Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir konur með fíknivanda og geðsjúkdóm, svokallaða tvígreiningu. Þar af leiðandi festast konurnar gjarnan inni á geðdeild eða eru útskrifaðar á götuna, og dæmi eru um að þær leiðist út í vændi. Umboðsmaður borgarbúa hefur fengið mál þessara einstaklinga inn á borð til sín. „Við höfum séð dæmi um einstaklinga sem hafa verið fastir á geðdeild í eitt og hálft ár til tvö ár, sem er gríðarlega langur tími," segir Ingi Poulsen. Nóttin á geðdeild Landspítala kostar ríkið um 130 þúsund krónur. Nú í dag er kona á geðdeild sem hefur setið þar föst í tvö ár. Kostnaður ríkisins við ónauðsynlega innlögn þessarar konu er því um 95 milljónir króna. Ingi segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinni betur saman. „Það þarf mjög öfluga þjónustu þessara tveggja aðila en hér á Íslandi er hún veitt af ríkinu annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þarna þarf að bæta úr. Það eru tækifæri fólgin í að efla þjónustu og samvinnu þessara tveggja aðila.“ Vala Jónsdóttir, kynjafræðinemi við Háskóla Íslands, gerir nú mastersrannsókn þar sem hún skoðar með viðtölum við fagfólk af hverju konur fái síður húsaskjól en karlar með þennan tvíþætta vanda, og hvort um kynbundna mismunun sé að ræða. Hún starfaði sjálf á Kleppi um árabil og fékk þannig hugmyndina að rannsókninni. „Það var almenn tilfinning starfsmanna að það væri miklu erfiðara að koma konum, sem lögðust inn á deildina, í úrræði,“ segir Vala. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir konur með fíknivanda og geðsjúkdóm, svokallaða tvígreiningu. Þar af leiðandi festast konurnar gjarnan inni á geðdeild eða eru útskrifaðar á götuna, og dæmi eru um að þær leiðist út í vændi. Umboðsmaður borgarbúa hefur fengið mál þessara einstaklinga inn á borð til sín. „Við höfum séð dæmi um einstaklinga sem hafa verið fastir á geðdeild í eitt og hálft ár til tvö ár, sem er gríðarlega langur tími," segir Ingi Poulsen. Nóttin á geðdeild Landspítala kostar ríkið um 130 þúsund krónur. Nú í dag er kona á geðdeild sem hefur setið þar föst í tvö ár. Kostnaður ríkisins við ónauðsynlega innlögn þessarar konu er því um 95 milljónir króna. Ingi segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinni betur saman. „Það þarf mjög öfluga þjónustu þessara tveggja aðila en hér á Íslandi er hún veitt af ríkinu annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þarna þarf að bæta úr. Það eru tækifæri fólgin í að efla þjónustu og samvinnu þessara tveggja aðila.“ Vala Jónsdóttir, kynjafræðinemi við Háskóla Íslands, gerir nú mastersrannsókn þar sem hún skoðar með viðtölum við fagfólk af hverju konur fái síður húsaskjól en karlar með þennan tvíþætta vanda, og hvort um kynbundna mismunun sé að ræða. Hún starfaði sjálf á Kleppi um árabil og fékk þannig hugmyndina að rannsókninni. „Það var almenn tilfinning starfsmanna að það væri miklu erfiðara að koma konum, sem lögðust inn á deildina, í úrræði,“ segir Vala.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Sjá meira
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00