Bleika ógnin Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Dagurinn í dag markar hápunkt, en um leið endalok, þríleiksins kærkomna sem hefur löngum yljað landsmönnum þennan erfiðasta tíma ársins. Naglinn rekinn í kistuna og kötturinn sleginn úr tunnunni. Það er öskudagur. Og hvílík gæfa! Hugsa sér, að þremur góðum dögum, hvar aðalmarkmiðið er að borða þangað til hriktir í þörmunum, hafi verið skeytt inn á dagatalið á svo heppilegum stað. Þakklætið er auðvitað sérstaklega alltumlykjandi í ár, nú þegar hver öskrandi lægðin gengur yfir landið á fætur annarri og stöðvar umferð, pitsusendingar og lífsvilja í brjóstum manna. Við værum líklega öll löngu flutt í boðlegra loftslag ef okkur byðist ekki bolla að maula eða sælgætismoli úr skjóðu grímuklædds barns þessa haganlega staðsettu daga. En nú steðjar ógn að þrefaldri hátíð sáluhjálpar í febrúar 2018. Í dag er nefnilega, auk öskudags – og ekki hafa þetta eftir mér – Valentínusardagur. Hann siglir bleikur og súkkulaðihúðaður yfir hafið úr vestri, fjöldaframleiddur í bandarískri verksmiðju í Taívan, berst í gegnum íslenska storminn og virðist kominn til að vera. Hann er sérhannaður fyrir elskendur og dansar nú kapítalískan dans við erkihátíð barnanna, téðan öskudag. Og enn og aftur erum við, sem hvorki erum börn né höfum fundið okkur lífsförunaut, skilin harkalega út undan. Máttlaus gagnvart regluverki samfélagsins. Litin hornauga ef við reynum að raula fallegt lag úti í apóteki í skiptum fyrir sælgætismola, og 2-fyrir-1-elskendatilboð á hamborgarabrauðum í kjörbúðinni er dæmt til að skemmast vegna þess að við höfum engan til að deila því með. Þannig að, hvað er til ráða? Kaupa sér sitt eigið nammi og kraftsvæpa á Tinder? Kannski. Ég læt ykkur vita hvernig fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag markar hápunkt, en um leið endalok, þríleiksins kærkomna sem hefur löngum yljað landsmönnum þennan erfiðasta tíma ársins. Naglinn rekinn í kistuna og kötturinn sleginn úr tunnunni. Það er öskudagur. Og hvílík gæfa! Hugsa sér, að þremur góðum dögum, hvar aðalmarkmiðið er að borða þangað til hriktir í þörmunum, hafi verið skeytt inn á dagatalið á svo heppilegum stað. Þakklætið er auðvitað sérstaklega alltumlykjandi í ár, nú þegar hver öskrandi lægðin gengur yfir landið á fætur annarri og stöðvar umferð, pitsusendingar og lífsvilja í brjóstum manna. Við værum líklega öll löngu flutt í boðlegra loftslag ef okkur byðist ekki bolla að maula eða sælgætismoli úr skjóðu grímuklædds barns þessa haganlega staðsettu daga. En nú steðjar ógn að þrefaldri hátíð sáluhjálpar í febrúar 2018. Í dag er nefnilega, auk öskudags – og ekki hafa þetta eftir mér – Valentínusardagur. Hann siglir bleikur og súkkulaðihúðaður yfir hafið úr vestri, fjöldaframleiddur í bandarískri verksmiðju í Taívan, berst í gegnum íslenska storminn og virðist kominn til að vera. Hann er sérhannaður fyrir elskendur og dansar nú kapítalískan dans við erkihátíð barnanna, téðan öskudag. Og enn og aftur erum við, sem hvorki erum börn né höfum fundið okkur lífsförunaut, skilin harkalega út undan. Máttlaus gagnvart regluverki samfélagsins. Litin hornauga ef við reynum að raula fallegt lag úti í apóteki í skiptum fyrir sælgætismola, og 2-fyrir-1-elskendatilboð á hamborgarabrauðum í kjörbúðinni er dæmt til að skemmast vegna þess að við höfum engan til að deila því með. Þannig að, hvað er til ráða? Kaupa sér sitt eigið nammi og kraftsvæpa á Tinder? Kannski. Ég læt ykkur vita hvernig fer.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun