Um læknadóp Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Orðið læknadóp heyrist reglulega í fjölmiðlum; „Læknadóp rokið upp í verði“ eða „Dauði af ofneyslu er oftast vegna læknadóps“. Orðið læknadóp er bæði skrýtið og óheppilegt. Samkvæmt íslenskri orðabók er orðið dóp skilgreint sem eiturlyf. Einnig kemur fram að orðið dóp er vont íslenskt mál og að leitast ætti við að nota eiturlyf í stað þess. Orðið læknadóp ber með sér að hér sé um að ræða sérstök eiturlyf fyrir lækna eða eiturlyf sem læknar dreifa. Með þessum orðskýringum þá eru lyfjafyrirtækin í dópframleiðslu. Hér er í raun verið að tala um lyf sem er ávísað í þeim tilgangi að lina þjáningar, t.d. sterk verkjalyf og geðlyf. Þessi lyf geta verið blessun fyrir bæði sjúka og aðstandendur þeirra. Ávísun á slík lyf er í samræmi við siðareglur lækna (Codex Ethicus), sem birtast m.a. í ritinu „Góðir starfshættir lækna“ sem gefið er út af Embætti landlæknis en þar kemur skýrt fram að læknir verður að sýna sjúklingi sínum samhygð og gera hugsanlegar ráðstafanir til að lina þjáningar og kvalir, hvort sem lækning er möguleg eða ekki. Einstaklingar sem misnota þetta kerfi geta verið afbragðsleikarar. Læknar eru ekki í hlutverki rannsóknarlögreglu og hafa ekki menntun til að kryfja framburð sjúklings. Þegar einhver grætur fyrir framan þig af sársauka eða segist ekki hafa sofið í margar nætur vegna bakverkja, þá er erfitt að segja „ég get ekkert fyrir þig gert“ eða „hér vantar óyggjandi sönnunargögn“. Læknar gera það sem þeir geta, t.d. að fletta upp lyfjasögu viðkomandi, og þeir hafa engan ávinning af ávísun lyfja til fíkla. Því tel ég orðið læknadóp afar óheppilegt og í staðinn er hægt að nota orð eins og vímulyf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Orðið læknadóp heyrist reglulega í fjölmiðlum; „Læknadóp rokið upp í verði“ eða „Dauði af ofneyslu er oftast vegna læknadóps“. Orðið læknadóp er bæði skrýtið og óheppilegt. Samkvæmt íslenskri orðabók er orðið dóp skilgreint sem eiturlyf. Einnig kemur fram að orðið dóp er vont íslenskt mál og að leitast ætti við að nota eiturlyf í stað þess. Orðið læknadóp ber með sér að hér sé um að ræða sérstök eiturlyf fyrir lækna eða eiturlyf sem læknar dreifa. Með þessum orðskýringum þá eru lyfjafyrirtækin í dópframleiðslu. Hér er í raun verið að tala um lyf sem er ávísað í þeim tilgangi að lina þjáningar, t.d. sterk verkjalyf og geðlyf. Þessi lyf geta verið blessun fyrir bæði sjúka og aðstandendur þeirra. Ávísun á slík lyf er í samræmi við siðareglur lækna (Codex Ethicus), sem birtast m.a. í ritinu „Góðir starfshættir lækna“ sem gefið er út af Embætti landlæknis en þar kemur skýrt fram að læknir verður að sýna sjúklingi sínum samhygð og gera hugsanlegar ráðstafanir til að lina þjáningar og kvalir, hvort sem lækning er möguleg eða ekki. Einstaklingar sem misnota þetta kerfi geta verið afbragðsleikarar. Læknar eru ekki í hlutverki rannsóknarlögreglu og hafa ekki menntun til að kryfja framburð sjúklings. Þegar einhver grætur fyrir framan þig af sársauka eða segist ekki hafa sofið í margar nætur vegna bakverkja, þá er erfitt að segja „ég get ekkert fyrir þig gert“ eða „hér vantar óyggjandi sönnunargögn“. Læknar gera það sem þeir geta, t.d. að fletta upp lyfjasögu viðkomandi, og þeir hafa engan ávinning af ávísun lyfja til fíkla. Því tel ég orðið læknadóp afar óheppilegt og í staðinn er hægt að nota orð eins og vímulyf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar