Umskurður drengja Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Lagafrumvarp um bann við umskurði drengja, að viðurlögðu 6 ára fangelsi, er verulega vanhugsað og skaðlegt. Hér á landi er sem betur fer í gildi lagalegt bann frá 2005 við limlestingum á kynfærum kvenna. Svokallaður umskurður meybarna er grimmdaraðgerð og á rætur í drottnunarhyggju feðraveldisins. Hann veldur óafturkræfum skaða og mikilli skerðingu lífsgæða, heftingu, niðurlægingu og undirokun konunnar. Eðlismunur er á ofangreindu og umskurði drengja sem hefur viðgengist í um 5000 ár. Það að líkja þessu tvennu saman lýsir annaðhvort verulegri vanþekkingu eða annarlegum ásetningi. Umskurður sveinbarna er einn útbreiddasti menningar/trúarsiður sem fyrirfinnst í mannlegum samfélögum. Almennt er talið að rúmur þriðjungur karla í heiminum sé umskorinn. Ástæður eru gjarnan sambland af menningar/trúararfi, hreinlætisástæðum, samkennd, jákvæðri sjálfsmynd og heiðri. Umskurður drengja er algengastur í Mið-Austurlöndum en stór hluti t.d. Bandaríkjamanna er einnig umskorinn. Umskurður drengja er hvergi bannaður í heiminum frekar en ungbarnaskírn okkar kristinna, né stangast framkvæmdin á við nokkur mannréttindi. Hryllingsmynd búin til Í lagafrumvarpinu er þetta tvennt lagt að jöfnu. Þar er dregin upp hryllingsmynd, talað um limlestingu og líkamsárás. Það sem tugir milljóna upplýstra Vesturlandabúa telja mikla blessun og sæmd fyrir sig og syni sína er gert að grimmdarglæp sem ber að refsa fyrir. Þar er vitnað í einhliða læknisfræðilegar upplýsingar og reynt að láta líta svo út að siðurinn stangist á við samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem hann gerir þó ekki. Í greinargerð virðist gengið út frá því að alltaf þegar umskurður drengja er framkvæmdur þá sé það við lífshættuleg skilyrði, við þvingun og mikla kvöl. Það er alrangt. Umskurði drengja er ekki ætlað að meiða, niðurlægja eða skerða lífsgæði með nokkrum hætti, heldur hið gagnstæða. Í jafn karlmiðlægum feðraveldis menningarsamfélögum sem múslima og gyðinglegra samfélaga, þá er í raun fáránlegt að halda því fram að tilgangur umskurðar sveinbarna sé til niðurlægingar eða til takmörkunar drengja til að njóta kynlífs síðar. Þetta varðar sjálfsmynd, menningu/trú, ævaforna siði, heiður og hreinlæti. Mat lækna Til eru læknisfræðilegar rannsóknir sem mæla með umskurði drengja, hann er m.a. talinn stuðla að auknu hreinlæti. Eins er hægt að finna læknisfræðilegar kannanir sem vara við honum, því það eru einfaldlega ekki krefjandi læknisfræðilegar ástæður fyrir hendi. Víst er að málið er viðkvæmt og langt frá því að vera jafn einfalt og lesa má úr greinargerð frumvarpsins. Trúar- og menningarhefðir Hvergi í Biblíunni, Talmúd trúarritum gyðinga, né í Kóraninum er vísað til svokallaðrar umskurnar meybarna. En þó hefur sá skaðlegi siður gert vart við sig í múslimskum ríkjum þar sem slíkar hefðir voru þegar til staðar fyrir daga Íslams. En víða er fjallað um umskurð drengja. Í gyðingdómi hefur umskurður drengja á áttunda degi mikið trúarlegt og jákvætt vægi. Sjálfur Jesús var umskorinn en þó hefur siðurinn haft lítið vægi í kristindómi og er því flestum Íslendingum mjög framandi. Hvers vegna? Hver er ástæða þess að setja íslenska refsilöggjöf um sið sem er okkur svo framandi og fjarlægur en líklegast þriðjungi mannkyns afar helgur og kær? Með frumvarpinu erum við að senda út þau boð að Ísland, með allt sitt siðferði á hreinu, ætli að hafa vit fyrir og siðbæta þúsunda ára hefðir gyðingdóms og Íslam sem og annarra hundraða milljóna manna. En það sem heimurinn mun skynja og heyra, hróplega: „Við viljum ekki hingað til landsins þá sem stunda þennan sið.“ Mannúð Væri ekki mannúðlegra í upplýstu samfélagi að læra að virða menningarlegan fjölbreytileika og efla þroskaða umræðu við þá sem eru okkur framandi? Að sleppa fælandi refsilagasetningu en bjóða frekar upp á bestu heilbrigðisaðstæður sem völ er á, til að framkvæma umskurð hjá þeim hópum sem þess óska af menningarlegum og trúarlegum ástæðum.Höfundur er fríkirkjuprestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umskurðsfrumvarp Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Lagafrumvarp um bann við umskurði drengja, að viðurlögðu 6 ára fangelsi, er verulega vanhugsað og skaðlegt. Hér á landi er sem betur fer í gildi lagalegt bann frá 2005 við limlestingum á kynfærum kvenna. Svokallaður umskurður meybarna er grimmdaraðgerð og á rætur í drottnunarhyggju feðraveldisins. Hann veldur óafturkræfum skaða og mikilli skerðingu lífsgæða, heftingu, niðurlægingu og undirokun konunnar. Eðlismunur er á ofangreindu og umskurði drengja sem hefur viðgengist í um 5000 ár. Það að líkja þessu tvennu saman lýsir annaðhvort verulegri vanþekkingu eða annarlegum ásetningi. Umskurður sveinbarna er einn útbreiddasti menningar/trúarsiður sem fyrirfinnst í mannlegum samfélögum. Almennt er talið að rúmur þriðjungur karla í heiminum sé umskorinn. Ástæður eru gjarnan sambland af menningar/trúararfi, hreinlætisástæðum, samkennd, jákvæðri sjálfsmynd og heiðri. Umskurður drengja er algengastur í Mið-Austurlöndum en stór hluti t.d. Bandaríkjamanna er einnig umskorinn. Umskurður drengja er hvergi bannaður í heiminum frekar en ungbarnaskírn okkar kristinna, né stangast framkvæmdin á við nokkur mannréttindi. Hryllingsmynd búin til Í lagafrumvarpinu er þetta tvennt lagt að jöfnu. Þar er dregin upp hryllingsmynd, talað um limlestingu og líkamsárás. Það sem tugir milljóna upplýstra Vesturlandabúa telja mikla blessun og sæmd fyrir sig og syni sína er gert að grimmdarglæp sem ber að refsa fyrir. Þar er vitnað í einhliða læknisfræðilegar upplýsingar og reynt að láta líta svo út að siðurinn stangist á við samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem hann gerir þó ekki. Í greinargerð virðist gengið út frá því að alltaf þegar umskurður drengja er framkvæmdur þá sé það við lífshættuleg skilyrði, við þvingun og mikla kvöl. Það er alrangt. Umskurði drengja er ekki ætlað að meiða, niðurlægja eða skerða lífsgæði með nokkrum hætti, heldur hið gagnstæða. Í jafn karlmiðlægum feðraveldis menningarsamfélögum sem múslima og gyðinglegra samfélaga, þá er í raun fáránlegt að halda því fram að tilgangur umskurðar sveinbarna sé til niðurlægingar eða til takmörkunar drengja til að njóta kynlífs síðar. Þetta varðar sjálfsmynd, menningu/trú, ævaforna siði, heiður og hreinlæti. Mat lækna Til eru læknisfræðilegar rannsóknir sem mæla með umskurði drengja, hann er m.a. talinn stuðla að auknu hreinlæti. Eins er hægt að finna læknisfræðilegar kannanir sem vara við honum, því það eru einfaldlega ekki krefjandi læknisfræðilegar ástæður fyrir hendi. Víst er að málið er viðkvæmt og langt frá því að vera jafn einfalt og lesa má úr greinargerð frumvarpsins. Trúar- og menningarhefðir Hvergi í Biblíunni, Talmúd trúarritum gyðinga, né í Kóraninum er vísað til svokallaðrar umskurnar meybarna. En þó hefur sá skaðlegi siður gert vart við sig í múslimskum ríkjum þar sem slíkar hefðir voru þegar til staðar fyrir daga Íslams. En víða er fjallað um umskurð drengja. Í gyðingdómi hefur umskurður drengja á áttunda degi mikið trúarlegt og jákvætt vægi. Sjálfur Jesús var umskorinn en þó hefur siðurinn haft lítið vægi í kristindómi og er því flestum Íslendingum mjög framandi. Hvers vegna? Hver er ástæða þess að setja íslenska refsilöggjöf um sið sem er okkur svo framandi og fjarlægur en líklegast þriðjungi mannkyns afar helgur og kær? Með frumvarpinu erum við að senda út þau boð að Ísland, með allt sitt siðferði á hreinu, ætli að hafa vit fyrir og siðbæta þúsunda ára hefðir gyðingdóms og Íslam sem og annarra hundraða milljóna manna. En það sem heimurinn mun skynja og heyra, hróplega: „Við viljum ekki hingað til landsins þá sem stunda þennan sið.“ Mannúð Væri ekki mannúðlegra í upplýstu samfélagi að læra að virða menningarlegan fjölbreytileika og efla þroskaða umræðu við þá sem eru okkur framandi? Að sleppa fælandi refsilagasetningu en bjóða frekar upp á bestu heilbrigðisaðstæður sem völ er á, til að framkvæma umskurð hjá þeim hópum sem þess óska af menningarlegum og trúarlegum ástæðum.Höfundur er fríkirkjuprestur
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun