Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Guðmundur D. Haraldsson skrifar 13. febrúar 2018 04:54 Stytting vinnuvikunnar hefur mikið verið til umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum landsins. Umræðan hefur að velflestu leyti verið jákvæð, enda er um að ræða hugmynd sem rímar vel við áherslur 21. aldarinnar um lífsgæði, fjölskyldulíf, merkingarbær áhugamál og önnur góð gildi.Sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins eru hins vegar ekki hrifin. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrast nú þau harmakvein, að skemmri vinnuvika til handa vinnandi fólki í landinu, muni valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir atvinnulífið eins og það er orðað. Launakostnaðurinn á víst að hækka um 25 prósent, án þess þó að talan sé rökstudd. Þetta tal er svo sem í takt við það sem samtökin hafa sagt áður, að lögin frá 1971 um 40 stunda vinnuviku, hafi verið upphaf óðaverðbólgu á Íslandi – aftur fylgir enginn rökstuðningur, svo sem um hvernig fækkun lögbundinna vinnustunda ætti að koma af stað óðaverðbólgu. En það þarf ekki að leita mjög langt til að fá skýringar á verðbólgunni, því á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið fjallað um þetta skeið, og niðurstaðan var sú að verðbólguskeiðið byrjaði vegna hruns fiskistofna árin 1968–1969 (síldin hvarf), en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinn (vegna þess að útflutningur hrundi, verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfarið) – hagkerfið í heild sinni fylgdi með. Hvergi er minnst á styttingu vinnuvikunnar í greiningu Seðlabankans.Kjarasamningar, stéttarfélög og yfirvinna Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að þau séu fylgjandi tilraunum um skemmri vinnuviku, en að þeim hafi gengið illa að fá það í gegn hjá stéttarfélögum í landinu að gera tilraunir með vinnutíma, vegna þess að þau hafi neitunarvald um hvernig að framkvæmdinni sé staðið. Aftur fylgir enginn rökstuðningur, gögn eða nokkrar skýringar. Það mætti raunar halda að samtökin vilji ekkert gera í praxís, af því að það þarf að spyrja einhvern annan en þau sjálf álits á framkvæmdinni. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að hvergi sé umsaminn vinnutími skemmri í Evrópu, en á Íslandi og í Frakklandi. Þau vitna svo í myndrit sem þau settu saman til rökstuðnings, en í myndritinu er vísað til útreikninga Samtaka atvinnulífsins þar um hvað Ísland varðar. Væri hægt að fá að sjá aðferðafræðina sem liggur að baki? Þá segja samtökin líka að yfirvinna sé helsta vandamálið á Íslandi. Þau vilja draga úr yfirvinnu, frekar en að stytta dagvinnutímann. Þá er nefnt að þau vilji gjarnan hækka grunnlaunin til að gera þetta kleift – en eins og við munum öll, vonandi, þá heyrast ekkert nema harmakvein og grátstafir kverka frá Samtökum atvinnulífsins, þegar á að hækka laun: Það gæti nefninlega skollið á óðaverðbólga, segja þau. Kannast einhver við þetta?Raunveruleikinn og vegurinn áfram Raunin er þó sú, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) sýna, svo ekki sé um villst, að á Íslandi er mjög mikið unnið. Myndin sýnir stöðu Íslands meðal nokkurra landa Evrópu. Það skal tekið fram, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar um vinnustundir byggja á raunupplýsingum, sem er safnað frá hagstofum víða um heim, og þau snúa að því hve mikið er unnið í raun og veru – ekki hvað kjarasamningar segja.Fulltrúar Samtakanna hafa líka látið í það skína að þjónusta opinberra stofnana muni versna við styttingu vinnuvikunnar, sem gengur þvert á þær niðurstöður sem hafa komið í ljós í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB: Engin mælanleg skerðing varð á þjónustunni sem veitt var, þar sem tilraunin var innleidd – skýrslur Reykjavíkurborgar sýna þetta, svart á hvítu. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB vísar veginn fyrir samfélagið okkar: Stytting vinnudagsins er ekki ómögulegt verk, það þarf bara að vanda til verka og skipuleggja verkið vel. Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni, heldur höldum áfram, ótrauð: Styttum vinnuvikuna, lifum betra lífi, fjölskyldum okkar og vinum til heilla.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Tengdar fréttir Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. 12. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar hefur mikið verið til umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum landsins. Umræðan hefur að velflestu leyti verið jákvæð, enda er um að ræða hugmynd sem rímar vel við áherslur 21. aldarinnar um lífsgæði, fjölskyldulíf, merkingarbær áhugamál og önnur góð gildi.Sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins eru hins vegar ekki hrifin. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrast nú þau harmakvein, að skemmri vinnuvika til handa vinnandi fólki í landinu, muni valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir atvinnulífið eins og það er orðað. Launakostnaðurinn á víst að hækka um 25 prósent, án þess þó að talan sé rökstudd. Þetta tal er svo sem í takt við það sem samtökin hafa sagt áður, að lögin frá 1971 um 40 stunda vinnuviku, hafi verið upphaf óðaverðbólgu á Íslandi – aftur fylgir enginn rökstuðningur, svo sem um hvernig fækkun lögbundinna vinnustunda ætti að koma af stað óðaverðbólgu. En það þarf ekki að leita mjög langt til að fá skýringar á verðbólgunni, því á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið fjallað um þetta skeið, og niðurstaðan var sú að verðbólguskeiðið byrjaði vegna hruns fiskistofna árin 1968–1969 (síldin hvarf), en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinn (vegna þess að útflutningur hrundi, verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfarið) – hagkerfið í heild sinni fylgdi með. Hvergi er minnst á styttingu vinnuvikunnar í greiningu Seðlabankans.Kjarasamningar, stéttarfélög og yfirvinna Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að þau séu fylgjandi tilraunum um skemmri vinnuviku, en að þeim hafi gengið illa að fá það í gegn hjá stéttarfélögum í landinu að gera tilraunir með vinnutíma, vegna þess að þau hafi neitunarvald um hvernig að framkvæmdinni sé staðið. Aftur fylgir enginn rökstuðningur, gögn eða nokkrar skýringar. Það mætti raunar halda að samtökin vilji ekkert gera í praxís, af því að það þarf að spyrja einhvern annan en þau sjálf álits á framkvæmdinni. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að hvergi sé umsaminn vinnutími skemmri í Evrópu, en á Íslandi og í Frakklandi. Þau vitna svo í myndrit sem þau settu saman til rökstuðnings, en í myndritinu er vísað til útreikninga Samtaka atvinnulífsins þar um hvað Ísland varðar. Væri hægt að fá að sjá aðferðafræðina sem liggur að baki? Þá segja samtökin líka að yfirvinna sé helsta vandamálið á Íslandi. Þau vilja draga úr yfirvinnu, frekar en að stytta dagvinnutímann. Þá er nefnt að þau vilji gjarnan hækka grunnlaunin til að gera þetta kleift – en eins og við munum öll, vonandi, þá heyrast ekkert nema harmakvein og grátstafir kverka frá Samtökum atvinnulífsins, þegar á að hækka laun: Það gæti nefninlega skollið á óðaverðbólga, segja þau. Kannast einhver við þetta?Raunveruleikinn og vegurinn áfram Raunin er þó sú, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) sýna, svo ekki sé um villst, að á Íslandi er mjög mikið unnið. Myndin sýnir stöðu Íslands meðal nokkurra landa Evrópu. Það skal tekið fram, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar um vinnustundir byggja á raunupplýsingum, sem er safnað frá hagstofum víða um heim, og þau snúa að því hve mikið er unnið í raun og veru – ekki hvað kjarasamningar segja.Fulltrúar Samtakanna hafa líka látið í það skína að þjónusta opinberra stofnana muni versna við styttingu vinnuvikunnar, sem gengur þvert á þær niðurstöður sem hafa komið í ljós í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB: Engin mælanleg skerðing varð á þjónustunni sem veitt var, þar sem tilraunin var innleidd – skýrslur Reykjavíkurborgar sýna þetta, svart á hvítu. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB vísar veginn fyrir samfélagið okkar: Stytting vinnudagsins er ekki ómögulegt verk, það þarf bara að vanda til verka og skipuleggja verkið vel. Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni, heldur höldum áfram, ótrauð: Styttum vinnuvikuna, lifum betra lífi, fjölskyldum okkar og vinum til heilla.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. 12. febrúar 2018 10:45
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun