Einn helsti ljóðasmiður þjóðarinnar jarðsunginn í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 19:52 Útför Þorsteins Jónssonar frá Hamri fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Þorsteinn var eitt virtasta skáld Íslendinga og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín. Þorsteinn Jónsson fæddist hinn 15. mars árið 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði og sem skáld og rithöfundur kenndi hann sig við fæðingarstaðinn. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Að loknu námi í Kennaraskóla Ísland vann Þorsteinn sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs frá 1961 til ársins 1967 en eftir það fékkst hann við ritstörf, samhliða prófarkalestri, þýðingum og gerð útvarpsþátta. Fyrsta ljóðabók Þorsteins frá Hamri, Í svörtum kufli, kom út þegar hann var tvítugur en alls urðu ljóðabækur hans 26 talsins. Þorsteinn skrifaði einnig skáldsögur og sagnaþætti og eftir hann liggja fjölmargar þýðingar. Þorsteinn frá Hamri hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi og var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Bæði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru meðal fjölmargra sem voru við útför Þorsteins í dag. Andlát Tengdar fréttir Þorsteinn frá Hamri er látinn Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. 28. janúar 2018 19:41 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Útför Þorsteins Jónssonar frá Hamri fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Þorsteinn var eitt virtasta skáld Íslendinga og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín. Þorsteinn Jónsson fæddist hinn 15. mars árið 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði og sem skáld og rithöfundur kenndi hann sig við fæðingarstaðinn. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Að loknu námi í Kennaraskóla Ísland vann Þorsteinn sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs frá 1961 til ársins 1967 en eftir það fékkst hann við ritstörf, samhliða prófarkalestri, þýðingum og gerð útvarpsþátta. Fyrsta ljóðabók Þorsteins frá Hamri, Í svörtum kufli, kom út þegar hann var tvítugur en alls urðu ljóðabækur hans 26 talsins. Þorsteinn skrifaði einnig skáldsögur og sagnaþætti og eftir hann liggja fjölmargar þýðingar. Þorsteinn frá Hamri hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi og var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Bæði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru meðal fjölmargra sem voru við útför Þorsteins í dag.
Andlát Tengdar fréttir Þorsteinn frá Hamri er látinn Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. 28. janúar 2018 19:41 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Þorsteinn frá Hamri er látinn Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. 28. janúar 2018 19:41