Heimsótti Messi og þeir fóru saman yfir Íslandsleikinn og HM-plönin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 09:30 Lionel Messi fagnar marki með Barcelona um síðustu helgi. Vísir/Getty Flestir Íslendingar eru orðnir mjög spenntir fyrir fyrsta leik íslenska fótboltalandsliðsins í úrslitakeppni HM sem verður á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu 16. júní næstkomandi. Forseti argentínska sambandsins er líka orðinn mjög spenntur. Claudio Tapia, forseti argentínska sambandins, mætti til Barcelona í þessari viku og heimsótti landsliðsfyrirliðann Lionel Messi. Messi bauð Tapia heim til sína og þar fóru þeir saman yfir Íslandsleikinn og öll HM-plönin. Argentínumenn komust alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum síðan en töpuðu þá í framlengdum úrslitaleik á móti Þýskalandi. Þeir urðu síðast heimsmeistarar 1986 en töpuðu úrslitaleiknum líka árið 1990. Claudio Tapia lét heiminn vita af fundinum með því að birta mynd af þeim félögum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Una linda mañana de charla, mates y unos regalitos para el capitán de nuestra selección @argentina#messi @TeamMessipic.twitter.com/XMBw17RwVe — Chiqui Tapia (@tapiachiqui) February 26, 2018 Undirbúningur Argentínska landsliðsins fer í gegnum Barcelona því argentínska landsliðið mun eyða átta dögum í Katalóníu, frá 1. til 8. júní, áður en liðið flýgur áfram til Rússlands. Liðið mun væntanlega spilað vináttulandsleik við landslið Katalóníu á þessari viku sinni í Barcelona. Claudio Tapia hitti einnig Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, í ferð sinni yfir Atlantshafið. Tapia hefur væntanlega reynt að pressa á það að Lionel Messi fái meiri hvíld á lokakafla tímabilsins en það er mikilvægt fyrir argentínska landsliðið að Messi mæti frískur inn á HM í sumar. Lionel Messi hefur skorað 22 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 25 leikjum í spænsku deildinni en þar er Barcelona með sjö stiga forskot á Atletico Madrid. Vinni Barcelona Atletico Madrid á sunndaginn þá ætti titilinn að vera svo gott sem tryggður. Það ætti að gefa Barcelona fínt tækifæri til að hvíla Messi í síðustu deildarleikjum tímabilsins en þeir þurfa á honum að halda í hinum keppnunum eins og Meisataradeildinni þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í fyrri leik 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Flestir Íslendingar eru orðnir mjög spenntir fyrir fyrsta leik íslenska fótboltalandsliðsins í úrslitakeppni HM sem verður á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu 16. júní næstkomandi. Forseti argentínska sambandsins er líka orðinn mjög spenntur. Claudio Tapia, forseti argentínska sambandins, mætti til Barcelona í þessari viku og heimsótti landsliðsfyrirliðann Lionel Messi. Messi bauð Tapia heim til sína og þar fóru þeir saman yfir Íslandsleikinn og öll HM-plönin. Argentínumenn komust alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum síðan en töpuðu þá í framlengdum úrslitaleik á móti Þýskalandi. Þeir urðu síðast heimsmeistarar 1986 en töpuðu úrslitaleiknum líka árið 1990. Claudio Tapia lét heiminn vita af fundinum með því að birta mynd af þeim félögum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Una linda mañana de charla, mates y unos regalitos para el capitán de nuestra selección @argentina#messi @TeamMessipic.twitter.com/XMBw17RwVe — Chiqui Tapia (@tapiachiqui) February 26, 2018 Undirbúningur Argentínska landsliðsins fer í gegnum Barcelona því argentínska landsliðið mun eyða átta dögum í Katalóníu, frá 1. til 8. júní, áður en liðið flýgur áfram til Rússlands. Liðið mun væntanlega spilað vináttulandsleik við landslið Katalóníu á þessari viku sinni í Barcelona. Claudio Tapia hitti einnig Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, í ferð sinni yfir Atlantshafið. Tapia hefur væntanlega reynt að pressa á það að Lionel Messi fái meiri hvíld á lokakafla tímabilsins en það er mikilvægt fyrir argentínska landsliðið að Messi mæti frískur inn á HM í sumar. Lionel Messi hefur skorað 22 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 25 leikjum í spænsku deildinni en þar er Barcelona með sjö stiga forskot á Atletico Madrid. Vinni Barcelona Atletico Madrid á sunndaginn þá ætti titilinn að vera svo gott sem tryggður. Það ætti að gefa Barcelona fínt tækifæri til að hvíla Messi í síðustu deildarleikjum tímabilsins en þeir þurfa á honum að halda í hinum keppnunum eins og Meisataradeildinni þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í fyrri leik 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira