Logi lýsir sig fullkomlega ósammála Mette Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2018 13:12 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Mette Frederiksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins. Vísir/EPA/Getty Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku þegar kemur flóttamannamálum. Danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum síðastliðinn mánudag þar sem þeir segjast leitast við að skapa breiða sátt um málaflokkinn. Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. Tillögurnar kveða einnig á um að flóttamenn hafi ekki lengur möguleika á að sækja tafarlaust um hæli við komuna til Danmerkur. Vill danski jafnaðarmannaflokkurinn þess í stað senda flóttamenn á danska stofnun sem rekin verður í ótilgreindu landi í Norður Afríku þar sem mál þeirra verður tekið fyrir. Logi segir að þessi stefna virðist því miður eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem jafnaðarmenn hafa gagnrýnt harðlega, og nefnir Logi þar danska þjóðarflokkinn sem dæmi.Danskir jafnaðarmenn vilja senda alla flóttamenn sem ætla að sækja um hæli Danmörku til Norður Afríku þar sem mál þeirra verða tekin til meðferðar.Vísir/GettyLogi segist hafa fengið kynningu á þessari stefnu frá Mette Fredriksen, formanni danska jafnaðarmannaflokksins, á formannafundi norrænu jafnaðarmannaflokkanna í gær. „Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu,“ segir Logi. Hann segist vona að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndum feti ekki í spor danska systurflokksins og ætlar Logi að beita sér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt á mannúð. „Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“ Logi segist trúa því að það sé rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. „Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra.,“ segir Logi. Hann segir það klárlega ekki réttu leiðina að reisa múra um Vesturlönd og búa til fyrsta og annars flokks þjóðfélagsþegna eða ala á ótta og tortryggni. „Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“ Flóttamenn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku þegar kemur flóttamannamálum. Danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum síðastliðinn mánudag þar sem þeir segjast leitast við að skapa breiða sátt um málaflokkinn. Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. Tillögurnar kveða einnig á um að flóttamenn hafi ekki lengur möguleika á að sækja tafarlaust um hæli við komuna til Danmerkur. Vill danski jafnaðarmannaflokkurinn þess í stað senda flóttamenn á danska stofnun sem rekin verður í ótilgreindu landi í Norður Afríku þar sem mál þeirra verður tekið fyrir. Logi segir að þessi stefna virðist því miður eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem jafnaðarmenn hafa gagnrýnt harðlega, og nefnir Logi þar danska þjóðarflokkinn sem dæmi.Danskir jafnaðarmenn vilja senda alla flóttamenn sem ætla að sækja um hæli Danmörku til Norður Afríku þar sem mál þeirra verða tekin til meðferðar.Vísir/GettyLogi segist hafa fengið kynningu á þessari stefnu frá Mette Fredriksen, formanni danska jafnaðarmannaflokksins, á formannafundi norrænu jafnaðarmannaflokkanna í gær. „Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu,“ segir Logi. Hann segist vona að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndum feti ekki í spor danska systurflokksins og ætlar Logi að beita sér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt á mannúð. „Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“ Logi segist trúa því að það sé rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. „Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra.,“ segir Logi. Hann segir það klárlega ekki réttu leiðina að reisa múra um Vesturlönd og búa til fyrsta og annars flokks þjóðfélagsþegna eða ala á ótta og tortryggni. „Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“
Flóttamenn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira