Gamaldags átakapólitík Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. janúar 2018 15:53 Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig áherslu á bætt vinnubrögð, að þegar ákvarðanir eru teknar á vetvangi stjórnmálanna væri horft til lengra en eins árs í senn og byggt á stefnumótun sem tæki mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri tíma frekar að vinna litlar orustur inn á Alþingi. Það er okkar trú að þannig getum við nýtt fjármuni betur og þannig gert betur fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna tók við þann 1. desember sl. og hóf strax vinnu við breytingar á því fjárlagafrumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram. Fjórum vikum síðar samþykkti Alþingi fjárlög sem fela í sér tæplega 19 milljarða útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri fjárlög höfðu gert ráð fyrir og samtals 55,3 milljarða útgjaldaaukningu á milli ára. Ef við horfum eingöngu á útgjaldaaukninguna og hugsum jafnvel í prósentum má segja að þessi fjárlög séu einstakur árangur í loforðaefndum. Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið – 19 milljarðar af 40-50 voru komnir í hús. En auðvitað er þetta ekki svo einfallt að það sé hægt afgreiða þetta með einföldum prósentureikningi. Fjárlögin voru unnin á ótrúlega stuttum tíma og því gafst ekki mikill tími til að horfa langt fram veginn. Sú vinna stendur nú yfir, við gerð fjármálaáætlunar, endurskoðun almannatrygginga og einnig heilbrigðisáætlunar, svo dæmi séu nefnd.Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem virðast telja að eðlilegt sé að smætta alla umræðu um ríkisfjármál og uppbyggingu á okkar samfélagslegu innviðum niður í einfaldan prósentureikning og stakar atkvæðagreiðslur á Alþingi, eins og sjá mátti í grein hans í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Vinstri svik“. Ágúst hefur nefnilega með einföldum prósentureikningi komist að þeirri niðurstöðu að Vinstri græn hafi framið mikil svik með fyrrnefndum fjármlögum. Þetta er hins vegar marklaust þegar kemur að því að mæla árangur eða efndir Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ágúst hefði nefnilega getað gert lítið úr nánast hvaða útgjaldaaukningu sem er með því að veifa prósentutölum, enda er 40 til 50 milljarða aukning útgjalda bara um 5% aukning. Allt tal um svik Vinstri grænna er því marklaust, hluti af hinni gömlu átakapólitík sem engu skilar. Ég hvet Ágúst Ólaf, og aðra í stjórnarandstöðunni, til að taka höndum saman með okkur í ríkisstjórninni í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Stj.mál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig áherslu á bætt vinnubrögð, að þegar ákvarðanir eru teknar á vetvangi stjórnmálanna væri horft til lengra en eins árs í senn og byggt á stefnumótun sem tæki mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri tíma frekar að vinna litlar orustur inn á Alþingi. Það er okkar trú að þannig getum við nýtt fjármuni betur og þannig gert betur fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna tók við þann 1. desember sl. og hóf strax vinnu við breytingar á því fjárlagafrumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram. Fjórum vikum síðar samþykkti Alþingi fjárlög sem fela í sér tæplega 19 milljarða útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri fjárlög höfðu gert ráð fyrir og samtals 55,3 milljarða útgjaldaaukningu á milli ára. Ef við horfum eingöngu á útgjaldaaukninguna og hugsum jafnvel í prósentum má segja að þessi fjárlög séu einstakur árangur í loforðaefndum. Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið – 19 milljarðar af 40-50 voru komnir í hús. En auðvitað er þetta ekki svo einfallt að það sé hægt afgreiða þetta með einföldum prósentureikningi. Fjárlögin voru unnin á ótrúlega stuttum tíma og því gafst ekki mikill tími til að horfa langt fram veginn. Sú vinna stendur nú yfir, við gerð fjármálaáætlunar, endurskoðun almannatrygginga og einnig heilbrigðisáætlunar, svo dæmi séu nefnd.Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem virðast telja að eðlilegt sé að smætta alla umræðu um ríkisfjármál og uppbyggingu á okkar samfélagslegu innviðum niður í einfaldan prósentureikning og stakar atkvæðagreiðslur á Alþingi, eins og sjá mátti í grein hans í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Vinstri svik“. Ágúst hefur nefnilega með einföldum prósentureikningi komist að þeirri niðurstöðu að Vinstri græn hafi framið mikil svik með fyrrnefndum fjármlögum. Þetta er hins vegar marklaust þegar kemur að því að mæla árangur eða efndir Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ágúst hefði nefnilega getað gert lítið úr nánast hvaða útgjaldaaukningu sem er með því að veifa prósentutölum, enda er 40 til 50 milljarða aukning útgjalda bara um 5% aukning. Allt tal um svik Vinstri grænna er því marklaust, hluti af hinni gömlu átakapólitík sem engu skilar. Ég hvet Ágúst Ólaf, og aðra í stjórnarandstöðunni, til að taka höndum saman með okkur í ríkisstjórninni í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun