Voru ekki látnir vita að fluginu var aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 10:37 Hópurinn átti bókað flug með Flugfélagi Íslands, sem nú heitir Air Iceland Connect. Vísir/Anton Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hverjum og einum í hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Ferðamennirnir voru ekki látnir vita af því að fluginu hafði verið aflýst.Í úrskurði Samgöngustofu í málinu kemur fram að ferðamennirnir hafi átt bókað ferðalag til Íslands með ferðaskrifstofunni Iceland ProTravel. Hluti þessa ferðalags var flugferð frá Reykjavík til Ísafjarðar og baka. Brottför frá Reykjavík var áætluð 14. júní 2016 klukkan 21.30. Þar kemur fram að Air Iceland Connect, sem hét þá Flugfélag Íslands, hafi tilkynnt ferðaskrifstofunni um aflýsingu flugsins 19. maí 2016 eða með 27 daga fyrirvara. Ferðaskrifstofunni láðist að tilkynna ferðamönnunum um aflýsinguna og varð ferðamönnunum ekki kunnugt um aflýsinguna fyrr en þeir voru mættir til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli 14. júní 2016. Evrópska neytendaðstoðin aðstoðaði ferðamennina í málinu og var bent á þýskt dómafordæmi þar sem talið var að flugfélög bæru ábyrgð á tilkynningum um aflýsingu tilkynnt til farþega þó svo að flugferðin væri bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og að henni hefði í því máli verið tilkynnt um aflýsinguna til farþega. Í svari flugfélagsins við til Samgöngustofu hafnaði félagið bótaskyldu og sagði það ótækt að félagið bæri ábyrgð á því að þriðji aðili, ferðaskrifstofan í þessu tilviki, vanrækti að láta ferðamennina vita. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ábyrgð á tilkynningu til farþega hvíli óhjákvæmilega hjá flugrekendum þar sem enginn annar aðili sé tiltekinn sem ábyrgur fyrir slíkri tilkynningu. Þá segir einnig að flugfélagið hefði hæglega getað óskað eftir upplýsingum um farþegana frá ferðaskrifstofunni til að koma skilaboðum um aflýsinguna áleiðis. Þarf því flugfélagið að greiða hverjum og einum farþega úr hópnum 250 evrur. Þó er tekið fram í úrskurðu Samgöngustofu að flugfélagið eigi mögulega rétt á endurkröfu vegna tjóns sem hann verður fyrir við að greiða skaðabætur. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hverjum og einum í hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Ferðamennirnir voru ekki látnir vita af því að fluginu hafði verið aflýst.Í úrskurði Samgöngustofu í málinu kemur fram að ferðamennirnir hafi átt bókað ferðalag til Íslands með ferðaskrifstofunni Iceland ProTravel. Hluti þessa ferðalags var flugferð frá Reykjavík til Ísafjarðar og baka. Brottför frá Reykjavík var áætluð 14. júní 2016 klukkan 21.30. Þar kemur fram að Air Iceland Connect, sem hét þá Flugfélag Íslands, hafi tilkynnt ferðaskrifstofunni um aflýsingu flugsins 19. maí 2016 eða með 27 daga fyrirvara. Ferðaskrifstofunni láðist að tilkynna ferðamönnunum um aflýsinguna og varð ferðamönnunum ekki kunnugt um aflýsinguna fyrr en þeir voru mættir til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli 14. júní 2016. Evrópska neytendaðstoðin aðstoðaði ferðamennina í málinu og var bent á þýskt dómafordæmi þar sem talið var að flugfélög bæru ábyrgð á tilkynningum um aflýsingu tilkynnt til farþega þó svo að flugferðin væri bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og að henni hefði í því máli verið tilkynnt um aflýsinguna til farþega. Í svari flugfélagsins við til Samgöngustofu hafnaði félagið bótaskyldu og sagði það ótækt að félagið bæri ábyrgð á því að þriðji aðili, ferðaskrifstofan í þessu tilviki, vanrækti að láta ferðamennina vita. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ábyrgð á tilkynningu til farþega hvíli óhjákvæmilega hjá flugrekendum þar sem enginn annar aðili sé tiltekinn sem ábyrgur fyrir slíkri tilkynningu. Þá segir einnig að flugfélagið hefði hæglega getað óskað eftir upplýsingum um farþegana frá ferðaskrifstofunni til að koma skilaboðum um aflýsinguna áleiðis. Þarf því flugfélagið að greiða hverjum og einum farþega úr hópnum 250 evrur. Þó er tekið fram í úrskurðu Samgöngustofu að flugfélagið eigi mögulega rétt á endurkröfu vegna tjóns sem hann verður fyrir við að greiða skaðabætur.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira