeistarakeppnum í röð frá 1982 til 1994. Hann var með 8 mörk og 8 stoðsendingar í þessum leikjum. Enginn hefur borið fyrirliðabandið oftar í úrslitakeppni HM en það gerði Maradona alls sextán sinnum.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Diego Armando Maradona afrekaði það sem marga fótboltamenn dreymir um en fáir fái að upplifa. Hann leiddi þjóð sína til heimsmeistaratitils og fékk síðan að taka við heimsbikarnum fyrir hönd þjóðar sinnar í leikslok. Landsliðsævintýri Maradona hófst á þessum degi fyrir 41 ári síðan eða 27. febrúar 1977. Mardadona var þá aðeins sextán ára gamall og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Ungverjalandi.ON THIS DAY: In 1977, a 16-year-old Diego Maradona made his debut for Argentina. He turned out to be quite good. pic.twitter.com/8FhwBDQXa9 — Squawka Football (@Squawka) February 27, 2018 Maradona var þó ekki valinn í HM-hóp Argentínumanna þegar þeir unnu heimsmeistaratitilinn á heimavelli sumarið 1978. Maradona fór hinsvegar með á HM á Spáni 1982 þar sem hann var ítrekað sparkaður niður þar til að hann missti stjórn á sér og fékk rauða spjaldið í tapi á móti Brasilíu. Það var 23 sinnum brotið á Maradona í leik Argentínu og verðandi heimsmeisturum Ítala. Hápunktur landsliðsferils hans var hinsvegar á HM í Mexíkó 1986 þegar hann öðrum fremur sá til þess að Argentínumenn fóru alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Það hefur oft verið talað um að tveir leikmenn hafi unnið heimsmeistaratitil í knattspyrnu karla nánast upp á eigin spýtur en það eru Brasilíumaðurinn Garrincha á HM í Síle 1962 og svo Maradona í Mexíkó 1986. Maradona var með 5 mörk og 5 stoðsendingar í heimsmeistarakeppnini 1986 þar af bæðin mörkin á móti Englandi í átta liða úrslitunum (þar af mark með hendi guðs og besta mark aldarinnar) og bæði mörkin á móti Belgíu í undanúrslitunum. Mardona lagði síðan upp sigurmark Jorge Burruchaga í úrslitaleiknum.#OTD in 1977, Diego Maradona made his international debut @Argentina after coming in the 65th minute for Leopoldo Luque in a friendly against Hungary. He was only 16 years old then. He went on to have a decent career for both club & country. pic.twitter.com/L5v9fDNoL3 — Sivan John (@SivanJohn_) February 27, 2018 Maradona fór líka í úrslitaleikinn á HM á Ítalíu 1990 en á allt öðrum forsendum. Þar tapaði liðið líka á móti Þýskalandi í úrslitaleiknum. Maradona lék sinn síðasta leik á HM í Bandaríkjunum 1994 en hann féll þar á lyfjaprófi og var dæmdur í bann. Síðasti leikurinn var 2-1 sigurleikur á Nígeríu en síðasta landsliðsmarkið kom í 4-0 sigri á Grikklandi í leiknum á undan.Certainly a player we'd want in our #FIFA18 Ultimate Team. Diego Maradona was one of the most gifted footballers of all-time - a fearsome dribbler who could make any defender look lost. Can you guess his overall stats between 1982, 1986, and 1989? #FUT18pic.twitter.com/AcRpMioLgW — SK Entertainment (@SterEnt) January 28, 2018 Diego Armando Maradona var alls í sautján ár í argentínska landsliðinu og skoraði 34 mörk í 91 landsleik. Hann var í byrjunarliði Argentínu í 21 leik í röð á fjórum heimsmeistarakeppnum í röð frá 1982 til 1994. Hann var með 8 mörk og 8 stoðsendingar í þessum leikjum. Enginn hefur borið fyrirliðabandið oftar í úrslitakeppni HM en það gerði Maradona alls sextán sinnum.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira