Blaðakonum gert að standa á bakvið karla Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2018 11:44 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, við Grátmúrinn í gær. Vísir/AFP Blaðakonur sem fylgst hafa með ferðalagi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um Ísrael hafa fengið sérstaka meðferð frá yfirvöldum þar. Konur voru aðskildar frá karlmönnum við Grátmúrinn i gær og voru þær settar á bakvið karlanna. Þá var starfsmanni Ríkissjónvarps Finnlands gert að fara úr brjóstahaldara sínum við skrifstofur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. Hún neitaði og var því meinað að fjalla um fund Pence og Netanyahu.Samkvæmt frétt Chicago Tribune er þetta ekki í fyrsta sinn sem kvenkyns blaðamanni er skipað að afklæðast af öryggisvörðum Netanyahu. Hið sama kom fyrir blaðakonu Al Jazeera árið 2011.Grátmúrinn er undir stjórn hinna íhaldssömu samtaka Western Wall Heritage Foundation og hefur bænendum lengi verið skipt upp eftir kyni. Hið sama var gert við blaðamenn sem fylgdu Pence.Áðurnefnd samtök sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu sama fyrirkomulag hafa verið á þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti múrinn í fyrra. Einnig kom fram í tilkynningunni að samtökin höfnuðu öllum tilraunum til að afvegaleiða frá mikilvægi heimsóknar Pence og eiginkonu hans til Grátmúrsins.Sjá einnig: Klipptu kvenleiðtoga út úr göngunni í París Eins og komið hefur fram hefur þessi háttur lengi verið á við Grátmúrinn. Hins vegar hefur áður verið séð til þess að bæði karlar og konur geti fylgst með múrnum og því sem fer fram þar. Það var ekki gert í gær þar sem karlarnir virtust vera á hærri palli og fyrir framan konurnar. Nokkrar blaðakonur birtu myndir af aðstæðum þeirra á samfélagsmiðlum í gær.When it's a bit hard to do your job / women journalists forced to stand behind the men at the separation fence at the western wall for Mike Pence's visit #PenceInIsrael#PenceFencepic.twitter.com/IsXbJ0jTi5 — Ariane Ménage (@ariane_menage) January 23, 2018Separation at the Western Wall. The women stuck in isolation and can not photograph, work. Women journalists are second-class citizens. The American women photographers are frantically yelling at the representatives of the White House. #PenceFencepic.twitter.com/LFh1AkSROE — Tal Schneider (@talschneider) January 23, 2018 Í umfjöllun Chicago Tribune segir að aðskilnaðurinn hafi þótt umdeildur á undanförnum árum og áköll eftir þriðja rýminu, þar sem bæði konur og karlar geti beðið saman, hafi orðið sífellt háværari. Þá hafi ríkisstjórn Netanyahu ákveðið í fyrra að hlíða þeim áköllum og skipta torginu upp í þrjá hluta. Netanyahu hafi þó hætt við það eftir mikil mótmæli frá íhaldssömum meðlimum ríkisstjórnar hans. Mið-Austurlönd Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Blaðakonur sem fylgst hafa með ferðalagi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um Ísrael hafa fengið sérstaka meðferð frá yfirvöldum þar. Konur voru aðskildar frá karlmönnum við Grátmúrinn i gær og voru þær settar á bakvið karlanna. Þá var starfsmanni Ríkissjónvarps Finnlands gert að fara úr brjóstahaldara sínum við skrifstofur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. Hún neitaði og var því meinað að fjalla um fund Pence og Netanyahu.Samkvæmt frétt Chicago Tribune er þetta ekki í fyrsta sinn sem kvenkyns blaðamanni er skipað að afklæðast af öryggisvörðum Netanyahu. Hið sama kom fyrir blaðakonu Al Jazeera árið 2011.Grátmúrinn er undir stjórn hinna íhaldssömu samtaka Western Wall Heritage Foundation og hefur bænendum lengi verið skipt upp eftir kyni. Hið sama var gert við blaðamenn sem fylgdu Pence.Áðurnefnd samtök sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu sama fyrirkomulag hafa verið á þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti múrinn í fyrra. Einnig kom fram í tilkynningunni að samtökin höfnuðu öllum tilraunum til að afvegaleiða frá mikilvægi heimsóknar Pence og eiginkonu hans til Grátmúrsins.Sjá einnig: Klipptu kvenleiðtoga út úr göngunni í París Eins og komið hefur fram hefur þessi háttur lengi verið á við Grátmúrinn. Hins vegar hefur áður verið séð til þess að bæði karlar og konur geti fylgst með múrnum og því sem fer fram þar. Það var ekki gert í gær þar sem karlarnir virtust vera á hærri palli og fyrir framan konurnar. Nokkrar blaðakonur birtu myndir af aðstæðum þeirra á samfélagsmiðlum í gær.When it's a bit hard to do your job / women journalists forced to stand behind the men at the separation fence at the western wall for Mike Pence's visit #PenceInIsrael#PenceFencepic.twitter.com/IsXbJ0jTi5 — Ariane Ménage (@ariane_menage) January 23, 2018Separation at the Western Wall. The women stuck in isolation and can not photograph, work. Women journalists are second-class citizens. The American women photographers are frantically yelling at the representatives of the White House. #PenceFencepic.twitter.com/LFh1AkSROE — Tal Schneider (@talschneider) January 23, 2018 Í umfjöllun Chicago Tribune segir að aðskilnaðurinn hafi þótt umdeildur á undanförnum árum og áköll eftir þriðja rýminu, þar sem bæði konur og karlar geti beðið saman, hafi orðið sífellt háværari. Þá hafi ríkisstjórn Netanyahu ákveðið í fyrra að hlíða þeim áköllum og skipta torginu upp í þrjá hluta. Netanyahu hafi þó hætt við það eftir mikil mótmæli frá íhaldssömum meðlimum ríkisstjórnar hans.
Mið-Austurlönd Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira