Teslan mun hendast út úr sólkerfinu eða brenna upp Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 15:00 Bíllinn með gínu um borð nálgast braut jarðar aftur 1. september 2019 þegar hann verður í sólnánd sporbrautar sinnar. SpaceX Rafbíllinn sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut út í geim í vikunni er kominn út fyrir braut tunglsins og stefnir hraðbyri út í sólkerfið, út fyrir braut Mars. Sérfræðingar segja að bílnum verði á endanum annað hvort slöngvað út úr sólkerfinu eða að hann brenni upp nálægt sólinni. Upphaflega áætlaði SpaceX að Tesla Roadster-bifreiðin færi á braut um sólina sem væri í sólfirð við sporbraut reikistjörnunnar Mars. Elon Musk, eigandi SpaceX, birti hins vegar skýringarmynd í gær sem benti til þess að bíllinn myndi líklega ná alla leið út í smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Teslan var farmur Falcon Heavy-eldflaugar fyrirtækisins sem fór í sitt fyrsta tilraunaflug á þriðjudag. Eldflaugin er sú öflugasta sem nú er í notkun í heiminum. Nú hefur SpaceX hins vegar uppfært útreikninga sína og segir að braut bílsins muni ná aðeins út fyrir braut Mars eins og upphaflega stóð til, að því er segir í frétt Spaceflight Now. Þegar Teslan verður næst Mars í byrjun júní verður hún í um 111 milljón kílómetra fjarlægð. Fjærsti punktur sporbrautar bílsins er í um 254 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni 19. nóvember.Þyngdarkraftur Júpíters hefur sitt að segja Musk hefur sagt að Teslan verði á braut sinni um sólkerfið á milli jarðarinnar og Mars í hundruð milljónir ára og jafnvel milljarða ára. Sérfræðingar segja hins vegar að tveir kraftar muni verka á bílinn sem verði til þess að hann endist ekki svo lengi. Í fyrsta lagi hefur þyngdartog Júpíters áhrif á fyrirbæri í smástirnabeltinu og mun að líkindum einnig breyta sporbraut Teslunnar. Þá geta örlitlar breytingar á hitastigi valdið hröðun yfir tímaskeið sem er talið í milljónum ára sem gæti á endanum leitt til þess að bíllinn byrji að falla í átt að sólinni. Jonathan McDowell, stjörnufræðingur við Harvard-Smithsonian-stjarneðlisfræðimiðstöðina, telur að það verði keppni á milli þessara tveggja krafta um hvor örlög bílsins verða. „Flest smástirni í grennd við jörðina enda á því að gufa upp af völdum sólarinnar eða Júpíter slöngvar þeim út úr sólkerfinu. Bílar í grennd við jörðina ættu að gera það sama,“ segir Alan Fitzsimmons, stjörnufræðingur við Drottningarháskólann í Belfast á Norður-Írlandi, við Spaceflight Now. Samkvæmt útreikningum hans ætti Teslan hins vegar að halda sig á þessari braut að minnsta kosti næstu tíu þúsund árin. Eftir það byrji Júpíter að hafa meiri áhrif á brautina. Geimurinn Júpíter Mars Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Rafbíllinn sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut út í geim í vikunni er kominn út fyrir braut tunglsins og stefnir hraðbyri út í sólkerfið, út fyrir braut Mars. Sérfræðingar segja að bílnum verði á endanum annað hvort slöngvað út úr sólkerfinu eða að hann brenni upp nálægt sólinni. Upphaflega áætlaði SpaceX að Tesla Roadster-bifreiðin færi á braut um sólina sem væri í sólfirð við sporbraut reikistjörnunnar Mars. Elon Musk, eigandi SpaceX, birti hins vegar skýringarmynd í gær sem benti til þess að bíllinn myndi líklega ná alla leið út í smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Teslan var farmur Falcon Heavy-eldflaugar fyrirtækisins sem fór í sitt fyrsta tilraunaflug á þriðjudag. Eldflaugin er sú öflugasta sem nú er í notkun í heiminum. Nú hefur SpaceX hins vegar uppfært útreikninga sína og segir að braut bílsins muni ná aðeins út fyrir braut Mars eins og upphaflega stóð til, að því er segir í frétt Spaceflight Now. Þegar Teslan verður næst Mars í byrjun júní verður hún í um 111 milljón kílómetra fjarlægð. Fjærsti punktur sporbrautar bílsins er í um 254 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni 19. nóvember.Þyngdarkraftur Júpíters hefur sitt að segja Musk hefur sagt að Teslan verði á braut sinni um sólkerfið á milli jarðarinnar og Mars í hundruð milljónir ára og jafnvel milljarða ára. Sérfræðingar segja hins vegar að tveir kraftar muni verka á bílinn sem verði til þess að hann endist ekki svo lengi. Í fyrsta lagi hefur þyngdartog Júpíters áhrif á fyrirbæri í smástirnabeltinu og mun að líkindum einnig breyta sporbraut Teslunnar. Þá geta örlitlar breytingar á hitastigi valdið hröðun yfir tímaskeið sem er talið í milljónum ára sem gæti á endanum leitt til þess að bíllinn byrji að falla í átt að sólinni. Jonathan McDowell, stjörnufræðingur við Harvard-Smithsonian-stjarneðlisfræðimiðstöðina, telur að það verði keppni á milli þessara tveggja krafta um hvor örlög bílsins verða. „Flest smástirni í grennd við jörðina enda á því að gufa upp af völdum sólarinnar eða Júpíter slöngvar þeim út úr sólkerfinu. Bílar í grennd við jörðina ættu að gera það sama,“ segir Alan Fitzsimmons, stjörnufræðingur við Drottningarháskólann í Belfast á Norður-Írlandi, við Spaceflight Now. Samkvæmt útreikningum hans ætti Teslan hins vegar að halda sig á þessari braut að minnsta kosti næstu tíu þúsund árin. Eftir það byrji Júpíter að hafa meiri áhrif á brautina.
Geimurinn Júpíter Mars Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03
Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45
Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00