Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2018 20:45 Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land, að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Flugfélag Íslands blés til sóknar fyrir tveimur árum með því hefja flug frá Keflavíkurflugvelli, fyrst til Aberdeen, síðan Belfast og einnig beint til Akureyrar. Félagið hefur síðan skipt um nafn og nú hefur verið ákveðið að leggja niður allt Keflavíkurflug frá 15. maí í vor. Reykjavík verður eina miðstöðin. Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að eftir að Bretlandsflugið hófst hafi markaðurinn þar í landi þróast til hins verra með Brexit og falli pundsins og vegna aukinnar samkeppni. „Því miður hefur þróunin á þessum leiðum ekki verið í samræmi við væntingar,“ segir Árni.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hér innanlands vekur hins vegar meiri athygli ákvörðun um að leggja niður beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Árni segir að tilraunin núna hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. „Við bundum miklar vonir við þessa tilraun. En því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við vorum að vonast til og erum því nauðbeygð að draga okkur út af þessum markaði.“ Ekki hafi verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar. Það voru erlendu ferðamennirnir sem brugðust. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér eins mikið og við vorum að vonast til inn í þetta flug. Hins vegar hefur fólk af Norðurlandi nýtt þetta í töluvert miklum mæli og það er auðvitað synd að þetta skuli þurfa að detta út núna.“Flugtak frá Akureyrarflugvelli. Frá miðjum maí liggur leiðin suður aðeins til Reykjavíkurflugvallar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Erlendum ferðamönnum hefur þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. „Áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna varð til landsins þá var hlutdeild þeirra eingöngu í kringum fimm prósent. Hún er í dag í kringum tuttugu prósent. Íslendingum er að fjölga í innanlandsflugi, þannig að með bættu efnahagsástandi þá fjölgar þeim líka. Þannig að við sjáum fram á jákvæða þróun þar. Svo höfum við verið að bæta við áfangastöðum á Grænlandi og við munum áfram leggja mikla áherslu á Grænland,“ segir Árni Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land, að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Flugfélag Íslands blés til sóknar fyrir tveimur árum með því hefja flug frá Keflavíkurflugvelli, fyrst til Aberdeen, síðan Belfast og einnig beint til Akureyrar. Félagið hefur síðan skipt um nafn og nú hefur verið ákveðið að leggja niður allt Keflavíkurflug frá 15. maí í vor. Reykjavík verður eina miðstöðin. Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að eftir að Bretlandsflugið hófst hafi markaðurinn þar í landi þróast til hins verra með Brexit og falli pundsins og vegna aukinnar samkeppni. „Því miður hefur þróunin á þessum leiðum ekki verið í samræmi við væntingar,“ segir Árni.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hér innanlands vekur hins vegar meiri athygli ákvörðun um að leggja niður beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Árni segir að tilraunin núna hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. „Við bundum miklar vonir við þessa tilraun. En því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við vorum að vonast til og erum því nauðbeygð að draga okkur út af þessum markaði.“ Ekki hafi verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar. Það voru erlendu ferðamennirnir sem brugðust. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér eins mikið og við vorum að vonast til inn í þetta flug. Hins vegar hefur fólk af Norðurlandi nýtt þetta í töluvert miklum mæli og það er auðvitað synd að þetta skuli þurfa að detta út núna.“Flugtak frá Akureyrarflugvelli. Frá miðjum maí liggur leiðin suður aðeins til Reykjavíkurflugvallar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Erlendum ferðamönnum hefur þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. „Áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna varð til landsins þá var hlutdeild þeirra eingöngu í kringum fimm prósent. Hún er í dag í kringum tuttugu prósent. Íslendingum er að fjölga í innanlandsflugi, þannig að með bættu efnahagsástandi þá fjölgar þeim líka. Þannig að við sjáum fram á jákvæða þróun þar. Svo höfum við verið að bæta við áfangastöðum á Grænlandi og við munum áfram leggja mikla áherslu á Grænland,“ segir Árni Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15