Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið falið að útfæra gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Dettifoss og Skaftafell. Fréttablaðið/Stefán Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið tilkynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðastliðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti töluverð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófullnægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári.Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/ValliÁrmann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Fréttablaðið að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok mánaðarins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsáætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bókhalds í fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins og af upplýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofnunarinnar frá samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna landvörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðastliðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 milljónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Dettifoss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrifstofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostnað um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið tilkynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðastliðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti töluverð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófullnægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári.Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/ValliÁrmann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Fréttablaðið að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok mánaðarins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsáætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bókhalds í fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins og af upplýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofnunarinnar frá samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna landvörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðastliðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 milljónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Dettifoss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrifstofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostnað um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira