Þegar ráðherrarnir láta sér ekki segjast Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:45 Formaður Dómarafélagsins segir að í Danmörku og Noregi sé nær óhugsandi að ráðherra fari gegn áliti nefnda við skipan dómara. Fréttablaðið/Antonbrink Vísir/ANTON Margir spyrja sig að því um þessar mundir hvað valdi því að jafn illa gangi að skipa dómara með farsælum hætti eins og raun ber vitni enda gengið á ýmsu í þeim efnum undanfarna áratugi. „Til að fá einhvern skilning á þessu held ég það þurfi að fara alla leið aftur á tíunda áratug síðustu aldar eða allavega aftur til aldamóta,“ segir Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands, og segir breytinguna sem gerð var um skipun dómara árið 2010 ekki hafa verið gerða að ástæðulausu. Við setningu dómstólalaganna frá 1998 hafði ráðherra töluvert svigrúm við skipun dómara að fenginni umsögn Hæstaréttar, sem mat hæfi og hæfni dómaraefna við réttinn, og sérstakrar dómnefndar sem mat hæfni umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Umdeildar skipanir, til að mynda skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í Hæstarétt árið 2003 og skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara árið 2008, rötuðu bæði til umboðsmanns Alþingis og Hæstaréttar. Í báðum tilvikum var farið gegn hinum lögbundnu umsagnaraðilum og var ráðherra ekki talinn hafa uppfyllt rannsóknarskyldu sína.Nær óhugsandi í Skandinavíu Það var ekki fyrr en 2010, í tíð Rögnu Árnadóttur að ráðist var í breytingar á lagaákvæðum um skipun dómara. Í skýrslu nefndar sem fengin var til að undirbúa breytingarnar var þó talið óþarft að ráðherra yrði beinlínis gert skylt að fara að tilmælum dómnefndar og vísað til framkvæmdarinnar á Norðurlöndunum: „Sú leið hefur heldur ekki verið farin í Danmörku og Noregi en þar er álitið nær óhugsandi að ráðherra fari gegn áliti nefndarinnar þótt ekki sé það bindandi.“ Í tíð þarsíðustu ríkisstjórnar var aftur hafin vinna af fullum krafti við að koma á millidómstigi. Í frumvarpi sem undirbúið var í dómsmálaráðuneytinu má sjá að ráðherra hugðist bakka með þær breytingar sem gerðar voru árið 2010 og auka svigrúm ráðherra að nýju og færa reglurnar aftur í gamla farið. Frumvarpið var hins vegar aldrei lagt fram á Alþingi í þeirri mynd, enda þessum fyrirætlunum mótmælt harðlega af helstu umsagnaraðilum þess. Með nýjum lögum um dómstóla sem samþykkt voru 2016 var fyrirkomulagið sem komið var á 2010 fest í sessi í meginatriðum. Og enn og aftur fer ráðherra gegn tillögu dómnefndar án þess að uppfylla rannsóknarskyldu sína. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki verið í samræmi við hin nýju lög og óvissa ríkir um gildi þeirra úrskurða og dóma sem Landsréttur hefur nú hafist handa við að kveða upp.Hæstiréttur sker úr Aðspurður um hvernig þeirri réttaróvissu sem af þessu leiðir verði eytt segir Skúli Hæstarétt muni skera um það. „Henni verður væntanlega eytt með úrlausn Hæstaréttar sem sker þá úr um það hvort annmarkar við skipun þessara tilteknu dómara leiði til þess að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs, segir Skúli og vísar til sömu stöðu sem var uppi í máli Evrópudómstólsins sem vitnað er til í umræðunni. Hin leiðin væri þá sú að krefjast ómerkingar áfrýjaðs dóms,“ segir Skúli. Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs segir Skúli að væntanlega þurfi þá að hefja nýtt skipunarferli. Um ferlið eins og það er í dag segir Skúli það gera ráð fyrir því að allir handhafar ríkisvaldsins geti komið að skipunarferlinu en enginn þeirra fari með algert vald. „Umsagnarnefndin er ekki valdameiri en svo að ráðherra getur vikið frá tillögum hennar. Ráðherra er ekki valdameiri en svo að hann verður að bera tillögurnar undir Alþingi. Alþingi er svo aftur ekki valdameira en svo að það verður að vinna út frá tillögum ráðherra sem taka þá mið af vinnu hinnar faglegu stjórnsýslu. Svo skulum við ekki útiloka fjórða aðilann sem er forseti Íslands sem við getum sagt að sé hinn endanlegi öryggisventill á allt ferlið.“ Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Margir spyrja sig að því um þessar mundir hvað valdi því að jafn illa gangi að skipa dómara með farsælum hætti eins og raun ber vitni enda gengið á ýmsu í þeim efnum undanfarna áratugi. „Til að fá einhvern skilning á þessu held ég það þurfi að fara alla leið aftur á tíunda áratug síðustu aldar eða allavega aftur til aldamóta,“ segir Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands, og segir breytinguna sem gerð var um skipun dómara árið 2010 ekki hafa verið gerða að ástæðulausu. Við setningu dómstólalaganna frá 1998 hafði ráðherra töluvert svigrúm við skipun dómara að fenginni umsögn Hæstaréttar, sem mat hæfi og hæfni dómaraefna við réttinn, og sérstakrar dómnefndar sem mat hæfni umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Umdeildar skipanir, til að mynda skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í Hæstarétt árið 2003 og skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara árið 2008, rötuðu bæði til umboðsmanns Alþingis og Hæstaréttar. Í báðum tilvikum var farið gegn hinum lögbundnu umsagnaraðilum og var ráðherra ekki talinn hafa uppfyllt rannsóknarskyldu sína.Nær óhugsandi í Skandinavíu Það var ekki fyrr en 2010, í tíð Rögnu Árnadóttur að ráðist var í breytingar á lagaákvæðum um skipun dómara. Í skýrslu nefndar sem fengin var til að undirbúa breytingarnar var þó talið óþarft að ráðherra yrði beinlínis gert skylt að fara að tilmælum dómnefndar og vísað til framkvæmdarinnar á Norðurlöndunum: „Sú leið hefur heldur ekki verið farin í Danmörku og Noregi en þar er álitið nær óhugsandi að ráðherra fari gegn áliti nefndarinnar þótt ekki sé það bindandi.“ Í tíð þarsíðustu ríkisstjórnar var aftur hafin vinna af fullum krafti við að koma á millidómstigi. Í frumvarpi sem undirbúið var í dómsmálaráðuneytinu má sjá að ráðherra hugðist bakka með þær breytingar sem gerðar voru árið 2010 og auka svigrúm ráðherra að nýju og færa reglurnar aftur í gamla farið. Frumvarpið var hins vegar aldrei lagt fram á Alþingi í þeirri mynd, enda þessum fyrirætlunum mótmælt harðlega af helstu umsagnaraðilum þess. Með nýjum lögum um dómstóla sem samþykkt voru 2016 var fyrirkomulagið sem komið var á 2010 fest í sessi í meginatriðum. Og enn og aftur fer ráðherra gegn tillögu dómnefndar án þess að uppfylla rannsóknarskyldu sína. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki verið í samræmi við hin nýju lög og óvissa ríkir um gildi þeirra úrskurða og dóma sem Landsréttur hefur nú hafist handa við að kveða upp.Hæstiréttur sker úr Aðspurður um hvernig þeirri réttaróvissu sem af þessu leiðir verði eytt segir Skúli Hæstarétt muni skera um það. „Henni verður væntanlega eytt með úrlausn Hæstaréttar sem sker þá úr um það hvort annmarkar við skipun þessara tilteknu dómara leiði til þess að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs, segir Skúli og vísar til sömu stöðu sem var uppi í máli Evrópudómstólsins sem vitnað er til í umræðunni. Hin leiðin væri þá sú að krefjast ómerkingar áfrýjaðs dóms,“ segir Skúli. Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs segir Skúli að væntanlega þurfi þá að hefja nýtt skipunarferli. Um ferlið eins og það er í dag segir Skúli það gera ráð fyrir því að allir handhafar ríkisvaldsins geti komið að skipunarferlinu en enginn þeirra fari með algert vald. „Umsagnarnefndin er ekki valdameiri en svo að ráðherra getur vikið frá tillögum hennar. Ráðherra er ekki valdameiri en svo að hann verður að bera tillögurnar undir Alþingi. Alþingi er svo aftur ekki valdameira en svo að það verður að vinna út frá tillögum ráðherra sem taka þá mið af vinnu hinnar faglegu stjórnsýslu. Svo skulum við ekki útiloka fjórða aðilann sem er forseti Íslands sem við getum sagt að sé hinn endanlegi öryggisventill á allt ferlið.“
Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira