Prjónuðu bangsarnir veita börnum huggun í erfiðum aðstæðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 14:15 Arndís Hilmarsdóttir og Brynja Bjarnadóttir afhentu 82 nýja bangsa fyrir jólin. Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Arndís Hilmarsdóttir setti af stað samfélagsverkefnið Sjúkrabílabangsar sem gengur út á að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningmanna að halda. Bangsinn er hugsaður sem huggun og fær barnið auðvitað að eiga bangsann. Verkefnið hefur stækkað ört og nokkur hundruð taka þátt í að prjóna bangsa sem tengiliðir um land allt sjá svo um að afhenda. „Við heyrðum af verkefni í Noregi með svona bangsa og ákváðum bara að fara í þetta og framkvæma.“Tengiliðir víða um landið Í nokkur ár hefur þessi hópur starfsfólks í Foldaskóla prjónað jólagjafir fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins og einnig prjónað föt fyrir Konukot og fleiri staði þar sem þörf er fyrir slíkt. Rétt fyrir jólin fór Arndís ásamt Brynju Bjarnadóttir og færði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu 82 nýja bangsa frá starfsfólkinu í Foldaskóla en hópurinn afhenti alls 230 bangsa árið 2017. En þessi hópur er ekki einn að prjóna, um allt land eru fleiri sem taka þátt í þessu verkefni. „Ég er með tengiliði um allt land, mikið til í kvenfélögum á hverjum stað. Tengiliðirnir sjá um að afhenda bangsa og láta vita ef vantar svo hægt sé að dreifa þeim ef það er of mikið á einum stað en of lítið á öðrum.“ Upplýsingar um tengiliðina má finna á Facebook síðu verkefnisins.Staðsetning tengiliðanna er merkt með rauðum punktum á kortinu.Mynd/SjúkrabílabangsarBangsarnir hugga börnin Bangsarnir eru ekki aðeins fyrir börn sem flutt eru með sjúkrabíl heldur öll börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Ef foreldri eða systkini barns er flutt í burtu með sjúkrabíl er barninu líka gefinn slíkur bangsi, sem getur hjálpað barninu í erfiðum eða stressandi aðstæðum.„Þetta á að veita smá huggun.“ Þeir einstaklingar sem taka þátt leggja sjálfir út fyrir efniskostnaði eða nota afgangsgarn sem til er á heimilinu. Arndís er mjög ánægð með þau viðbrögð sem þetta verkefni hefur fengið og vonar að enn fleiri vilji taka þátt. „Ég hef fengið góð viðbrögð bæði frá foreldrum barna sem þurfa að nota þetta og mjög góð viðbrögð frá slökkviliðinu og sjúkraflutningaþjónustum um landið.“Bangsarnir eru tilbúnir í sjúkrabílunum þegar á þarf að halda.Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinuAllir geta hjálpað Bangsarnir eru flestir prjónaðir eftir uppskrift sem finna má á Facebook síðu Sjúkrabílabangsa en þeir eru misjafnir af stærð, áferð og lit eftir því hvernig garn er valið og á hvaða stærð af prjónum þeir eru gerðir. „Það er náttúrulega enginn skyldugur til þess að nota forskriftina en hún er svona hugsuð sem hjálpartæki til að koma fólki af stað.“ Flestir starfsmenn Foldaskóla taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Arndís segir að margir prjóni, einhverjir troði í og sauma saman og aðrir kaupi efnið. Fundartímar eru nýttir vel og eiga starfsmenn ánægjulega samveru í kaffitímum að vinna að þessu verkefni. Hún skorar á starfsmenn annarra grunnskóla og alla aðra til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og halda því gangandi. „Það geta allir verið með og það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum,“ segir Arndís að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Arndís Hilmarsdóttir setti af stað samfélagsverkefnið Sjúkrabílabangsar sem gengur út á að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningmanna að halda. Bangsinn er hugsaður sem huggun og fær barnið auðvitað að eiga bangsann. Verkefnið hefur stækkað ört og nokkur hundruð taka þátt í að prjóna bangsa sem tengiliðir um land allt sjá svo um að afhenda. „Við heyrðum af verkefni í Noregi með svona bangsa og ákváðum bara að fara í þetta og framkvæma.“Tengiliðir víða um landið Í nokkur ár hefur þessi hópur starfsfólks í Foldaskóla prjónað jólagjafir fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins og einnig prjónað föt fyrir Konukot og fleiri staði þar sem þörf er fyrir slíkt. Rétt fyrir jólin fór Arndís ásamt Brynju Bjarnadóttir og færði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu 82 nýja bangsa frá starfsfólkinu í Foldaskóla en hópurinn afhenti alls 230 bangsa árið 2017. En þessi hópur er ekki einn að prjóna, um allt land eru fleiri sem taka þátt í þessu verkefni. „Ég er með tengiliði um allt land, mikið til í kvenfélögum á hverjum stað. Tengiliðirnir sjá um að afhenda bangsa og láta vita ef vantar svo hægt sé að dreifa þeim ef það er of mikið á einum stað en of lítið á öðrum.“ Upplýsingar um tengiliðina má finna á Facebook síðu verkefnisins.Staðsetning tengiliðanna er merkt með rauðum punktum á kortinu.Mynd/SjúkrabílabangsarBangsarnir hugga börnin Bangsarnir eru ekki aðeins fyrir börn sem flutt eru með sjúkrabíl heldur öll börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Ef foreldri eða systkini barns er flutt í burtu með sjúkrabíl er barninu líka gefinn slíkur bangsi, sem getur hjálpað barninu í erfiðum eða stressandi aðstæðum.„Þetta á að veita smá huggun.“ Þeir einstaklingar sem taka þátt leggja sjálfir út fyrir efniskostnaði eða nota afgangsgarn sem til er á heimilinu. Arndís er mjög ánægð með þau viðbrögð sem þetta verkefni hefur fengið og vonar að enn fleiri vilji taka þátt. „Ég hef fengið góð viðbrögð bæði frá foreldrum barna sem þurfa að nota þetta og mjög góð viðbrögð frá slökkviliðinu og sjúkraflutningaþjónustum um landið.“Bangsarnir eru tilbúnir í sjúkrabílunum þegar á þarf að halda.Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinuAllir geta hjálpað Bangsarnir eru flestir prjónaðir eftir uppskrift sem finna má á Facebook síðu Sjúkrabílabangsa en þeir eru misjafnir af stærð, áferð og lit eftir því hvernig garn er valið og á hvaða stærð af prjónum þeir eru gerðir. „Það er náttúrulega enginn skyldugur til þess að nota forskriftina en hún er svona hugsuð sem hjálpartæki til að koma fólki af stað.“ Flestir starfsmenn Foldaskóla taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Arndís segir að margir prjóni, einhverjir troði í og sauma saman og aðrir kaupi efnið. Fundartímar eru nýttir vel og eiga starfsmenn ánægjulega samveru í kaffitímum að vinna að þessu verkefni. Hún skorar á starfsmenn annarra grunnskóla og alla aðra til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og halda því gangandi. „Það geta allir verið með og það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum,“ segir Arndís að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira