Síðasti séns til að kaupa stuðningsmannamiða á HM 2018 Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 09:00 Klukkan tifar. vísir/getty Miðasöluglugganum á HM 2018 í Rússlandi sem opnaði 5. desember verður lokað klukkan níu fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. janúar. Í þessu öðru miðasöluferli heimsmeistaramótsins er mögulegt að sækja um stuðningsmannamiða þannig Íslendingar geta keypt miða á alla þrjá leiki strákanna okkar í riðlakeppninni gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Þá er einnig hægt að sækja um miða á leiki Íslands í útsláttarkeppninni, komist liðið þangað, en fari allt á versta veg ógildast miðarnir. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins, að því fram kemur á vef KSÍ.Aðeins fyrir Íslendinga Aðeins íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um miða í þessu ferli, samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Margréti Elíasdóttur, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands. Íslenskur ríkisborgari getur ekki sótt um miða fyrir sig og annan aðila sem er ekki ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Það þarf að skrá kennitölu og vegabréfsnúmer allra sem sækja um miða. KSÍ hefur einnig reynt að ítreka að hver einstaklingur getur aðeins sótt um einn miða á hvern leik, hvort sem hann sækir um hann beint sjálfur eða er hluti af miðasölukaupum annars aðila. Hver einstaklingur má kaupa fjóra miða á hvern leik eða tólf í heildina ef hann kaupir til dæmis fjóra miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni.Svara í mars Ef einhver hefur skráð annan einstakling með sér í miðakaupum á til dæmis leik Íslands og Argentínu má sá hinn sami ekki sækja um miða á hann sjálfur eða vera með sína kennitölu í miðakaupum annars aðila á sama leik til að auka möguleika sína á miða á leikinn. Sé einstaklingur skráður á tveimur eða fleiri stöðum í miðakaupum á einn leik verður beiðni hans hafnað. Því er gott að passa sig í miðakaupunum en skilyrðin eru mjög ströng eins og bent er á í frétt á heimasíðu KSÍ. FIFA mun gefa sér nægan tíma í að vinna úr miðasöluferli tvö en Íslendingar og aðrir sem reyndu að kaupa sér miða í þessu ferli munu þurfa að bíða fram í miðjan mars eftir svari. Þetta er ekki síðasti sénsinn til að kaupa miða á HM en það besta til að sjá íslenska landsliðið spila. Þriðja miðasöluferlið, sem er einskonar fyrstur kemur fyrstur fær, hefst í mars þegar að svör eru komin úr yfirstandandi miðasöluferli. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Miðasöluglugganum á HM 2018 í Rússlandi sem opnaði 5. desember verður lokað klukkan níu fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. janúar. Í þessu öðru miðasöluferli heimsmeistaramótsins er mögulegt að sækja um stuðningsmannamiða þannig Íslendingar geta keypt miða á alla þrjá leiki strákanna okkar í riðlakeppninni gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Þá er einnig hægt að sækja um miða á leiki Íslands í útsláttarkeppninni, komist liðið þangað, en fari allt á versta veg ógildast miðarnir. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins, að því fram kemur á vef KSÍ.Aðeins fyrir Íslendinga Aðeins íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um miða í þessu ferli, samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Margréti Elíasdóttur, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands. Íslenskur ríkisborgari getur ekki sótt um miða fyrir sig og annan aðila sem er ekki ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Það þarf að skrá kennitölu og vegabréfsnúmer allra sem sækja um miða. KSÍ hefur einnig reynt að ítreka að hver einstaklingur getur aðeins sótt um einn miða á hvern leik, hvort sem hann sækir um hann beint sjálfur eða er hluti af miðasölukaupum annars aðila. Hver einstaklingur má kaupa fjóra miða á hvern leik eða tólf í heildina ef hann kaupir til dæmis fjóra miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni.Svara í mars Ef einhver hefur skráð annan einstakling með sér í miðakaupum á til dæmis leik Íslands og Argentínu má sá hinn sami ekki sækja um miða á hann sjálfur eða vera með sína kennitölu í miðakaupum annars aðila á sama leik til að auka möguleika sína á miða á leikinn. Sé einstaklingur skráður á tveimur eða fleiri stöðum í miðakaupum á einn leik verður beiðni hans hafnað. Því er gott að passa sig í miðakaupunum en skilyrðin eru mjög ströng eins og bent er á í frétt á heimasíðu KSÍ. FIFA mun gefa sér nægan tíma í að vinna úr miðasöluferli tvö en Íslendingar og aðrir sem reyndu að kaupa sér miða í þessu ferli munu þurfa að bíða fram í miðjan mars eftir svari. Þetta er ekki síðasti sénsinn til að kaupa miða á HM en það besta til að sjá íslenska landsliðið spila. Þriðja miðasöluferlið, sem er einskonar fyrstur kemur fyrstur fær, hefst í mars þegar að svör eru komin úr yfirstandandi miðasöluferli.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira