Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 23:45 James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hefur tjáð sig um minnisblaðið umdeilda. Vísir/Getty James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag.„Er þetta allt og sumt?“ spyr hann á Twitter. „Óheiðarlegt og afvegaleiðandi minnisblað sem eyðilagði njósnamálanefndina, rauf trúnað við njósnasamfélagið, skemmdi sambandið við FISA-dómstólinn og afhjúpaði leynilega rannsókn í þágu þjóðarinnar og til hvers?“Líkt og greint var frá í dag hefur njósnamálanefnd Bandaríkjaþings birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð FBI og dómsmálaráðuneytisins.That's it? Dishonest and misleading memo wrecked the House intel committee, destroyed trust with Intelligence Community, damaged relationship with FISA court, and inexcusably exposed classified investigation of an American citizen. For what? DOJ & FBI must keep doing their jobs.— James Comey (@Comey) February 2, 2018 Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi, ásamt fleirum, heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum fyrrverandi starfsmanni framboðs Donald Trump á vafasömum og pólitískum grundvelli. Viðbrögð helstu stjórnmálaskýrenda í Bandaríkjunum við efni minnisblaðsins virðast vera á þá leið að efni þess sé léttvægt og sanni lítið sem ekkert um að FBI né dómsmálaráðuneytið hafi verið á pólitískum veiðum með rannsókn á tengslum framboðs Trump hans við Rússland.Washington Post bendir á það að í minnisblaðinu sjálfu segi að upphaf rannsóknarinnar megi ekki rekja til rannsóknar á fyrrverandi starfsmanni Trump sem minnisblaðið snýst í meginatriðum. Í minnisblaðinu stendur að rekja megi rannsókn FBI til vegna upplýsinga sem það fékk um George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland.Demókratar hafa bent á að það eitt og sér sýni að rannsókn á hinum meintu tengslum hafi hafist jafn vel þó að starfsmenn FBI hefðu aldrei fengið aðgang að umdeildri skýrslu sem minnisblaðið fjallar að mestu leyti um. Í greiningu CNN á þýðingu minnisblaðsins segir að minnisblaðið sanni lítið sem ekki neitt nema sá sem lesi það sé sannfærður um að einhvers konar samsæri sé í gangi til þess að koma Donald Trump frá völdum. Í vikunni hefur það verið talið líklegt að Trump muni nota birtingu minnisblaðsins til þess að grafa undan Rússarannsókninni og mögulega nota minnisblaðið sem átyllu til að reka Rod Roseinstein, aðstoðardómsmálaráðherra og æðsta yfirmann rannsóknarinnar. Demókratar hafa varað Trump við að gera slíkt og segja að með því myndi hann skapa mestu stjórnarkreppu í Bandaríkjunum frá því að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lét reka sérstakan saksóknara sem rannsakaði Watergate-málið á áttunda áratug síðustu aldar. Donald Trump Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag.„Er þetta allt og sumt?“ spyr hann á Twitter. „Óheiðarlegt og afvegaleiðandi minnisblað sem eyðilagði njósnamálanefndina, rauf trúnað við njósnasamfélagið, skemmdi sambandið við FISA-dómstólinn og afhjúpaði leynilega rannsókn í þágu þjóðarinnar og til hvers?“Líkt og greint var frá í dag hefur njósnamálanefnd Bandaríkjaþings birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð FBI og dómsmálaráðuneytisins.That's it? Dishonest and misleading memo wrecked the House intel committee, destroyed trust with Intelligence Community, damaged relationship with FISA court, and inexcusably exposed classified investigation of an American citizen. For what? DOJ & FBI must keep doing their jobs.— James Comey (@Comey) February 2, 2018 Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi, ásamt fleirum, heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum fyrrverandi starfsmanni framboðs Donald Trump á vafasömum og pólitískum grundvelli. Viðbrögð helstu stjórnmálaskýrenda í Bandaríkjunum við efni minnisblaðsins virðast vera á þá leið að efni þess sé léttvægt og sanni lítið sem ekkert um að FBI né dómsmálaráðuneytið hafi verið á pólitískum veiðum með rannsókn á tengslum framboðs Trump hans við Rússland.Washington Post bendir á það að í minnisblaðinu sjálfu segi að upphaf rannsóknarinnar megi ekki rekja til rannsóknar á fyrrverandi starfsmanni Trump sem minnisblaðið snýst í meginatriðum. Í minnisblaðinu stendur að rekja megi rannsókn FBI til vegna upplýsinga sem það fékk um George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland.Demókratar hafa bent á að það eitt og sér sýni að rannsókn á hinum meintu tengslum hafi hafist jafn vel þó að starfsmenn FBI hefðu aldrei fengið aðgang að umdeildri skýrslu sem minnisblaðið fjallar að mestu leyti um. Í greiningu CNN á þýðingu minnisblaðsins segir að minnisblaðið sanni lítið sem ekki neitt nema sá sem lesi það sé sannfærður um að einhvers konar samsæri sé í gangi til þess að koma Donald Trump frá völdum. Í vikunni hefur það verið talið líklegt að Trump muni nota birtingu minnisblaðsins til þess að grafa undan Rússarannsókninni og mögulega nota minnisblaðið sem átyllu til að reka Rod Roseinstein, aðstoðardómsmálaráðherra og æðsta yfirmann rannsóknarinnar. Demókratar hafa varað Trump við að gera slíkt og segja að með því myndi hann skapa mestu stjórnarkreppu í Bandaríkjunum frá því að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lét reka sérstakan saksóknara sem rannsakaði Watergate-málið á áttunda áratug síðustu aldar.
Donald Trump Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22