Upp með veskin! Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Slagurinn um Kjararáð snýst fyrst og fremst um völd. Ekki jöfnuð, ekki hvað teljist réttlát kjör, bara hverjir skuli ráða kjaraþróuninni í prósentum talið. Handhafar kjarareglustikunnar, sem kalla sig SALEK, eru búnir að knýja ríkisstjórn landsins til valdaafsals í þessu efni. Í síðustu viku fengum við að vita að í ráði væri að setja mél og beisli á Kjararáð og hafa taumhaldið á borði SALEK. Þetta mátti lesa úr boðskapnum. Sú tilhneiging var rík í kringum aldamótin að gera opinberar stofnanir að hlutafélögum. Stundum var markmiðið það eitt að leggja af réttindakerfi starfsmanna og koma forstjórunum í var með sín laun. Það vill gleymast í þessari umræðu að flestum ríkisforstjórum er meinilla við Kjararáð. Í stjórn hlutafélags er það hins vegar stjórn félagsins sem ákveður forstjóralaunin, „því miður er ekki hægt að upplýsa um þau, menn verða að hafa á því skilning að þau eru trúnaðarmál“. Með hlutafélagafyrirkomulaginu er gagnsæi Kjararáðs þannig fyrir bí og ekkert lengur til að koma láglaunafólkinu úr jafnvægi, með öðrum orðum, margfrægur stöðugleiki er tryggður. Þannig var þetta hugsað og um þetta snúast deilur á líðandi stund um Kjararáð fyrst og fremst, að halda launaþjóðinni sofandi undir handleiðslu skömmtunarstjóra.Meira valdaafsal Aðförin að Kjararáði er bara byrjunin. Nú verður knúið á um frekara valdaafsal. Atvinnurekendasamtökin eru byrjuð að setja ríkisstjórninni fyrir. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í blaðagrein að bæði skorti aðhald og forgangsröðun í ríkiskerfinu. Hvernig væri að tala ögn skýrar, Halldór. Telur talsmaður SA of mikið fara til skólanna eða heilbrigðiskerfisins, varla til Landhelgisgæslunnar því þar er illu heilli verið að skera niður. Eða er hugboð mitt rétt, að Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins séu að dusta rykið af margframkomnum tillögum sínum um einkavæðingu og einkaframkvæmd? Til að þau áform gangi upp þarf að byrja á því að búa til fjárhagsþrengingar með „aðhaldi“, síðan mun Viðskiptaráð og SA koma með sérsaumuðu lausnirnar um rétta forgangsröðun að hætti hússins.Höfum séð á spilin Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki alltaf staðið í fæturna gagnvart slíkum áformum – þess vegna þarf að hafa varann á nú þegar valdaafsalið er hafið. Við höfum að sjálfsögðu þegar séð á ýmis spil, skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfmanna jafnframt því sem samtök á vinnumarkaði seilast sífellt lengra inn á svið samfélagsþjónustunnar á kostnað hennar.Viðskiptaráð opni sig En aftur að Kjararáði og tillögu sem ég set hér með fram. Okkur er sagt að stóri vandinn sé skortur á upplýsingum um kjör og þróun viðmiðunarhópa, og þá væntanlega einnig þeirra sem Kjararáði ber að miða við. Væri ekki ráð að hver og einn einstaklingur sem sæti á í stjórn Viðskiptaráðs opni veski sitt og sýni þjóðinni hvað þar er að finna. Þau sem tjá sig eins ákaft um kjör annarra og þetta fólk gerir, geta varla vikist undan því að ræða eigin kjör. Þetta ætti að vera einfalt og fljótvirkt. Þar með hefði Kjararáð viðmiðunarhópinn til að styðjast við.Varnarvísitala láglaunafólks Þegar þessar staðreyndir lægju á borðinu væri rétt að hefja umræðu um hver væri siðferðilega boðlegur kjaramunur. Ég hef stungið upp á einn á móti þremur og flutt um það þingmál. Óþarflega mikill munur kann einhver að segja og virði ég það sjónarmið. En ég legg engu að síður til að við byrjum þarna. Ef við sammæltumst um þetta og á daginn kæmi að viðsemjendur SA og Viðskiptaráðs væru með minna en nemur þriðjungi af þeirra kjörum, þyrfti að gera annað tveggja, hinir hæstu lækki eða hinir lægstu verði hækkaðir þannig að hlutfallinu verði náð. Þarna væri komin varnarvísitala láglaunafólks. Ef ekki fylgir með í SALEK pakkanum formúla af þessu tagi, þá er bara ein leið fær: Barátta og aftur barátta!Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Slagurinn um Kjararáð snýst fyrst og fremst um völd. Ekki jöfnuð, ekki hvað teljist réttlát kjör, bara hverjir skuli ráða kjaraþróuninni í prósentum talið. Handhafar kjarareglustikunnar, sem kalla sig SALEK, eru búnir að knýja ríkisstjórn landsins til valdaafsals í þessu efni. Í síðustu viku fengum við að vita að í ráði væri að setja mél og beisli á Kjararáð og hafa taumhaldið á borði SALEK. Þetta mátti lesa úr boðskapnum. Sú tilhneiging var rík í kringum aldamótin að gera opinberar stofnanir að hlutafélögum. Stundum var markmiðið það eitt að leggja af réttindakerfi starfsmanna og koma forstjórunum í var með sín laun. Það vill gleymast í þessari umræðu að flestum ríkisforstjórum er meinilla við Kjararáð. Í stjórn hlutafélags er það hins vegar stjórn félagsins sem ákveður forstjóralaunin, „því miður er ekki hægt að upplýsa um þau, menn verða að hafa á því skilning að þau eru trúnaðarmál“. Með hlutafélagafyrirkomulaginu er gagnsæi Kjararáðs þannig fyrir bí og ekkert lengur til að koma láglaunafólkinu úr jafnvægi, með öðrum orðum, margfrægur stöðugleiki er tryggður. Þannig var þetta hugsað og um þetta snúast deilur á líðandi stund um Kjararáð fyrst og fremst, að halda launaþjóðinni sofandi undir handleiðslu skömmtunarstjóra.Meira valdaafsal Aðförin að Kjararáði er bara byrjunin. Nú verður knúið á um frekara valdaafsal. Atvinnurekendasamtökin eru byrjuð að setja ríkisstjórninni fyrir. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í blaðagrein að bæði skorti aðhald og forgangsröðun í ríkiskerfinu. Hvernig væri að tala ögn skýrar, Halldór. Telur talsmaður SA of mikið fara til skólanna eða heilbrigðiskerfisins, varla til Landhelgisgæslunnar því þar er illu heilli verið að skera niður. Eða er hugboð mitt rétt, að Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins séu að dusta rykið af margframkomnum tillögum sínum um einkavæðingu og einkaframkvæmd? Til að þau áform gangi upp þarf að byrja á því að búa til fjárhagsþrengingar með „aðhaldi“, síðan mun Viðskiptaráð og SA koma með sérsaumuðu lausnirnar um rétta forgangsröðun að hætti hússins.Höfum séð á spilin Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki alltaf staðið í fæturna gagnvart slíkum áformum – þess vegna þarf að hafa varann á nú þegar valdaafsalið er hafið. Við höfum að sjálfsögðu þegar séð á ýmis spil, skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfmanna jafnframt því sem samtök á vinnumarkaði seilast sífellt lengra inn á svið samfélagsþjónustunnar á kostnað hennar.Viðskiptaráð opni sig En aftur að Kjararáði og tillögu sem ég set hér með fram. Okkur er sagt að stóri vandinn sé skortur á upplýsingum um kjör og þróun viðmiðunarhópa, og þá væntanlega einnig þeirra sem Kjararáði ber að miða við. Væri ekki ráð að hver og einn einstaklingur sem sæti á í stjórn Viðskiptaráðs opni veski sitt og sýni þjóðinni hvað þar er að finna. Þau sem tjá sig eins ákaft um kjör annarra og þetta fólk gerir, geta varla vikist undan því að ræða eigin kjör. Þetta ætti að vera einfalt og fljótvirkt. Þar með hefði Kjararáð viðmiðunarhópinn til að styðjast við.Varnarvísitala láglaunafólks Þegar þessar staðreyndir lægju á borðinu væri rétt að hefja umræðu um hver væri siðferðilega boðlegur kjaramunur. Ég hef stungið upp á einn á móti þremur og flutt um það þingmál. Óþarflega mikill munur kann einhver að segja og virði ég það sjónarmið. En ég legg engu að síður til að við byrjum þarna. Ef við sammæltumst um þetta og á daginn kæmi að viðsemjendur SA og Viðskiptaráðs væru með minna en nemur þriðjungi af þeirra kjörum, þyrfti að gera annað tveggja, hinir hæstu lækki eða hinir lægstu verði hækkaðir þannig að hlutfallinu verði náð. Þarna væri komin varnarvísitala láglaunafólks. Ef ekki fylgir með í SALEK pakkanum formúla af þessu tagi, þá er bara ein leið fær: Barátta og aftur barátta!Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun